Átta sentímetra ormur úr pýtonslöngu fjarlægður úr heila konu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2023 07:15 Ormurinn sem fjarlægður var úr heila konunnar. AP/Canberra Health Services Taugaskurðlækninum Hari Priya Bandi brá heldur betur í brún þegar hún fann átta sentímetra langan hringorm í framheila konu á sjúkrahúsi í Canberra í Ástralíu. Konan var fyrst lögð inn í janúar árið 2021 eftir að hafa þjáðst af kviðverkjum og niðurgangi, hósta, hita og nætursvita. Þegar leið á árið 2022 höfðu gleymska og þunglyndi bæst við einkennin og segulómum sýndi eitthvað óeðlilegt í framheilanum. „Guð minn góður, þú trúir því ekki hvað ég fann í heilanum á þessari konu... og það er lifandi og hreyfir sig,“ sagði taugaskurðlæknirinn við kollega sinn, smitsjúkdómalækninn Sanjaya Senanayake, þegar hún hringdi til að spyrja ráða um næstu skref. Teymi var sett saman til að bera kennsl á orminn og ákveða framhaldsmeðferð konunnar en utanaðkomandi sérfræðingur bar að lokum kennsl á kvikindið, sem reyndist vera hringormur sem hefur hingað til fundist í pýtonslöngum. Þetta er í fyrsta sinn sem sníkjudýrið finnst í manneskju og sérfræðingar segja tilfellið áminningu um þá hættu sem steðjar að manninum vegna sníkjudýra og sjúkdóma úr dýrum. Konan býr nærri vatni þar sem finna má pýtonslöngur og jafnvel þótt hún hafi ekki komist í snertingu við slöngurnar telja sérfræðingar að grös sem hún safnaði til átu hafi verið menguð slöngusaur. Gefa þurfti konunni lyf til að drepa mögulegar lirfur í öðrum líffærum líkamans en fara þurfti að öllu með gát í lyfjagjöfinni, þar sem líkaminn getur brugðist illa við þegar lirfurnar deyja. „Greyið sjúklingurinn, hún var svo hugrökk og dásamleg,“ segir Senanayake. „Þú vilt ekki vera fyrsti sjúklingurinn í heiminum með hringorm úr pýtonslöngu og við tökum hattin ofan fyrir henni. Hún er búin að vera dásamleg.“ Senanayake segir að jafnvel þótt umræddur ormur berist ekki á milli manna sé tilvikið þörf áminning. Bæði vegna þess að um 75 prósent nýrra smitsjúkdóma meðal manna megi rekja til dýra og vegna þess að sumir sjúkdómar af völdum dýrasmita greinist aldrei vegna þess hversu fágætir þeir eru. Vísindi Ástralía Dýr Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnavæðir fjársvik til að refsa bláum ríkjum Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Konan var fyrst lögð inn í janúar árið 2021 eftir að hafa þjáðst af kviðverkjum og niðurgangi, hósta, hita og nætursvita. Þegar leið á árið 2022 höfðu gleymska og þunglyndi bæst við einkennin og segulómum sýndi eitthvað óeðlilegt í framheilanum. „Guð minn góður, þú trúir því ekki hvað ég fann í heilanum á þessari konu... og það er lifandi og hreyfir sig,“ sagði taugaskurðlæknirinn við kollega sinn, smitsjúkdómalækninn Sanjaya Senanayake, þegar hún hringdi til að spyrja ráða um næstu skref. Teymi var sett saman til að bera kennsl á orminn og ákveða framhaldsmeðferð konunnar en utanaðkomandi sérfræðingur bar að lokum kennsl á kvikindið, sem reyndist vera hringormur sem hefur hingað til fundist í pýtonslöngum. Þetta er í fyrsta sinn sem sníkjudýrið finnst í manneskju og sérfræðingar segja tilfellið áminningu um þá hættu sem steðjar að manninum vegna sníkjudýra og sjúkdóma úr dýrum. Konan býr nærri vatni þar sem finna má pýtonslöngur og jafnvel þótt hún hafi ekki komist í snertingu við slöngurnar telja sérfræðingar að grös sem hún safnaði til átu hafi verið menguð slöngusaur. Gefa þurfti konunni lyf til að drepa mögulegar lirfur í öðrum líffærum líkamans en fara þurfti að öllu með gát í lyfjagjöfinni, þar sem líkaminn getur brugðist illa við þegar lirfurnar deyja. „Greyið sjúklingurinn, hún var svo hugrökk og dásamleg,“ segir Senanayake. „Þú vilt ekki vera fyrsti sjúklingurinn í heiminum með hringorm úr pýtonslöngu og við tökum hattin ofan fyrir henni. Hún er búin að vera dásamleg.“ Senanayake segir að jafnvel þótt umræddur ormur berist ekki á milli manna sé tilvikið þörf áminning. Bæði vegna þess að um 75 prósent nýrra smitsjúkdóma meðal manna megi rekja til dýra og vegna þess að sumir sjúkdómar af völdum dýrasmita greinist aldrei vegna þess hversu fágætir þeir eru.
Vísindi Ástralía Dýr Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnavæðir fjársvik til að refsa bláum ríkjum Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira