Á rétt á upplýsingum varðandi slysið sem varð syni hans að bana Jón Þór Stefánsson skrifar 30. ágúst 2023 13:43 Flugvélin fannst í Þingvallavatni og var hún hífð þaðan upp næstum því þremur mánuðu eftir að slysið átti sér stað í febrúar í fyrra. Vísir/Vilhelm Bandarískur faðir manns sem lést í flugslysi á Þingvallavatni í febrúar 2022 á rétt á upplýsingum um flugmann vélarinnar og fyrirtæki hans frá Samgöngustofu. Þetta úrskurðaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem vísaði málinu aftur til stofnunarinnar sem hafði áður hafnað beiðni föðurins. Beiðni föðurins varðar mál flugmannsins, sem lést einnig í slysinu, sem og fyrirtækis hans sem höfðu verið tekin fyrir hjá Samgöngustofu. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars grunur um að flugferðin hafi farið utan ramma sem fyrirliggjandi leyfi heimiluðu. Flugslysið sem um ræðir átti sér stað þann þriðja febrúar árið 2022. Í því létust fjórir, einn flugmaður og þrír ferðamenn. Vélin og lík fólksins fundust í Þingvallavatni eftir leit björgunarsveita og við tóku umfangsmiklar aðgerðir við að ná flakinu og líkamsleifunum úr vatninu. Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa komst að þeirri niðurstöðu að vélinni hefði verið flogið í mjög lítilli hæð yfir vatninu áður en hún lenti í því. Vísaði til lögreglurannskóknar Í einu erindi föðurins til Samgöngustofu var vísað til þess að í febrúar 2022 hefði verið greint frá því í fjölmiðlum að stofnuninni hefði borist ábending um að flugmaðurinn og fyrirtæki hans stunduðu atvinnuflug með farþega án tilskilinna leyfa. Samgöngustofa hefði meðal annars óskað eftir aðstoð lögreglu við rannsókn málsins, en lögreglan hefði hætt rannsókn þess. „Skýringar Samgöngustofu til fjölmiðla í framhaldinu mætti skilja á þann veg að þrátt fyrir að lögregla hefði hætt rannsókn málsins hefði málinu verið haldið áfram af hálfu Samgöngustofu,“ segir í úrskurðinum. Segja upplýsingarnar varða almenning Á meðal þess sem faðirinn óskaði eftir voru upplýsingar um það hvort Samgöngustofa hefði beitt flugmanninn eða félagið stjórnsýsluviðurlögum vegna brota um flugrekstur. Þá óskaði hann eftir öllum ákvörðunum Samgöngustofu þar að lútandi. Í svari Samgöngustofu sagði að stofnunni væri ekki heimilt að afhenda gögn sem tengdust eftirliti stofnunarinnar á flugmanninum og félagi hans. Hins vegar sagði stofnunin að félagið sætti ekki eftirliti hjá sér og að maðurinn hefði ekki verið beittur stjórnsýsluviðurlögum. Faðirinn kærði í kjölfarið málið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kærunni sagði til að mynda að upplýsingarnar ættu erindi við almenning vegna þess að það gæti varðað flug- og almannaöryggi. Úrskurðarnefndin felst á þetta og hefur vísað mállinu aftur til Samgöngustofu sem muni taka það upp að nýju. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Fréttir af flugi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Beiðni föðurins varðar mál flugmannsins, sem lést einnig í slysinu, sem og fyrirtækis hans sem höfðu verið tekin fyrir hjá Samgöngustofu. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars grunur um að flugferðin hafi farið utan ramma sem fyrirliggjandi leyfi heimiluðu. Flugslysið sem um ræðir átti sér stað þann þriðja febrúar árið 2022. Í því létust fjórir, einn flugmaður og þrír ferðamenn. Vélin og lík fólksins fundust í Þingvallavatni eftir leit björgunarsveita og við tóku umfangsmiklar aðgerðir við að ná flakinu og líkamsleifunum úr vatninu. Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa komst að þeirri niðurstöðu að vélinni hefði verið flogið í mjög lítilli hæð yfir vatninu áður en hún lenti í því. Vísaði til lögreglurannskóknar Í einu erindi föðurins til Samgöngustofu var vísað til þess að í febrúar 2022 hefði verið greint frá því í fjölmiðlum að stofnuninni hefði borist ábending um að flugmaðurinn og fyrirtæki hans stunduðu atvinnuflug með farþega án tilskilinna leyfa. Samgöngustofa hefði meðal annars óskað eftir aðstoð lögreglu við rannsókn málsins, en lögreglan hefði hætt rannsókn þess. „Skýringar Samgöngustofu til fjölmiðla í framhaldinu mætti skilja á þann veg að þrátt fyrir að lögregla hefði hætt rannsókn málsins hefði málinu verið haldið áfram af hálfu Samgöngustofu,“ segir í úrskurðinum. Segja upplýsingarnar varða almenning Á meðal þess sem faðirinn óskaði eftir voru upplýsingar um það hvort Samgöngustofa hefði beitt flugmanninn eða félagið stjórnsýsluviðurlögum vegna brota um flugrekstur. Þá óskaði hann eftir öllum ákvörðunum Samgöngustofu þar að lútandi. Í svari Samgöngustofu sagði að stofnunni væri ekki heimilt að afhenda gögn sem tengdust eftirliti stofnunarinnar á flugmanninum og félagi hans. Hins vegar sagði stofnunin að félagið sætti ekki eftirliti hjá sér og að maðurinn hefði ekki verið beittur stjórnsýsluviðurlögum. Faðirinn kærði í kjölfarið málið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kærunni sagði til að mynda að upplýsingarnar ættu erindi við almenning vegna þess að það gæti varðað flug- og almannaöryggi. Úrskurðarnefndin felst á þetta og hefur vísað mállinu aftur til Samgöngustofu sem muni taka það upp að nýju.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Fréttir af flugi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira