Vísir greindi frá því fyrr í dag að Gravenberch hefði skrópað á æfingu hjá Bayern til að þvinga skiptin í gegn. Nú hafa félögin komist að samkomulagi en Liverpool greiðir 40 milljónir evra núna og þá eru aðrar fimm milljónir í árangurstengdum greiðslum.
Þetta staðfestir Fabrizio Romano sem vinnur yfirvinnu þessa dagana við að tilkynna um vistaskipti leikmanna. Liverpool hefur þegar bókað læknisskoðun fyrir hollenska miðjumanninn sem fann sig engan veginn hjá Bayern en hann gekk í raðir félagsins síðasta sumar.
Ryan Gravenberch to Liverpool, here we go! 40m plus 5m in add-ons, 5 year deal, he will fly to Liverpool this evening #LFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2023
Agreement in place and medical tests booked.
Deal was negotiated by Jose Fortes Rodrigues from Raiola. pic.twitter.com/ldqyzA2V4F
Í stað Gravenberc vill Bayern fá João Palhinha frá Fulham en Lundúnaliðið er ekki tilbúið að hleypa Portúgalanum til Þýskalands nema það sé búið að finna mann til að leysa stöðu hans á miðsvæðinu.
Segja má að miðja Liverpool sé gjörbreytt með komu hins 21 árs gamla Gravenberch en hann er fjórði miðjumaðurinn sem félagið verslar í sumar. Hinir eru Alexis Mac Allister, Dominik Szoboszlai og Wataru Endō.