„Það er okkar einlægi vilji að gera betur“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 29. ágúst 2023 21:01 Snorri Einarsson, yfirlæknir á Livio, harmar gagnrýni á fyrirtækið. Vísir/Einar Yfirlæknir Livio segir reynslusögur kvenna af slæmri þjónustu fyrirtækisins teknar alvarlega og að þær verði notaðar sem hvati til að gera betur. Meðferðirnar séu krefjandi og oftar en ekki þurfi að endurtaka þær. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldið opnaði íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir sig um erfitt ferli að verða ólétt en hún fékk aðstoð frá fyrirtækinu Livio Reykjavík og eftir nokkrar tilraunir gekk það loks upp. Svava gagnrýndi þjónustu Livio og sagði viðhorfið með ólíkindum, þjónusta og framkoma starfsfólksins væri slæm og að mikil þörf væri á samkeppni. Svava greindi meðal annars frá því þegar hún fór í eggheimtu og í kjölfarið hafi hún átt að fara í uppsetningu. „Þau hafa samband við mig og segja mér að það sé uppsetning á fimmtudegi en ekki laugardegi. Ég bara svara að það sé ekkert mál. Svo hafa þau samband og segja að uppsetningin verði ekki á fimmtudeginum því þau þurfi að hafa eggin aðeins lengur hjá sér. Þá á að gera þetta á laugardeginum,“ segir Svava. Í kjölfarið hafi hún fengið skilaboð um að hún ætti að mæta korter í eitt sem var seinna en áður hafði verið sagt við hana. „Ég ákvað því að hringja og athuga hvort þetta væri einhvern misskilningur, ég ætlaði ekki að fara mæta of seint í mikilvægustu stund lífs míns. Þá svarar ritari í símann og segir mér að ég sé nú yfirleitt ekki bókuð hjá þeim á morgun. Hún segir við mig, ég sé að eggin þín eru ekki í lagi svo það er enginn uppsetning. Heimurinn bara hrundi. Ég er á bílastæði einhvers staðar og byrja bara að hágráta,“ segir Svava meðal annars í innslaginu. Hún hafi þó ekki fengið nein svör eða upplýsingar. Fleiri konur deildu upplifun sinni af þjónustu Livio við fréttastofu í dag en þær höfðu svipaða sögu að segja og gagnrýna þjónustuna. Snorri Einarsson, yfirlæknir Livio, segir upplifun kvennanna teknar alvarlega en að hann geti ekki tjáð sig um persónuleg mál. Þá hafi Livio nú þegar tekið á ýmsum hlutum sem komu fram í innslaginu í gær. Vilja gera betur „Það sem okkur fannst mjög leiðinlegt, er að þarna koma fram ákveðnin samskiptamál sem betur hefðu mátt fara. Auðvitað viljum við að þau séu miklu betri, og við notum svona ábendingar, og viljum nota þær sem hvata til að vinna í þessu,“ segir Snorri. Fólk sem sækir þjónustu sé í erfiðri stöðu og meðferðirnar krefjandi. „Og því miður er það eðli þessara meðferða, ekki bara í okkar höndum, heldur bara þessi tegund læknisfræði, að oftar en ekki þá takast meðferðirnar ekki og það þarf að endurtaka það þær. Það felur þá í sér gríðarlega mikil vonbrigði,“ segir Snorri. Það að Livio hafi ekki tekist að láta konum líða betur undir þessum kringumstæðum sé miður. „Og það er okkar einlægi vilji að gera betur.“ Börn og uppeldi Barnalán Heilbrigðismál Frjósemi Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldið opnaði íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir sig um erfitt ferli að verða ólétt en hún fékk aðstoð frá fyrirtækinu Livio Reykjavík og eftir nokkrar tilraunir gekk það loks upp. Svava gagnrýndi þjónustu Livio og sagði viðhorfið með ólíkindum, þjónusta og framkoma starfsfólksins væri slæm og að mikil þörf væri á samkeppni. Svava greindi meðal annars frá því þegar hún fór í eggheimtu og í kjölfarið hafi hún átt að fara í uppsetningu. „Þau hafa samband við mig og segja mér að það sé uppsetning á fimmtudegi en ekki laugardegi. Ég bara svara að það sé ekkert mál. Svo hafa þau samband og segja að uppsetningin verði ekki á fimmtudeginum því þau þurfi að hafa eggin aðeins lengur hjá sér. Þá á að gera þetta á laugardeginum,“ segir Svava. Í kjölfarið hafi hún fengið skilaboð um að hún ætti að mæta korter í eitt sem var seinna en áður hafði verið sagt við hana. „Ég ákvað því að hringja og athuga hvort þetta væri einhvern misskilningur, ég ætlaði ekki að fara mæta of seint í mikilvægustu stund lífs míns. Þá svarar ritari í símann og segir mér að ég sé nú yfirleitt ekki bókuð hjá þeim á morgun. Hún segir við mig, ég sé að eggin þín eru ekki í lagi svo það er enginn uppsetning. Heimurinn bara hrundi. Ég er á bílastæði einhvers staðar og byrja bara að hágráta,“ segir Svava meðal annars í innslaginu. Hún hafi þó ekki fengið nein svör eða upplýsingar. Fleiri konur deildu upplifun sinni af þjónustu Livio við fréttastofu í dag en þær höfðu svipaða sögu að segja og gagnrýna þjónustuna. Snorri Einarsson, yfirlæknir Livio, segir upplifun kvennanna teknar alvarlega en að hann geti ekki tjáð sig um persónuleg mál. Þá hafi Livio nú þegar tekið á ýmsum hlutum sem komu fram í innslaginu í gær. Vilja gera betur „Það sem okkur fannst mjög leiðinlegt, er að þarna koma fram ákveðnin samskiptamál sem betur hefðu mátt fara. Auðvitað viljum við að þau séu miklu betri, og við notum svona ábendingar, og viljum nota þær sem hvata til að vinna í þessu,“ segir Snorri. Fólk sem sækir þjónustu sé í erfiðri stöðu og meðferðirnar krefjandi. „Og því miður er það eðli þessara meðferða, ekki bara í okkar höndum, heldur bara þessi tegund læknisfræði, að oftar en ekki þá takast meðferðirnar ekki og það þarf að endurtaka það þær. Það felur þá í sér gríðarlega mikil vonbrigði,“ segir Snorri. Það að Livio hafi ekki tekist að láta konum líða betur undir þessum kringumstæðum sé miður. „Og það er okkar einlægi vilji að gera betur.“
Börn og uppeldi Barnalán Heilbrigðismál Frjósemi Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira