Segir orðróm um yfirvofandi skilnað hafa haft miklar afleiðingar Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2023 07:50 Daníel prins og Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar. Daníel heldur upp á fimmtugsafmæli sitt þann 15. september næstkomandi. EPA Daníel prins segir að þrálátur orðrómur um yfirvofandi skilnað hans og Viktoríu, krónprinsessu Svíþjóðar, hafa haft miklar afleiðingar. „Þetta var illgjarnt slúður sem átti ekki við rök að styðjast og við upplifðum á þann veg að hafði miklar afleiðingar,“ segir prinsinn í viðtali við sænska ríkissjónvarpið sem sýnt verður í kvöld í þætti sem gerður er í tilefni af fimmtíu ára afmæli prinsins. Það vakti mikla athygli þegar sænska konungsfjölskyldan sendi frá sér yfirlýsingu í febrúar á síðasta ári þar sem því var hafnað að krónprinsessan og prinsinn hugðust skilja vegna framhjáhalds í sambandinu. Í yfirlýsingunni var tekið fram að þau hafi fundið sig knúin til að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem ákveðnir miðlar hafi dreift slíkum orðrómi um lengri tíma. Daníel prins segir í þættinum að hann sé á því að það hafi verið rétt ákvörðun að bregðast við með því að senda frá sér yfirlýsinguna. „Ég held að það sé ekki nokkur skynsöm manneskja sem trúi þessum orðrómi lengur,“ segir hann í þættinum. Sænskir fjölmiðlar hafa birt brot úr viðtalinu í morgun en þátturinn, „Daníel prins 50 ára“, verður svo sýndur í kvöld þó að hann haldi ekki upp á fimmtugsafmælið fyrr en 15. september næstkomandi. Margareta Thorgren, upplýsingafulltrúi sænsku konungsfjölskyldunnar, sagði í viðtali snemma árs 2022 að sú ákvörðun að svara slíkum orðrómi, sem haldið var á lofti í slúðurmiðlum og á samfélagsmiðlum, væri sannarlega undantekning frá reglunni. Það hafi hins verið ákveðið að bregðast við eftir að hafa átt í samtali við Viktoríu og Daníel og að það hafi verið þeirra ákvörðun að senda frá sér yfirlýsinguna. Hin 46 ára Viktoría og hinn fimmtugi Daníel gengu í hjónaband árið 2010. Þau eiga saman tvö börn, Estelle prinsessu, fædd 2012, og Óskar prins, fæddur 2016. Svíþjóð Kóngafólk Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
„Þetta var illgjarnt slúður sem átti ekki við rök að styðjast og við upplifðum á þann veg að hafði miklar afleiðingar,“ segir prinsinn í viðtali við sænska ríkissjónvarpið sem sýnt verður í kvöld í þætti sem gerður er í tilefni af fimmtíu ára afmæli prinsins. Það vakti mikla athygli þegar sænska konungsfjölskyldan sendi frá sér yfirlýsingu í febrúar á síðasta ári þar sem því var hafnað að krónprinsessan og prinsinn hugðust skilja vegna framhjáhalds í sambandinu. Í yfirlýsingunni var tekið fram að þau hafi fundið sig knúin til að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem ákveðnir miðlar hafi dreift slíkum orðrómi um lengri tíma. Daníel prins segir í þættinum að hann sé á því að það hafi verið rétt ákvörðun að bregðast við með því að senda frá sér yfirlýsinguna. „Ég held að það sé ekki nokkur skynsöm manneskja sem trúi þessum orðrómi lengur,“ segir hann í þættinum. Sænskir fjölmiðlar hafa birt brot úr viðtalinu í morgun en þátturinn, „Daníel prins 50 ára“, verður svo sýndur í kvöld þó að hann haldi ekki upp á fimmtugsafmælið fyrr en 15. september næstkomandi. Margareta Thorgren, upplýsingafulltrúi sænsku konungsfjölskyldunnar, sagði í viðtali snemma árs 2022 að sú ákvörðun að svara slíkum orðrómi, sem haldið var á lofti í slúðurmiðlum og á samfélagsmiðlum, væri sannarlega undantekning frá reglunni. Það hafi hins verið ákveðið að bregðast við eftir að hafa átt í samtali við Viktoríu og Daníel og að það hafi verið þeirra ákvörðun að senda frá sér yfirlýsinguna. Hin 46 ára Viktoría og hinn fimmtugi Daníel gengu í hjónaband árið 2010. Þau eiga saman tvö börn, Estelle prinsessu, fædd 2012, og Óskar prins, fæddur 2016.
Svíþjóð Kóngafólk Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira