Framtíð hvalveiða Svandís Svavarsdóttir skrifar 31. ágúst 2023 14:30 Óvissa ríkir um framtíð hvalveiða á Íslandi. Enginn í heiminum veiðir langreyðar í atvinnuskyni annar en einn aðili, á Íslandi. Það segir sína sögu. Raunar er atvinnugreinin ekki til hér á landi nema sem vertíðarvinna, og það ekki á hverju ári. Fyrir liggja ný gögn um hverfandi efnahagsleg áhrif veiðanna á íslenskt samfélag og einnig nýjar upplýsingar um alvarlegar hættur sem stafað gætu að kvikmyndaiðnaði á Íslandi vegna veiðanna. Mörg líta svo á að það sé enginn staður fyrir veiðar hvala á Íslandi, að þær gangi gegn velferð dýra, heyri fortíðinni til og eigi ekkert erindi á okkar tímum. Ég skil þau sem segja að það sé tímaskekkja að stunda veiðar sem fordæmdar eru á alþjóðavettvangi, skila jafnvel tapi og þjóna hverfandi markaði í fjarlægum heimshluta. Ég skil þann meirihluta þjóðarinnar sem lítur svo á að leggja eigi veiðarnar af. Ég hef heyrt þær raddir og ég skil þau sjónarmið. Sjónarmiðin hér að ofan falla utan verkefnisins sem ég stend frammi fyrir í dag, sem varðar framkvæmd veiða á grundvelli leyfis sem forveri minn í embætti veitti út þetta ár. Í dag tók ég ákvörðun um að setja nýja reglugerð sem inniheldur skilyrði sem eru forsendur áframhaldandi veiða á langreyðum. Frestun veiðitímabilsins er runnin út og ekki eru skilyrði til frekari frestunar. Þessi ákvörðun er m.a. byggð á niðurstöðu starfshóps matvælaráðuneytisins og er tekin innan þess lagaramma sem mér ber að starfa. Mitt hlutverk er að taka ákvarðanir sem byggja á lögmætum grunni, þeim grunni sem Alþingi hefur lagt. Ráðuneyti mitt hefur lagt fram minnisblað sem byggt er á skýrslu starfshópsins ráðuneytisins ásamt öðrum gögnum í samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti. Ströng skilyrði og hert eftirlit við framkvæmd veiðanna verða nú birt í reglugerð í stjórnartíðindum. Reglugerðin fjallar meðal annars um skilyrði sem varða þjálfun, veiðibúnað og veiðiaðferðir. Sömuleiðis verður safnað frekari upplýsingum um alla framkvæmd veiðanna til að varpa ljósi á þau atriði og breytingar sem óvissa er um að skili árangri. Allar þessar ráðstafanir, eins og mínar fyrri ákvarðanir í þessu máli, byggja á faglegum sjónarmiðum, hvíla á lögmætum grunni og eru í anda góðrar stjórnsýslu. Leyfishafi fær nú tækifæri til að sýna í verki að þær úrbætur sem hann hefur lagt til skili árangri. Tilefnið er ærið eins og niðurstöður eftirlits Matvælastofnunar sýndi fram á. Tilgangur og markmið Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur frá upphafi verið að setja framfaramál á dagskrá í samfélaginu. Vegna þeirra reglugerðar sem ég setti á síðasta ári eru velferðarmál við hvalveiðar á dagskrá. Með því að færa þessa starfsemi í dagsljósið hefur sprottið upp umræða um hvort hún sé í samræmi við þau gildi sem við sem samfélag viðhöfum. Sjálf tel ég allar líkur standa til þess að samfélagið muni taka nýja ákvörðun. Enda eru aðstæður á Íslandi, gildismat okkar og hagsmunir aðrir nú en fyrir áttatíu árum, þegar lög um hvalveiðar voru sett. Málið þarf að ræða sem víðast, á Alþingi og um samfélagið allt. Álitaefnin sem hér eru uppi eru ekki á förum og þau þarf að leiða til lykta. Hin samfélagslega umræða um framtíð þessara veiða heldur áfram. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Óvissa ríkir um framtíð hvalveiða á Íslandi. Enginn í heiminum veiðir langreyðar í atvinnuskyni annar en einn aðili, á Íslandi. Það segir sína sögu. Raunar er atvinnugreinin ekki til hér á landi nema sem vertíðarvinna, og það ekki á hverju ári. Fyrir liggja ný gögn um hverfandi efnahagsleg áhrif veiðanna á íslenskt samfélag og einnig nýjar upplýsingar um alvarlegar hættur sem stafað gætu að kvikmyndaiðnaði á Íslandi vegna veiðanna. Mörg líta svo á að það sé enginn staður fyrir veiðar hvala á Íslandi, að þær gangi gegn velferð dýra, heyri fortíðinni til og eigi ekkert erindi á okkar tímum. Ég skil þau sem segja að það sé tímaskekkja að stunda veiðar sem fordæmdar eru á alþjóðavettvangi, skila jafnvel tapi og þjóna hverfandi markaði í fjarlægum heimshluta. Ég skil þann meirihluta þjóðarinnar sem lítur svo á að leggja eigi veiðarnar af. Ég hef heyrt þær raddir og ég skil þau sjónarmið. Sjónarmiðin hér að ofan falla utan verkefnisins sem ég stend frammi fyrir í dag, sem varðar framkvæmd veiða á grundvelli leyfis sem forveri minn í embætti veitti út þetta ár. Í dag tók ég ákvörðun um að setja nýja reglugerð sem inniheldur skilyrði sem eru forsendur áframhaldandi veiða á langreyðum. Frestun veiðitímabilsins er runnin út og ekki eru skilyrði til frekari frestunar. Þessi ákvörðun er m.a. byggð á niðurstöðu starfshóps matvælaráðuneytisins og er tekin innan þess lagaramma sem mér ber að starfa. Mitt hlutverk er að taka ákvarðanir sem byggja á lögmætum grunni, þeim grunni sem Alþingi hefur lagt. Ráðuneyti mitt hefur lagt fram minnisblað sem byggt er á skýrslu starfshópsins ráðuneytisins ásamt öðrum gögnum í samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti. Ströng skilyrði og hert eftirlit við framkvæmd veiðanna verða nú birt í reglugerð í stjórnartíðindum. Reglugerðin fjallar meðal annars um skilyrði sem varða þjálfun, veiðibúnað og veiðiaðferðir. Sömuleiðis verður safnað frekari upplýsingum um alla framkvæmd veiðanna til að varpa ljósi á þau atriði og breytingar sem óvissa er um að skili árangri. Allar þessar ráðstafanir, eins og mínar fyrri ákvarðanir í þessu máli, byggja á faglegum sjónarmiðum, hvíla á lögmætum grunni og eru í anda góðrar stjórnsýslu. Leyfishafi fær nú tækifæri til að sýna í verki að þær úrbætur sem hann hefur lagt til skili árangri. Tilefnið er ærið eins og niðurstöður eftirlits Matvælastofnunar sýndi fram á. Tilgangur og markmið Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur frá upphafi verið að setja framfaramál á dagskrá í samfélaginu. Vegna þeirra reglugerðar sem ég setti á síðasta ári eru velferðarmál við hvalveiðar á dagskrá. Með því að færa þessa starfsemi í dagsljósið hefur sprottið upp umræða um hvort hún sé í samræmi við þau gildi sem við sem samfélag viðhöfum. Sjálf tel ég allar líkur standa til þess að samfélagið muni taka nýja ákvörðun. Enda eru aðstæður á Íslandi, gildismat okkar og hagsmunir aðrir nú en fyrir áttatíu árum, þegar lög um hvalveiðar voru sett. Málið þarf að ræða sem víðast, á Alþingi og um samfélagið allt. Álitaefnin sem hér eru uppi eru ekki á förum og þau þarf að leiða til lykta. Hin samfélagslega umræða um framtíð þessara veiða heldur áfram. Höfundur er matvælaráðherra.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun