Rannsókn hætt á meintum brotum Rammstein söngvarans Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. ágúst 2023 15:07 Ásakanir á hendur Till Lindemann hrönnuðust upp í maí. Enginn þeirra sem bar á hann ásakanir vildi tjá sig um málið við embætti saksóknara í Berlín. EPA-EFE/CLEMENS BILAN Rannsókn á meintum kynferðisbrotum Till Lindemann, söngvara þýsku hljómsveitarinnar Rammstein, hefur verið hætt af saksóknara í Þýskalandi. Ástæðan er að ekki fundust nægilega mikil sönnunargögn fyrir hinum meintu brotum og þá vildi enginn stíga fram sem vitni. Greint var frá því í júní síðastliðnum að saksóknari í Berlín hefði opnað rannsókn á hendur Lindemann. Tugir kvenna stigu fram í sumar og sökuðu Lindemann og starfslið hans um kerfisbundna tælingu og byrlun. Breski miðillinn Guardian hefur eftir embætti saksóknara að við rannsókn málsins hefðu engin sönnunargögn fundist. Þá hefði vitnisburður reynst ótrúverðugur auk þess sem meintir brotaþolar sem stigu fram á Reddit hafi ekki viljað vera vitni í málinu hjá embætti saksóknarans. Í maí síðastliðnum steig Shelby Lynn, norður-írskur aðdáandi sveitarinnar, fyrst fram með ásakanir á hendur söngvaranum. Hún sagðist telja að söngvarinn hefði byrlað sér þegar hann bauð henni baksviðs, fyrir tónleika Rammstein í Vilníus, höfuðborg Litáen í maí. Tillman hefði auk þess brugðist reiður við því þegar hún hafi neitað að sofa hjá honum. Í umfjöllun miðilsins er haft eftir saksóknara að ásakanir Shelby hafi þegar á hólminn er komið reynst óskýrar og að í ljós hafi komið að Shelby hafi sjálf ekki orðið vitni að neinu saknæmu. Í kjölfar þess að Shelby steig fram lýstu tugir kvenna svipaðri sögu á Reddit síðu þungarokkshljómsveitarinnar. Virtust lýsingarnar margar vera keimlíkar, eða alveg eins, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Sjálfur hefur Till Lindemann staðfastlega neitað sök og sveitin gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í yfirlýsingunni sagði að sveitin þætti öryggi aðdáenda sinna á tónleikum sveitarinnar vera það sem öllu máli skiptir. Ásökunum væri ekki tekið af léttúð. Málið hefur vakið gríðarlega athygli og meðal annars verið rætt í þýska þinginu, þar sem þingmenn hafa lagt fram fyrirspurnir um hvar málið hafi verið statt hjá saksóknara, sem varðist öllum fréttum þar til nú. Þá hefur bókaútgefandinn KiWi slitið útgáfusamningi sínum við Lindemann vegna málsins, en forlagið hafði um áraraðir gefið út ljóðabækur hans. Þýskaland Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Greint var frá því í júní síðastliðnum að saksóknari í Berlín hefði opnað rannsókn á hendur Lindemann. Tugir kvenna stigu fram í sumar og sökuðu Lindemann og starfslið hans um kerfisbundna tælingu og byrlun. Breski miðillinn Guardian hefur eftir embætti saksóknara að við rannsókn málsins hefðu engin sönnunargögn fundist. Þá hefði vitnisburður reynst ótrúverðugur auk þess sem meintir brotaþolar sem stigu fram á Reddit hafi ekki viljað vera vitni í málinu hjá embætti saksóknarans. Í maí síðastliðnum steig Shelby Lynn, norður-írskur aðdáandi sveitarinnar, fyrst fram með ásakanir á hendur söngvaranum. Hún sagðist telja að söngvarinn hefði byrlað sér þegar hann bauð henni baksviðs, fyrir tónleika Rammstein í Vilníus, höfuðborg Litáen í maí. Tillman hefði auk þess brugðist reiður við því þegar hún hafi neitað að sofa hjá honum. Í umfjöllun miðilsins er haft eftir saksóknara að ásakanir Shelby hafi þegar á hólminn er komið reynst óskýrar og að í ljós hafi komið að Shelby hafi sjálf ekki orðið vitni að neinu saknæmu. Í kjölfar þess að Shelby steig fram lýstu tugir kvenna svipaðri sögu á Reddit síðu þungarokkshljómsveitarinnar. Virtust lýsingarnar margar vera keimlíkar, eða alveg eins, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Sjálfur hefur Till Lindemann staðfastlega neitað sök og sveitin gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í yfirlýsingunni sagði að sveitin þætti öryggi aðdáenda sinna á tónleikum sveitarinnar vera það sem öllu máli skiptir. Ásökunum væri ekki tekið af léttúð. Málið hefur vakið gríðarlega athygli og meðal annars verið rætt í þýska þinginu, þar sem þingmenn hafa lagt fram fyrirspurnir um hvar málið hafi verið statt hjá saksóknara, sem varðist öllum fréttum þar til nú. Þá hefur bókaútgefandinn KiWi slitið útgáfusamningi sínum við Lindemann vegna málsins, en forlagið hafði um áraraðir gefið út ljóðabækur hans.
Þýskaland Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira