Átta sentímetra ormur úr pýtonslöngu fjarlægður úr heila konu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2023 07:15 Ormurinn sem fjarlægður var úr heila konunnar. AP/Canberra Health Services Taugaskurðlækninum Hari Priya Bandi brá heldur betur í brún þegar hún fann átta sentímetra langan hringorm í framheila konu á sjúkrahúsi í Canberra í Ástralíu. Konan var fyrst lögð inn í janúar árið 2021 eftir að hafa þjáðst af kviðverkjum og niðurgangi, hósta, hita og nætursvita. Þegar leið á árið 2022 höfðu gleymska og þunglyndi bæst við einkennin og segulómum sýndi eitthvað óeðlilegt í framheilanum. „Guð minn góður, þú trúir því ekki hvað ég fann í heilanum á þessari konu... og það er lifandi og hreyfir sig,“ sagði taugaskurðlæknirinn við kollega sinn, smitsjúkdómalækninn Sanjaya Senanayake, þegar hún hringdi til að spyrja ráða um næstu skref. Teymi var sett saman til að bera kennsl á orminn og ákveða framhaldsmeðferð konunnar en utanaðkomandi sérfræðingur bar að lokum kennsl á kvikindið, sem reyndist vera hringormur sem hefur hingað til fundist í pýtonslöngum. Þetta er í fyrsta sinn sem sníkjudýrið finnst í manneskju og sérfræðingar segja tilfellið áminningu um þá hættu sem steðjar að manninum vegna sníkjudýra og sjúkdóma úr dýrum. Konan býr nærri vatni þar sem finna má pýtonslöngur og jafnvel þótt hún hafi ekki komist í snertingu við slöngurnar telja sérfræðingar að grös sem hún safnaði til átu hafi verið menguð slöngusaur. Gefa þurfti konunni lyf til að drepa mögulegar lirfur í öðrum líffærum líkamans en fara þurfti að öllu með gát í lyfjagjöfinni, þar sem líkaminn getur brugðist illa við þegar lirfurnar deyja. „Greyið sjúklingurinn, hún var svo hugrökk og dásamleg,“ segir Senanayake. „Þú vilt ekki vera fyrsti sjúklingurinn í heiminum með hringorm úr pýtonslöngu og við tökum hattin ofan fyrir henni. Hún er búin að vera dásamleg.“ Senanayake segir að jafnvel þótt umræddur ormur berist ekki á milli manna sé tilvikið þörf áminning. Bæði vegna þess að um 75 prósent nýrra smitsjúkdóma meðal manna megi rekja til dýra og vegna þess að sumir sjúkdómar af völdum dýrasmita greinist aldrei vegna þess hversu fágætir þeir eru. Vísindi Ástralía Dýr Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Konan var fyrst lögð inn í janúar árið 2021 eftir að hafa þjáðst af kviðverkjum og niðurgangi, hósta, hita og nætursvita. Þegar leið á árið 2022 höfðu gleymska og þunglyndi bæst við einkennin og segulómum sýndi eitthvað óeðlilegt í framheilanum. „Guð minn góður, þú trúir því ekki hvað ég fann í heilanum á þessari konu... og það er lifandi og hreyfir sig,“ sagði taugaskurðlæknirinn við kollega sinn, smitsjúkdómalækninn Sanjaya Senanayake, þegar hún hringdi til að spyrja ráða um næstu skref. Teymi var sett saman til að bera kennsl á orminn og ákveða framhaldsmeðferð konunnar en utanaðkomandi sérfræðingur bar að lokum kennsl á kvikindið, sem reyndist vera hringormur sem hefur hingað til fundist í pýtonslöngum. Þetta er í fyrsta sinn sem sníkjudýrið finnst í manneskju og sérfræðingar segja tilfellið áminningu um þá hættu sem steðjar að manninum vegna sníkjudýra og sjúkdóma úr dýrum. Konan býr nærri vatni þar sem finna má pýtonslöngur og jafnvel þótt hún hafi ekki komist í snertingu við slöngurnar telja sérfræðingar að grös sem hún safnaði til átu hafi verið menguð slöngusaur. Gefa þurfti konunni lyf til að drepa mögulegar lirfur í öðrum líffærum líkamans en fara þurfti að öllu með gát í lyfjagjöfinni, þar sem líkaminn getur brugðist illa við þegar lirfurnar deyja. „Greyið sjúklingurinn, hún var svo hugrökk og dásamleg,“ segir Senanayake. „Þú vilt ekki vera fyrsti sjúklingurinn í heiminum með hringorm úr pýtonslöngu og við tökum hattin ofan fyrir henni. Hún er búin að vera dásamleg.“ Senanayake segir að jafnvel þótt umræddur ormur berist ekki á milli manna sé tilvikið þörf áminning. Bæði vegna þess að um 75 prósent nýrra smitsjúkdóma meðal manna megi rekja til dýra og vegna þess að sumir sjúkdómar af völdum dýrasmita greinist aldrei vegna þess hversu fágætir þeir eru.
Vísindi Ástralía Dýr Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira