Manneskjumiðuð stjórnun – Vegferð að farsælu vinnuumhverfi Unnur Magnúsdóttir skrifar 1. september 2023 14:31 Í leitinni að tryggð og skuldbindingu starfsfólks benda niðurstöður rannsókna til þess að sveigjanlegir, manneskjumiðaðir stjórnunarhættir séu nauðsynlegir til að endurspegla breytt gildismat fólks á vinnumarkaði í dag. Fyrirtæki verða að leggja jafnvel enn meiri áherslu á að byggja upp virk tengsl; setja saman teymi sem byggja á trausti, efla frumkvæði starfsfólks og gæta vel að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Fyrirtæki ættu að endurskilgreina gildi á vinnustaðnum með því að leggja áherslu á bæði skipulagslega og tilfinningalega þenkjandi stjórnendur sem bregðast við þörfum starfsfólks í nútímanum; sem felur í sér að þau skilji virði síns vinnuframlags, upplifi vinnustaðamenningu sem tilfinningalega örugga og finnist þau hafa hlutverki að gegna varðandi framtíðaráform og velgengni félagsins. Manneskjumiðaðir stjórnendur stuðla að því að starfsfólk læri að meta sjálft sig að verðleikum sem starfsmenn, þeir sjá til þess að vinnustaðamenningin sé tilfinningalega traust og hjálpa starfsfólkinu að sjá hvernig þau leggja sitt af mörkum í vegferð og velgengni félagsins. Millistjórnendur gegna núorðið veigameira hlutverki þegar kemur að andlegri líðan starfsfólks. Starfsfólk sem er skuldbundið og virkt, vill hafa tilfinningalega hagsmuni sína í forgangi. Hér getur hluttekningarsamur stjórnandi, sem er til staðar jafnt fyrir alla, gert gæfumuninn varðandi það hvort starfsmanni finnist hann metinn að verðleikum. Framkvæmdastjórar setja ekki einungis fram markmið heldur útskýra hvað þau þýða fyrir einstaklingana. Þeir bregðast við vandamálum, hlusta á áhyggjuraddir og miðla viðbrögðum til yfirstjórnar. Þeir leiða starfsfólk gegnum breytingar, auðvelda teymis- og samvinnu og styðja við þörf starfsmanna fyrir faglega og persónulega þróun. Á móti kemur að starfsfólk sem er undir stjórn manneskjumiðaðra stjórnenda er líklegra til að „gera hlutina óumbeðið, endast lengur hjá fyrirtækinu og mæla með þvi sem frábærum vinnustað. Þegar allt kemur til alls þá eru manneskjumiðaðir stjórnunarhættir nauðsynlegir til að knýja áfram og efla tryggð og virkni. Öflugir stjórnendur og skuldbundið, virkt starfsfólk fara saman – en rannsóknir hafa sýnt fram á að tilfinningatengsl skipta máli. Félög með frumkvæði og stjórnendateymi þeirra geta laðað að og haldið í hæfileikaríka einstaklinga með því að gera eftirfarandi: Æðstu stjórnendurr þurfa að innleiða manneskjumiðuð kerfi og fyrirkomulag sem samræmist þörfum starfsfólks, eins og sveigjanlegan vinnutíma, þróun í starfi og menningu sem byggir á gagnsæi og tilfinningalegum stuðningi. Millistjórnendur þurfa að hafa aðgang að þeim úrræðum og stuðningi sem þeir þurfa til að geta sinnt starfi sínu vel og byggt upp öflug samstarfsteymi og ekki síðst þurfa þeir að líta á það sem hlutverk sitt að sýna fólki áhuga. Þegar allt kemur til alls þá eru það ekki flóknar aðferðir sem hjálpa stjórnendum skapa manneskjumiðað umhverfi. Hér fyrir neðan eru nokkrar leiðir sem hjálpa stjórnenum að byggja upp traust og jákvæða samvinnu. Byrjaðu á hrósi og einlægu þakklæti. Vektu óbeint athygli á mistökum fólks. Talaðu um eigin mistök áður en þú gagnrýnir hinn aðilann. Spyrðu spurninga í stað þess að gefa bein fyrirmæli. Leyfðu hinum aðilanum að halda andlitinu. Hrósaðu smávægilegri framför og lofaðu allar framfarir. Vertu leiðtoginn sem setur manneskjuna í fyrsta sæti og þú uppskerð öfluga liðsheild sem skapar árangur fyrir fyrirtækið. Höfundur er þjálfari og ráðgjafi hjá Dale Carnegie. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í leitinni að tryggð og skuldbindingu starfsfólks benda niðurstöður rannsókna til þess að sveigjanlegir, manneskjumiðaðir stjórnunarhættir séu nauðsynlegir til að endurspegla breytt gildismat fólks á vinnumarkaði í dag. Fyrirtæki verða að leggja jafnvel enn meiri áherslu á að byggja upp virk tengsl; setja saman teymi sem byggja á trausti, efla frumkvæði starfsfólks og gæta vel að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Fyrirtæki ættu að endurskilgreina gildi á vinnustaðnum með því að leggja áherslu á bæði skipulagslega og tilfinningalega þenkjandi stjórnendur sem bregðast við þörfum starfsfólks í nútímanum; sem felur í sér að þau skilji virði síns vinnuframlags, upplifi vinnustaðamenningu sem tilfinningalega örugga og finnist þau hafa hlutverki að gegna varðandi framtíðaráform og velgengni félagsins. Manneskjumiðaðir stjórnendur stuðla að því að starfsfólk læri að meta sjálft sig að verðleikum sem starfsmenn, þeir sjá til þess að vinnustaðamenningin sé tilfinningalega traust og hjálpa starfsfólkinu að sjá hvernig þau leggja sitt af mörkum í vegferð og velgengni félagsins. Millistjórnendur gegna núorðið veigameira hlutverki þegar kemur að andlegri líðan starfsfólks. Starfsfólk sem er skuldbundið og virkt, vill hafa tilfinningalega hagsmuni sína í forgangi. Hér getur hluttekningarsamur stjórnandi, sem er til staðar jafnt fyrir alla, gert gæfumuninn varðandi það hvort starfsmanni finnist hann metinn að verðleikum. Framkvæmdastjórar setja ekki einungis fram markmið heldur útskýra hvað þau þýða fyrir einstaklingana. Þeir bregðast við vandamálum, hlusta á áhyggjuraddir og miðla viðbrögðum til yfirstjórnar. Þeir leiða starfsfólk gegnum breytingar, auðvelda teymis- og samvinnu og styðja við þörf starfsmanna fyrir faglega og persónulega þróun. Á móti kemur að starfsfólk sem er undir stjórn manneskjumiðaðra stjórnenda er líklegra til að „gera hlutina óumbeðið, endast lengur hjá fyrirtækinu og mæla með þvi sem frábærum vinnustað. Þegar allt kemur til alls þá eru manneskjumiðaðir stjórnunarhættir nauðsynlegir til að knýja áfram og efla tryggð og virkni. Öflugir stjórnendur og skuldbundið, virkt starfsfólk fara saman – en rannsóknir hafa sýnt fram á að tilfinningatengsl skipta máli. Félög með frumkvæði og stjórnendateymi þeirra geta laðað að og haldið í hæfileikaríka einstaklinga með því að gera eftirfarandi: Æðstu stjórnendurr þurfa að innleiða manneskjumiðuð kerfi og fyrirkomulag sem samræmist þörfum starfsfólks, eins og sveigjanlegan vinnutíma, þróun í starfi og menningu sem byggir á gagnsæi og tilfinningalegum stuðningi. Millistjórnendur þurfa að hafa aðgang að þeim úrræðum og stuðningi sem þeir þurfa til að geta sinnt starfi sínu vel og byggt upp öflug samstarfsteymi og ekki síðst þurfa þeir að líta á það sem hlutverk sitt að sýna fólki áhuga. Þegar allt kemur til alls þá eru það ekki flóknar aðferðir sem hjálpa stjórnendum skapa manneskjumiðað umhverfi. Hér fyrir neðan eru nokkrar leiðir sem hjálpa stjórnenum að byggja upp traust og jákvæða samvinnu. Byrjaðu á hrósi og einlægu þakklæti. Vektu óbeint athygli á mistökum fólks. Talaðu um eigin mistök áður en þú gagnrýnir hinn aðilann. Spyrðu spurninga í stað þess að gefa bein fyrirmæli. Leyfðu hinum aðilanum að halda andlitinu. Hrósaðu smávægilegri framför og lofaðu allar framfarir. Vertu leiðtoginn sem setur manneskjuna í fyrsta sæti og þú uppskerð öfluga liðsheild sem skapar árangur fyrir fyrirtækið. Höfundur er þjálfari og ráðgjafi hjá Dale Carnegie.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar