Vitni að dýraháska hafi tilkynningar- og hjálparskyldu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. ágúst 2023 11:04 Fimm kindur hafa rekið á fjöru í Vatnsfirði. Samsett. Facebook/Reykhólahreppur Héraðsdýralæknir hjá Matvælastofnun segir að fólk hafi tilkynningar- og hjálparskyldu þegar það sér dýr í háska. Tilkynning hefur borist um kindadauðann í Vatnsfirði. „Þetta er hlutur sem getur gerst. Það eru sumar kindur sem skila sér ekki af fjalli að hausti. Það getur verið að þær hafi farið í sjóinn eða fallið fyrir björg eða lenda í skurðum,“ segir Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir í norðvesturumdæmi. Eins og Vísir greindi frá í vikunni hefur Sveinn Viðarsson á Hvammi í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum séð fimm dauðar kindur reka á land á einni viku. En þær fara langt út á sker í fjöru en lenda í sjálfheldu þegar flæðir að. Eigandinn er Jóhann Pétur Ágústsson á Brjánslæk. Lausaganga víða við strandlengjuna Daníel segir að ef kindur fara ítrekað í sjóinn á einhverjum stað er farið í að athuga landfræðilegar aðstæður. Matvælastofnun hafi ekki borist næg gögn til að fara í neinar slíkar athuganir á þessum stað. „Okkur er ekki kunnugt um að þetta sé viðvarandi vandamál þarna,“ segir Daníel og að víða sé aukin hætta á þessu. „Lausaganga sauðfjár á sér stað með fram stórum hluta strandlengjunnar og svona aðstæður eru mjög víða. Svo sem hjá fé sem er í fjörubeit eða í eyjum. Það kemur fyrir að þær festast á blindskeri og eru ekkert voða glúrnar að koma sér frá því ef það flæðir að þeim.“ Það sama gildir um annað búfé, svo sem nautgripi eða hross, og jafn vel fólk. „Það er einhver hætta fólgin í þessu fyrir alla, þegar aðstæður eru svona,“ segir hann. Skylt að tilkynna eða hjálpa Matvælastofnun barst tilkynning frá óviðkomandi aðila vegna færslu á Facebook þar sem þetta mál hefur verið til umræðu. Daníel ítrekar að vitni hafa tilkynningarskyldu að gera eiganda eða bónda viðvart um dýr í háska. Ef ekki sé vitað hver eigi dýrið þá eigi að tilkynna það lögreglu. Daníel segir einnig að fólk hafi björgunarskyldu þegar dýr séu í háska en þurfi ekki að setja sig í hættu þó. „Ef þetta hefði verið hnédjúpt og maður með fulla heilsu hefði honum borið skylda til að hjálpa,“ segir Daníel um kindur sem lenda í hrakningum sem þessum. Línan sé þó ekki svarthvít. Vesturbyggð Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
„Þetta er hlutur sem getur gerst. Það eru sumar kindur sem skila sér ekki af fjalli að hausti. Það getur verið að þær hafi farið í sjóinn eða fallið fyrir björg eða lenda í skurðum,“ segir Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir í norðvesturumdæmi. Eins og Vísir greindi frá í vikunni hefur Sveinn Viðarsson á Hvammi í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum séð fimm dauðar kindur reka á land á einni viku. En þær fara langt út á sker í fjöru en lenda í sjálfheldu þegar flæðir að. Eigandinn er Jóhann Pétur Ágústsson á Brjánslæk. Lausaganga víða við strandlengjuna Daníel segir að ef kindur fara ítrekað í sjóinn á einhverjum stað er farið í að athuga landfræðilegar aðstæður. Matvælastofnun hafi ekki borist næg gögn til að fara í neinar slíkar athuganir á þessum stað. „Okkur er ekki kunnugt um að þetta sé viðvarandi vandamál þarna,“ segir Daníel og að víða sé aukin hætta á þessu. „Lausaganga sauðfjár á sér stað með fram stórum hluta strandlengjunnar og svona aðstæður eru mjög víða. Svo sem hjá fé sem er í fjörubeit eða í eyjum. Það kemur fyrir að þær festast á blindskeri og eru ekkert voða glúrnar að koma sér frá því ef það flæðir að þeim.“ Það sama gildir um annað búfé, svo sem nautgripi eða hross, og jafn vel fólk. „Það er einhver hætta fólgin í þessu fyrir alla, þegar aðstæður eru svona,“ segir hann. Skylt að tilkynna eða hjálpa Matvælastofnun barst tilkynning frá óviðkomandi aðila vegna færslu á Facebook þar sem þetta mál hefur verið til umræðu. Daníel ítrekar að vitni hafa tilkynningarskyldu að gera eiganda eða bónda viðvart um dýr í háska. Ef ekki sé vitað hver eigi dýrið þá eigi að tilkynna það lögreglu. Daníel segir einnig að fólk hafi björgunarskyldu þegar dýr séu í háska en þurfi ekki að setja sig í hættu þó. „Ef þetta hefði verið hnédjúpt og maður með fulla heilsu hefði honum borið skylda til að hjálpa,“ segir Daníel um kindur sem lenda í hrakningum sem þessum. Línan sé þó ekki svarthvít.
Vesturbyggð Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira