Formlegt og óformlegt ferli í úttektum á eineltis- og áreitnimálum á vinnustöðum Andri Hrafn Sigurðsson skrifar 30. ágúst 2023 13:31 Formlegt ferli og óformlegt ferli, hvað þýðir þetta? Flest hafa eflaust heyrt um formlega málsmeðferð þegar farið er af stað með athugun á því hvort tilkynning eða kvörtun falli undir skilgreiningar á einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Formleg kvörtun getur verið skrifleg eða tilkynnt í samtali við stjórnanda eða mannauðsfólk. Í kjölfarið er viðkomandi starfsmanni tilkynnt um að formlegt ferli sé hafið. Í slíku ferli eru málsatvik könnuð og niðurstaða fengin, annað hvort innanhúss eða með aðstoð utanaðkomandi fagaðila. Önnur leið sem vinnustaðir bjóða gjarnan upp á er óformlegt ferli. Sú leið verður oftast fyrir valinu óski starfsmaður eftir trúnaði um kvörtunina eða þegar stjórnendur bregðast við án tilkynningar. Sé kvörtun óformleg felur hún ekki í sér sjálfkrafa úttekt á kvörtuninni. Þá ber vinnustaðnum eða þeim sem taka á móti kvörtuninni að taka afstöðu til þess hvort heimilt sé að verða við því skv. lögum. Ef unnt er að verða við ósk um óformlega málsmeðferð er hafist handa við að afla upplýsinga og veita stuðning, grípa til viðeigandi aðgerða í samráði við þann sem kvartar og tryggja eftirfylgni. Ef sá sem kvartar óskar eftir trúnaði og þess að vinnustaðurinn aðhafist ekki frekar, setur það stjórnendur í erfiðri stöðu, hvað á að gera við kvörtunina? Samkvæmt lögum bera stjórnendur og starfsfólk sameiginlega ábyrgð á að skapa og ýta undir jákvæða vinnustaðamenningu, þar sem fólki líður vel og gagnkvæm virðing ríkir. Stjórnendum ber að tryggja vinnuaðstæður sem lágmarka hættu á einelti, kynferðislegri eða kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Fjallað er um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum (skammstafað EKKO) í reglugerð nr. 1009 frá 2015, tengt lögum um hollustuhætti á vinnustöðum nr. 46 frá 1980. Samtal og skilningur stjórnenda gagnvart starfsfólki sínu getur haft mikil áhrif á þann farveg sem kvörtun þolanda fer í. En einnig getur slíkt samtal bætt líðan, skapað öryggi og aðstoðað starfsfólk við að takast á við starfið og samskiptin á vinnustaðnum. Það er mikilvægt að stjórnendur bregðist við af festu þegar starfsfólk kvartar undan slíkum málum á vinnustaðnum og að það komi kvörtunum í réttan farveg. Slíkt eykur traust starfsfólks gagnvart vinnustaðnum auk þess sem það upplifir stuðning og bakland sinna stjórnenda. Þá treystir starfsmaðurinn því að hann hafi ákveðið bakland og stuðning, en fyrst og fremst að á hann sé hlustað. Það getur reynst snúið fyrir stjórnanda ef starfsmaður kvartar undan einelti en vill ekki koma fram undir nafni. Með hvaða hætti á þá að vinna málið áfram og eiga samtal við meintan geranda eða gerendur. Mér er minnisstætt þegar stjórnandi sagði við mig: ,,Þetta var erfið staða því ég þurfti að gera viðkomandi starfsmanni grein fyrir því að ef hann kæmi ekki fram undir nafni og ef ég mætti ekki taka málið áfram, væri í raun eins og viðkomandi starfsmaður hafi aldrei kvartað.“ Stjórnendum ber skylda til að bregðast við kvörtunum, sama í hvaða formi þær berast og þannig hlúa að starfsfólki og bættum starfsanda. Markmið með vinnuverndarlögum er að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi og reglugerð 1009/2015 kveður enn frekar á um mikilvægi góðra sálfélagslegra vinnuaðstæðna. Til að stuðla að því er mikilvægt að formfast verklag sé til staðar sem öllum er ljóst á vinnustaðnum. Sér í lagi að starfsfólk sé meðvitað og upplýst um verklagsreglur varðandi einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi. Dagana 11.-13. október 2023 mun Líf og sál í samstarfi við prófessor Ståle Einarsen halda vinnustofu um hvernig má nálgast og bregðast við kvörtunum með faglegum hætti. Hefur þeirri nálgun verið snarað á íslensku sem staðreyndarannsókn. Vinnustofan er einkum ætluð stjórnendum og mannauðsfólki. Ståle Einarsen hefur birt fjölda greina og skrifað bækur um einelti og áreitni á vinnustöðum s.l. tuttugu ár. Þekktust er bókin Bullying and Harassment at the Workplace, en sú bók var gefin út í þriðja sinn árið 2020. Ståle stýrir hópi fagfólks sem rannsakar einelti á vinnustöðum við Bergen háskóla. Hann er einnig stofnfélagi International Association on Workplace Bullying and Harassment. Með Ståle koma hans nánustu samstarfsfélagar í rannsóknum og námskeiðshaldi, Karin Einarsen sem einnig er fræðimaður á þessi sviði í Bergen og Helge Hohe prófessor emeritus við háskólann í Manchester. Má segja að þessi hópur sé fremstur á Vesturlöndum í rannsóknum og kennslu í fræðunum. Þau hafa haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra víðsvegar um lönd fyrir mannauðsfólk og úttektaraðila um sína nálgun. Starfsfólk Lífs og sálar hélt vinnustofu ásamt þessum frábæru fræðimönnum í vor ásamt góðum hópi mannauðsfólks og nú er komið að því að leyfa fleirum að njóta og fræðast um nýjustu rannsóknir og vinnubrögð í þessum málum. Það er mikilvægt að vandað sé til verka komi upp grunur eða kvartanir um einelti og áreitni. Með vönduðum vinnubrögðum má tryggja að málin séu sett í farveg þar sem gætt er hlutleysis og fagmennsku í nálgun og úrvinnslu. Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Formlegt ferli og óformlegt ferli, hvað þýðir þetta? Flest hafa eflaust heyrt um formlega málsmeðferð þegar farið er af stað með athugun á því hvort tilkynning eða kvörtun falli undir skilgreiningar á einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Formleg kvörtun getur verið skrifleg eða tilkynnt í samtali við stjórnanda eða mannauðsfólk. Í kjölfarið er viðkomandi starfsmanni tilkynnt um að formlegt ferli sé hafið. Í slíku ferli eru málsatvik könnuð og niðurstaða fengin, annað hvort innanhúss eða með aðstoð utanaðkomandi fagaðila. Önnur leið sem vinnustaðir bjóða gjarnan upp á er óformlegt ferli. Sú leið verður oftast fyrir valinu óski starfsmaður eftir trúnaði um kvörtunina eða þegar stjórnendur bregðast við án tilkynningar. Sé kvörtun óformleg felur hún ekki í sér sjálfkrafa úttekt á kvörtuninni. Þá ber vinnustaðnum eða þeim sem taka á móti kvörtuninni að taka afstöðu til þess hvort heimilt sé að verða við því skv. lögum. Ef unnt er að verða við ósk um óformlega málsmeðferð er hafist handa við að afla upplýsinga og veita stuðning, grípa til viðeigandi aðgerða í samráði við þann sem kvartar og tryggja eftirfylgni. Ef sá sem kvartar óskar eftir trúnaði og þess að vinnustaðurinn aðhafist ekki frekar, setur það stjórnendur í erfiðri stöðu, hvað á að gera við kvörtunina? Samkvæmt lögum bera stjórnendur og starfsfólk sameiginlega ábyrgð á að skapa og ýta undir jákvæða vinnustaðamenningu, þar sem fólki líður vel og gagnkvæm virðing ríkir. Stjórnendum ber að tryggja vinnuaðstæður sem lágmarka hættu á einelti, kynferðislegri eða kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Fjallað er um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum (skammstafað EKKO) í reglugerð nr. 1009 frá 2015, tengt lögum um hollustuhætti á vinnustöðum nr. 46 frá 1980. Samtal og skilningur stjórnenda gagnvart starfsfólki sínu getur haft mikil áhrif á þann farveg sem kvörtun þolanda fer í. En einnig getur slíkt samtal bætt líðan, skapað öryggi og aðstoðað starfsfólk við að takast á við starfið og samskiptin á vinnustaðnum. Það er mikilvægt að stjórnendur bregðist við af festu þegar starfsfólk kvartar undan slíkum málum á vinnustaðnum og að það komi kvörtunum í réttan farveg. Slíkt eykur traust starfsfólks gagnvart vinnustaðnum auk þess sem það upplifir stuðning og bakland sinna stjórnenda. Þá treystir starfsmaðurinn því að hann hafi ákveðið bakland og stuðning, en fyrst og fremst að á hann sé hlustað. Það getur reynst snúið fyrir stjórnanda ef starfsmaður kvartar undan einelti en vill ekki koma fram undir nafni. Með hvaða hætti á þá að vinna málið áfram og eiga samtal við meintan geranda eða gerendur. Mér er minnisstætt þegar stjórnandi sagði við mig: ,,Þetta var erfið staða því ég þurfti að gera viðkomandi starfsmanni grein fyrir því að ef hann kæmi ekki fram undir nafni og ef ég mætti ekki taka málið áfram, væri í raun eins og viðkomandi starfsmaður hafi aldrei kvartað.“ Stjórnendum ber skylda til að bregðast við kvörtunum, sama í hvaða formi þær berast og þannig hlúa að starfsfólki og bættum starfsanda. Markmið með vinnuverndarlögum er að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi og reglugerð 1009/2015 kveður enn frekar á um mikilvægi góðra sálfélagslegra vinnuaðstæðna. Til að stuðla að því er mikilvægt að formfast verklag sé til staðar sem öllum er ljóst á vinnustaðnum. Sér í lagi að starfsfólk sé meðvitað og upplýst um verklagsreglur varðandi einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi. Dagana 11.-13. október 2023 mun Líf og sál í samstarfi við prófessor Ståle Einarsen halda vinnustofu um hvernig má nálgast og bregðast við kvörtunum með faglegum hætti. Hefur þeirri nálgun verið snarað á íslensku sem staðreyndarannsókn. Vinnustofan er einkum ætluð stjórnendum og mannauðsfólki. Ståle Einarsen hefur birt fjölda greina og skrifað bækur um einelti og áreitni á vinnustöðum s.l. tuttugu ár. Þekktust er bókin Bullying and Harassment at the Workplace, en sú bók var gefin út í þriðja sinn árið 2020. Ståle stýrir hópi fagfólks sem rannsakar einelti á vinnustöðum við Bergen háskóla. Hann er einnig stofnfélagi International Association on Workplace Bullying and Harassment. Með Ståle koma hans nánustu samstarfsfélagar í rannsóknum og námskeiðshaldi, Karin Einarsen sem einnig er fræðimaður á þessi sviði í Bergen og Helge Hohe prófessor emeritus við háskólann í Manchester. Má segja að þessi hópur sé fremstur á Vesturlöndum í rannsóknum og kennslu í fræðunum. Þau hafa haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra víðsvegar um lönd fyrir mannauðsfólk og úttektaraðila um sína nálgun. Starfsfólk Lífs og sálar hélt vinnustofu ásamt þessum frábæru fræðimönnum í vor ásamt góðum hópi mannauðsfólks og nú er komið að því að leyfa fleirum að njóta og fræðast um nýjustu rannsóknir og vinnubrögð í þessum málum. Það er mikilvægt að vandað sé til verka komi upp grunur eða kvartanir um einelti og áreitni. Með vönduðum vinnubrögðum má tryggja að málin séu sett í farveg þar sem gætt er hlutleysis og fagmennsku í nálgun og úrvinnslu. Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun