Pólitískt meðvitundarleysi ríkisstjórnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 30. ágúst 2023 07:30 Í sumar hefur lítið heyrst frá ríkisstjórninni annað en hávær rifrildi innan úr stjórnarráðinu. Á sama tíma glímir almenningur við raunverulegan vanda. Vaxtahækkanir og verðbólga rýra ráðstöfunartekjur og óvissan um framhaldið er mikil. Sundruð ríkisstjórn virðist ekki geta starfað eftir skýrri stefnu í þágu almennings og ræðir það aðallega núna að leggja fram vantrauststillögu á sig sjálfa. Á meðan bíða mikilvæg verkefni næstu ríkisstjórnar. Ríkisstjórnar með pólitíska meðvitund og skýra sýn. Eitt loforð Þegar seinna kjörtímabil núverandi ríkisstjórnar hófst var loforð hennar í grunninn aðeins eitt: að ætla að starfa saman í 4 ár í viðbót. Skilaboðin til almennings voru þau að aðrar ríkisstjórnir hefðu skilað fólkinu í landinu hárri verðbólgu og háum vöxtum. Nú er kjörtímabilið hálfnað og stýrivextir hafa tólf-faldast. Þrátt fyrir það má búast við því að stjórnin tóri áfram í tvö ár, pólitískt meðvitundarlaus en ástandið sagt stöðugt. Ríkisstjórnin er stefnulaus í efnahagsmálum jafnt sem velferðarmálum. Hún er sundruð í löggæslumálum og húsnæðismálum, útlendingamálum sem orkumálum. Raunar í flestum þeim málum sem snerta venjulegt fólk í landinu. Millistéttin sem gleymdist Hvert sem maður kemur er fólk með hugann við efnahagsmálin. Tugþúsundir Íslendinga glíma við hærri afborganir og ungt fólk horfir fram á eignatilfærslu milli kynslóða vegna stöðunnar á fasteignamarkaði. Fyrstu kaupendur og millistéttin eiga ekkert skjól hjá ríkisstjórn í landi þar sem nafnvextir á húsnæðislánum eru 10,5%, margfalt á við vaxtastigið í öðrum löndum. Afborganir af húsnæðislánum hafa hækkað mikið og enn aðrir sjá hvernig höfuðstóll húsnæðislána hækkar þrátt fyrir að borgað sé af láninu mánaðarlega. Vaxtahækkanir bitna hart á ungu fólki og barnafjölskyldum með millitekjur og efri- millitekjur. Ríkisstjórnin hefur hins vegar eingöngu viljað beita húsnæðis-, vaxta- og barnabótum til að verja láglaunahópa meðan höggin dynja á millistéttinni. Þeim sömu og fjármagnað hafa aukinn jöfnuð um langt skeið. Og ekki lítur út fyrir að birta muni til í bráð. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem var hér á landi fyrr á árinu metur stöðuna sem svo að tímabil hárra vaxta verði langt og erfitt. Í því sambandi verður að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Vextir voru þá sögulega lágir. Þegar stýrivextir fóru að hækka var rúmur fjórðungur lántakenda með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Í ár munu svo 4.500 heimili bætast í þennan hóp og verða þá ekki lengur í skjóli þess að hafa fest vexti. Ruglingur fjármálaráðherra Þegar fjármálaráðherra kynnti fjárlög fyrir árið 2023 og fjármálaáætlun fyrir 2024-2028 þá spurðum við í Viðreisn hann að því hvort hann teldi þessar áætlanir myndu hafa jákvæð áhrif á vaxtastigið í landinu. Nú þegar dómurinn liggur fyrir hefur fjármálaráðherra komist að þeirri niðurstöðu að það sé bara ekki í hans verkahring að berjast gegn verðbólgu. Þrátt fyrir að skýrt sé talað um það í lögum um opinber fjármál að ríkisstjórninni beri að hafa stöðugleika að leiðarljósi. Eitthvað hefur það farið fram hjá ríkisstjórn sem beinlínis hefur að markmiði að boða samfelldan hallarekstur í tæpan áratug. Trúverðugar aðgerðir Nú þarf pólitíkin að sýna forystu og bregðast við þessu verðbólgu ástandi með trúverðugum aðgerðum. Það gerði Viðreisn einmitt við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2023. Þá lögðum við fram tillögur til að verja millistéttina gegnum vaxtabóta- og húsnæðisbótakerfið sem og með greiðslum barnabóta. Við lögðum ein flokka fram hagræðingartillögur sem beindust að því að fara betur með fjármuni hjá hinu opinbera og að skuldir ríkisins yrðu greiddar niður á árinu. Við lögðum sömuleiðis til tekjuöflun fyrir ríkið með hækkun veiðigjalda og kolefnisskatta. Allar okkar tillögur spegluðu þá hugmyndafræði Viðreisnar að sýna verði ábyrgð í efnahagsmálum og fara vel með skattfé almennings, á sama tíma og leitað er leiða til að verja og styðja velferðarkerfin með bættri forgangsröðun. Um það snýst ábyrg hagstjórn, að fara vel með fjármuni ríkisins og sýna hófsemi í skattlagningu fólksins í landinu. Þannig er hægt að reka skynsamari velferðarstefnu en við upplifum í dag og forgangsraða í þágu almannahagsmuna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í sumar hefur lítið heyrst frá ríkisstjórninni annað en hávær rifrildi innan úr stjórnarráðinu. Á sama tíma glímir almenningur við raunverulegan vanda. Vaxtahækkanir og verðbólga rýra ráðstöfunartekjur og óvissan um framhaldið er mikil. Sundruð ríkisstjórn virðist ekki geta starfað eftir skýrri stefnu í þágu almennings og ræðir það aðallega núna að leggja fram vantrauststillögu á sig sjálfa. Á meðan bíða mikilvæg verkefni næstu ríkisstjórnar. Ríkisstjórnar með pólitíska meðvitund og skýra sýn. Eitt loforð Þegar seinna kjörtímabil núverandi ríkisstjórnar hófst var loforð hennar í grunninn aðeins eitt: að ætla að starfa saman í 4 ár í viðbót. Skilaboðin til almennings voru þau að aðrar ríkisstjórnir hefðu skilað fólkinu í landinu hárri verðbólgu og háum vöxtum. Nú er kjörtímabilið hálfnað og stýrivextir hafa tólf-faldast. Þrátt fyrir það má búast við því að stjórnin tóri áfram í tvö ár, pólitískt meðvitundarlaus en ástandið sagt stöðugt. Ríkisstjórnin er stefnulaus í efnahagsmálum jafnt sem velferðarmálum. Hún er sundruð í löggæslumálum og húsnæðismálum, útlendingamálum sem orkumálum. Raunar í flestum þeim málum sem snerta venjulegt fólk í landinu. Millistéttin sem gleymdist Hvert sem maður kemur er fólk með hugann við efnahagsmálin. Tugþúsundir Íslendinga glíma við hærri afborganir og ungt fólk horfir fram á eignatilfærslu milli kynslóða vegna stöðunnar á fasteignamarkaði. Fyrstu kaupendur og millistéttin eiga ekkert skjól hjá ríkisstjórn í landi þar sem nafnvextir á húsnæðislánum eru 10,5%, margfalt á við vaxtastigið í öðrum löndum. Afborganir af húsnæðislánum hafa hækkað mikið og enn aðrir sjá hvernig höfuðstóll húsnæðislána hækkar þrátt fyrir að borgað sé af láninu mánaðarlega. Vaxtahækkanir bitna hart á ungu fólki og barnafjölskyldum með millitekjur og efri- millitekjur. Ríkisstjórnin hefur hins vegar eingöngu viljað beita húsnæðis-, vaxta- og barnabótum til að verja láglaunahópa meðan höggin dynja á millistéttinni. Þeim sömu og fjármagnað hafa aukinn jöfnuð um langt skeið. Og ekki lítur út fyrir að birta muni til í bráð. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem var hér á landi fyrr á árinu metur stöðuna sem svo að tímabil hárra vaxta verði langt og erfitt. Í því sambandi verður að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Vextir voru þá sögulega lágir. Þegar stýrivextir fóru að hækka var rúmur fjórðungur lántakenda með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Í ár munu svo 4.500 heimili bætast í þennan hóp og verða þá ekki lengur í skjóli þess að hafa fest vexti. Ruglingur fjármálaráðherra Þegar fjármálaráðherra kynnti fjárlög fyrir árið 2023 og fjármálaáætlun fyrir 2024-2028 þá spurðum við í Viðreisn hann að því hvort hann teldi þessar áætlanir myndu hafa jákvæð áhrif á vaxtastigið í landinu. Nú þegar dómurinn liggur fyrir hefur fjármálaráðherra komist að þeirri niðurstöðu að það sé bara ekki í hans verkahring að berjast gegn verðbólgu. Þrátt fyrir að skýrt sé talað um það í lögum um opinber fjármál að ríkisstjórninni beri að hafa stöðugleika að leiðarljósi. Eitthvað hefur það farið fram hjá ríkisstjórn sem beinlínis hefur að markmiði að boða samfelldan hallarekstur í tæpan áratug. Trúverðugar aðgerðir Nú þarf pólitíkin að sýna forystu og bregðast við þessu verðbólgu ástandi með trúverðugum aðgerðum. Það gerði Viðreisn einmitt við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2023. Þá lögðum við fram tillögur til að verja millistéttina gegnum vaxtabóta- og húsnæðisbótakerfið sem og með greiðslum barnabóta. Við lögðum ein flokka fram hagræðingartillögur sem beindust að því að fara betur með fjármuni hjá hinu opinbera og að skuldir ríkisins yrðu greiddar niður á árinu. Við lögðum sömuleiðis til tekjuöflun fyrir ríkið með hækkun veiðigjalda og kolefnisskatta. Allar okkar tillögur spegluðu þá hugmyndafræði Viðreisnar að sýna verði ábyrgð í efnahagsmálum og fara vel með skattfé almennings, á sama tíma og leitað er leiða til að verja og styðja velferðarkerfin með bættri forgangsröðun. Um það snýst ábyrg hagstjórn, að fara vel með fjármuni ríkisins og sýna hófsemi í skattlagningu fólksins í landinu. Þannig er hægt að reka skynsamari velferðarstefnu en við upplifum í dag og forgangsraða í þágu almannahagsmuna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar