„Í raun bara óboðlegt hjá okkur“ Sverrir Mar Smárason skrifar 28. ágúst 2023 21:46 Arnþór Ari Atlason var ekki sáttur með hvernig HK missti stigin þrjú úr greipum sér. Vísir/Hulda Margrét HK og ÍBV skildu jöfn í botnbaráttuslag í Bestu deild karla í kvöld eftir mikla dramatík undir lok leiks. HK komst 2-0 yfir en undir lokin jöfnuðu Eyjamenn. Arnþór Ari, miðjumaður HK, var mjög svekktur í leikslok. „Það er erfitt að koma í vitðal eftir þessar lokamínútur. Við erum með unnin leik hérna, 2-0 yfir með korter eftir og 2-1 yfir þegar mínúta er eftir. Í raun bara óboðlegt hjá okkur að geta ekki varist þessu síðasta mómenti í lokin.“ „“Mér fannst þeir ekkert vera að ógna okkur en svo kemur ein fyrirgjöf og þetta er eitthvað sem er óboðlegt. Sérstaklega í ljósi þess að þetta gerðist líka í síðasta leik gegn FH, unnin leikur og fáum á okkur jöfnunarmark á 94. mínútu. Ótrúlega súrt, það eru fyrstu viðbrögð.“ „En í fótbolta þá þarf maður alltaf að fá morgundaginn til þess að horfa á leikinn í heildarmyndinni og halda svo áfram. Við erum ennþá þokkalega langt frá þessum neðstu liðum,“ sagði Arnþór. HK höfðu mikil tök á leiknum lengst af og það voru heimamenn sem sköpuðu færin í leiknum. Markvörður ÍBV, Guy Smit, stóð líklega uppi sem maður leiksins. „Hann (Guy) gerir fáránlega vel allan leikinn, bæði dauðafæri hjá Antoni í fyrri hálfleik og svo frá Örvari í seinni þar sem hann ver með fótunum. Svona er fótbolti. Einstaklingar geta búið til stór móment fyrir liðin sín. Við hefðum getað gert það í lokin en gerðum það ekki,“ sagði Arnþór Ari. HK er sem stendur með 25 stig í 7. sæti deildarinnar og standa ágætlega fyrir úrslitakeppnina sem tekur við eftir næstu umferð. „Ég er bara bjartsýnn sko, nóg eftir af þessu. Við höfum ekki náð okkar markmiðum svo það er bara fulla ferð áfram. Við erum í fínni stöðu og þurfum bara að gera eins og við höfum gert í allt sumar og sýna að við eigum skilið að vera í þessari deild. Við förum í næsta leik gegn Val til þess að vinna þá,“ sagði Arnþór Ari að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
„Það er erfitt að koma í vitðal eftir þessar lokamínútur. Við erum með unnin leik hérna, 2-0 yfir með korter eftir og 2-1 yfir þegar mínúta er eftir. Í raun bara óboðlegt hjá okkur að geta ekki varist þessu síðasta mómenti í lokin.“ „“Mér fannst þeir ekkert vera að ógna okkur en svo kemur ein fyrirgjöf og þetta er eitthvað sem er óboðlegt. Sérstaklega í ljósi þess að þetta gerðist líka í síðasta leik gegn FH, unnin leikur og fáum á okkur jöfnunarmark á 94. mínútu. Ótrúlega súrt, það eru fyrstu viðbrögð.“ „En í fótbolta þá þarf maður alltaf að fá morgundaginn til þess að horfa á leikinn í heildarmyndinni og halda svo áfram. Við erum ennþá þokkalega langt frá þessum neðstu liðum,“ sagði Arnþór. HK höfðu mikil tök á leiknum lengst af og það voru heimamenn sem sköpuðu færin í leiknum. Markvörður ÍBV, Guy Smit, stóð líklega uppi sem maður leiksins. „Hann (Guy) gerir fáránlega vel allan leikinn, bæði dauðafæri hjá Antoni í fyrri hálfleik og svo frá Örvari í seinni þar sem hann ver með fótunum. Svona er fótbolti. Einstaklingar geta búið til stór móment fyrir liðin sín. Við hefðum getað gert það í lokin en gerðum það ekki,“ sagði Arnþór Ari. HK er sem stendur með 25 stig í 7. sæti deildarinnar og standa ágætlega fyrir úrslitakeppnina sem tekur við eftir næstu umferð. „Ég er bara bjartsýnn sko, nóg eftir af þessu. Við höfum ekki náð okkar markmiðum svo það er bara fulla ferð áfram. Við erum í fínni stöðu og þurfum bara að gera eins og við höfum gert í allt sumar og sýna að við eigum skilið að vera í þessari deild. Við förum í næsta leik gegn Val til þess að vinna þá,“ sagði Arnþór Ari að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira