Pólitískt meðvitundarleysi ríkisstjórnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 30. ágúst 2023 07:30 Í sumar hefur lítið heyrst frá ríkisstjórninni annað en hávær rifrildi innan úr stjórnarráðinu. Á sama tíma glímir almenningur við raunverulegan vanda. Vaxtahækkanir og verðbólga rýra ráðstöfunartekjur og óvissan um framhaldið er mikil. Sundruð ríkisstjórn virðist ekki geta starfað eftir skýrri stefnu í þágu almennings og ræðir það aðallega núna að leggja fram vantrauststillögu á sig sjálfa. Á meðan bíða mikilvæg verkefni næstu ríkisstjórnar. Ríkisstjórnar með pólitíska meðvitund og skýra sýn. Eitt loforð Þegar seinna kjörtímabil núverandi ríkisstjórnar hófst var loforð hennar í grunninn aðeins eitt: að ætla að starfa saman í 4 ár í viðbót. Skilaboðin til almennings voru þau að aðrar ríkisstjórnir hefðu skilað fólkinu í landinu hárri verðbólgu og háum vöxtum. Nú er kjörtímabilið hálfnað og stýrivextir hafa tólf-faldast. Þrátt fyrir það má búast við því að stjórnin tóri áfram í tvö ár, pólitískt meðvitundarlaus en ástandið sagt stöðugt. Ríkisstjórnin er stefnulaus í efnahagsmálum jafnt sem velferðarmálum. Hún er sundruð í löggæslumálum og húsnæðismálum, útlendingamálum sem orkumálum. Raunar í flestum þeim málum sem snerta venjulegt fólk í landinu. Millistéttin sem gleymdist Hvert sem maður kemur er fólk með hugann við efnahagsmálin. Tugþúsundir Íslendinga glíma við hærri afborganir og ungt fólk horfir fram á eignatilfærslu milli kynslóða vegna stöðunnar á fasteignamarkaði. Fyrstu kaupendur og millistéttin eiga ekkert skjól hjá ríkisstjórn í landi þar sem nafnvextir á húsnæðislánum eru 10,5%, margfalt á við vaxtastigið í öðrum löndum. Afborganir af húsnæðislánum hafa hækkað mikið og enn aðrir sjá hvernig höfuðstóll húsnæðislána hækkar þrátt fyrir að borgað sé af láninu mánaðarlega. Vaxtahækkanir bitna hart á ungu fólki og barnafjölskyldum með millitekjur og efri- millitekjur. Ríkisstjórnin hefur hins vegar eingöngu viljað beita húsnæðis-, vaxta- og barnabótum til að verja láglaunahópa meðan höggin dynja á millistéttinni. Þeim sömu og fjármagnað hafa aukinn jöfnuð um langt skeið. Og ekki lítur út fyrir að birta muni til í bráð. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem var hér á landi fyrr á árinu metur stöðuna sem svo að tímabil hárra vaxta verði langt og erfitt. Í því sambandi verður að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Vextir voru þá sögulega lágir. Þegar stýrivextir fóru að hækka var rúmur fjórðungur lántakenda með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Í ár munu svo 4.500 heimili bætast í þennan hóp og verða þá ekki lengur í skjóli þess að hafa fest vexti. Ruglingur fjármálaráðherra Þegar fjármálaráðherra kynnti fjárlög fyrir árið 2023 og fjármálaáætlun fyrir 2024-2028 þá spurðum við í Viðreisn hann að því hvort hann teldi þessar áætlanir myndu hafa jákvæð áhrif á vaxtastigið í landinu. Nú þegar dómurinn liggur fyrir hefur fjármálaráðherra komist að þeirri niðurstöðu að það sé bara ekki í hans verkahring að berjast gegn verðbólgu. Þrátt fyrir að skýrt sé talað um það í lögum um opinber fjármál að ríkisstjórninni beri að hafa stöðugleika að leiðarljósi. Eitthvað hefur það farið fram hjá ríkisstjórn sem beinlínis hefur að markmiði að boða samfelldan hallarekstur í tæpan áratug. Trúverðugar aðgerðir Nú þarf pólitíkin að sýna forystu og bregðast við þessu verðbólgu ástandi með trúverðugum aðgerðum. Það gerði Viðreisn einmitt við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2023. Þá lögðum við fram tillögur til að verja millistéttina gegnum vaxtabóta- og húsnæðisbótakerfið sem og með greiðslum barnabóta. Við lögðum ein flokka fram hagræðingartillögur sem beindust að því að fara betur með fjármuni hjá hinu opinbera og að skuldir ríkisins yrðu greiddar niður á árinu. Við lögðum sömuleiðis til tekjuöflun fyrir ríkið með hækkun veiðigjalda og kolefnisskatta. Allar okkar tillögur spegluðu þá hugmyndafræði Viðreisnar að sýna verði ábyrgð í efnahagsmálum og fara vel með skattfé almennings, á sama tíma og leitað er leiða til að verja og styðja velferðarkerfin með bættri forgangsröðun. Um það snýst ábyrg hagstjórn, að fara vel með fjármuni ríkisins og sýna hófsemi í skattlagningu fólksins í landinu. Þannig er hægt að reka skynsamari velferðarstefnu en við upplifum í dag og forgangsraða í þágu almannahagsmuna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í sumar hefur lítið heyrst frá ríkisstjórninni annað en hávær rifrildi innan úr stjórnarráðinu. Á sama tíma glímir almenningur við raunverulegan vanda. Vaxtahækkanir og verðbólga rýra ráðstöfunartekjur og óvissan um framhaldið er mikil. Sundruð ríkisstjórn virðist ekki geta starfað eftir skýrri stefnu í þágu almennings og ræðir það aðallega núna að leggja fram vantrauststillögu á sig sjálfa. Á meðan bíða mikilvæg verkefni næstu ríkisstjórnar. Ríkisstjórnar með pólitíska meðvitund og skýra sýn. Eitt loforð Þegar seinna kjörtímabil núverandi ríkisstjórnar hófst var loforð hennar í grunninn aðeins eitt: að ætla að starfa saman í 4 ár í viðbót. Skilaboðin til almennings voru þau að aðrar ríkisstjórnir hefðu skilað fólkinu í landinu hárri verðbólgu og háum vöxtum. Nú er kjörtímabilið hálfnað og stýrivextir hafa tólf-faldast. Þrátt fyrir það má búast við því að stjórnin tóri áfram í tvö ár, pólitískt meðvitundarlaus en ástandið sagt stöðugt. Ríkisstjórnin er stefnulaus í efnahagsmálum jafnt sem velferðarmálum. Hún er sundruð í löggæslumálum og húsnæðismálum, útlendingamálum sem orkumálum. Raunar í flestum þeim málum sem snerta venjulegt fólk í landinu. Millistéttin sem gleymdist Hvert sem maður kemur er fólk með hugann við efnahagsmálin. Tugþúsundir Íslendinga glíma við hærri afborganir og ungt fólk horfir fram á eignatilfærslu milli kynslóða vegna stöðunnar á fasteignamarkaði. Fyrstu kaupendur og millistéttin eiga ekkert skjól hjá ríkisstjórn í landi þar sem nafnvextir á húsnæðislánum eru 10,5%, margfalt á við vaxtastigið í öðrum löndum. Afborganir af húsnæðislánum hafa hækkað mikið og enn aðrir sjá hvernig höfuðstóll húsnæðislána hækkar þrátt fyrir að borgað sé af láninu mánaðarlega. Vaxtahækkanir bitna hart á ungu fólki og barnafjölskyldum með millitekjur og efri- millitekjur. Ríkisstjórnin hefur hins vegar eingöngu viljað beita húsnæðis-, vaxta- og barnabótum til að verja láglaunahópa meðan höggin dynja á millistéttinni. Þeim sömu og fjármagnað hafa aukinn jöfnuð um langt skeið. Og ekki lítur út fyrir að birta muni til í bráð. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem var hér á landi fyrr á árinu metur stöðuna sem svo að tímabil hárra vaxta verði langt og erfitt. Í því sambandi verður að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Vextir voru þá sögulega lágir. Þegar stýrivextir fóru að hækka var rúmur fjórðungur lántakenda með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Í ár munu svo 4.500 heimili bætast í þennan hóp og verða þá ekki lengur í skjóli þess að hafa fest vexti. Ruglingur fjármálaráðherra Þegar fjármálaráðherra kynnti fjárlög fyrir árið 2023 og fjármálaáætlun fyrir 2024-2028 þá spurðum við í Viðreisn hann að því hvort hann teldi þessar áætlanir myndu hafa jákvæð áhrif á vaxtastigið í landinu. Nú þegar dómurinn liggur fyrir hefur fjármálaráðherra komist að þeirri niðurstöðu að það sé bara ekki í hans verkahring að berjast gegn verðbólgu. Þrátt fyrir að skýrt sé talað um það í lögum um opinber fjármál að ríkisstjórninni beri að hafa stöðugleika að leiðarljósi. Eitthvað hefur það farið fram hjá ríkisstjórn sem beinlínis hefur að markmiði að boða samfelldan hallarekstur í tæpan áratug. Trúverðugar aðgerðir Nú þarf pólitíkin að sýna forystu og bregðast við þessu verðbólgu ástandi með trúverðugum aðgerðum. Það gerði Viðreisn einmitt við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2023. Þá lögðum við fram tillögur til að verja millistéttina gegnum vaxtabóta- og húsnæðisbótakerfið sem og með greiðslum barnabóta. Við lögðum ein flokka fram hagræðingartillögur sem beindust að því að fara betur með fjármuni hjá hinu opinbera og að skuldir ríkisins yrðu greiddar niður á árinu. Við lögðum sömuleiðis til tekjuöflun fyrir ríkið með hækkun veiðigjalda og kolefnisskatta. Allar okkar tillögur spegluðu þá hugmyndafræði Viðreisnar að sýna verði ábyrgð í efnahagsmálum og fara vel með skattfé almennings, á sama tíma og leitað er leiða til að verja og styðja velferðarkerfin með bættri forgangsröðun. Um það snýst ábyrg hagstjórn, að fara vel með fjármuni ríkisins og sýna hófsemi í skattlagningu fólksins í landinu. Þannig er hægt að reka skynsamari velferðarstefnu en við upplifum í dag og forgangsraða í þágu almannahagsmuna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar