„Harðasta stjórnarandstaðan í landinu er inni í ríkisstjórninni“ Árni Sæberg skrifar 28. ágúst 2023 21:38 Eiríkur Bergmann segir Svandísi í þröngri stöðu. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir matvælaráðherra í mjög þröngri stöðu hvað varðar ákvörðun um hvalveiðar. Frestun á leyfi til hvalveiða rennur út á föstudag. Þá segir hann alvarlega bresti í ríkisstjórnarsamstarfinu komna í ljós. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist í dag telja einsýnt að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju, enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Að óbreyttu hefjast hvalveiðar að nýju á föstudag, nema Svandís ákveði að fresta leyfi til þeirra aftur. Í dag afhenti starfshópur ráðherra skýrslu þar sem segir að hann telji mögulegt að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stórhvölum. Hópurinn leggur ekki mat á hvort að þær úrbætur sem gripið hefur verið til við veiðarnar samræmist löggjöf um velferð dýra. Því er ljóst að að matvælaráðuneytið getur ekki reitt sig alfarið á niðurstöðu hópsins þegar kemur að því að ákveða framhald hvalveiða. Það sem flækir stöðu Svandísar enn frekar eru ályktanir flokksráðs Vinstri grænna annars vegar og flokksráðs Sjálfstæðisflokks hins vegar um hvalveiðar. Flokkarnir á öndverðum meiði Gjáin sem hefur verið milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í hvalveiðimálinu svokallaða birtist glöggt í ályktunum flokksráðsfunda ríkisstjórnarflokkanna um helgina. Vinstri grænir lýstu yfir fullum stuðningi við ákvörðun matvælaráðherra um að banna veiðar á stórhvelum á sínum fundi. Sjálfstæðismenn ályktuðu hins vegar að ráðherrann hefði með fyrirvaralausri frestun hvalveiða hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, ræddi stöðuna á stjórnarheimilinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að Svandís sé í flókinni stöðu enda hafi ákvörðun hennar um að fresta hvalveiðum hafa verið í samræmi við stefnu Vinstri grænna í málaflokknum en í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar að einhverju leyti. Nú sé hún í sömu stöðu og hún var í vor. Flokkarnir hættir að vinna saman Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið í að verða sex ár en áður en hún var mynduð töldu margir óhugsandi að Sjálfstæðismenn og Vinstri græn gætu setið í sömu stjórn. „Auðvitað sjáum við bara að þessi ríkisstjórn nær endanna á milli, allavega í efnahagspólitísku samhengi og öðru hvað varðar stjórnmálin í landinu. Flokkarnir eru á öndverðum meiði,“ segir Eiríkur. Hann segir að það gleymist oft í umræðunni að árið 2017 hafi verið gríðarlegur óróleiki í stjórnmálunum og eftirspurn eftir einhvers konar sátt, einhvers konar ró. Síðan hafi faraldurinn komið og stjórnmálunum verið kippt úr sambandi. Nú á sjötta ári ríkisstjórnarsambandins séu brestir í því að koma í ljós, Sjálfstæðirflokkur og Vinstri græn séu gjörólíkir flokkar og hættir að vinna saman. „Þetta er ekki ríkisstjórn sem sest lengur niður og vinnur að málum, eins og við sjáum nú bara í fréttinni hérna áðan [um hvalveiðar], þá er harðasta stjórnarandstaðan inni í ríkisstjórninni sjálfri að einhverju leyti. Þannig að átökin munu magnast, myndi ég halda.“ Enginn vilji í kosningar en lítið þurfi til að fella stjórninna Eiríkur segist ekki endilega spá stjórnarslitum en þó gæti þurft lítið til þess að til þeirra komi. „Það er enginn þeirra sem augljóslega vill fara í kosningar núna, staða þeirra í könnunum er ekki þannig að það sé einhver ákaflega ákafur til þess. Hins vegar myndi ég halda að það þurfi ekki stór mál að koma fram til að fella ríkisstjórn, sem er orðinn svona plöguð af innri átökum og deilum. Þetta er nú eftir allt mannlegt, gremjan magnast upp og það getur vel verið að þúfan sem velti þessu hlassi á endanum verði nú bara svona agnarlítil og ómerkileg.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Sjá meira
Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist í dag telja einsýnt að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju, enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Að óbreyttu hefjast hvalveiðar að nýju á föstudag, nema Svandís ákveði að fresta leyfi til þeirra aftur. Í dag afhenti starfshópur ráðherra skýrslu þar sem segir að hann telji mögulegt að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stórhvölum. Hópurinn leggur ekki mat á hvort að þær úrbætur sem gripið hefur verið til við veiðarnar samræmist löggjöf um velferð dýra. Því er ljóst að að matvælaráðuneytið getur ekki reitt sig alfarið á niðurstöðu hópsins þegar kemur að því að ákveða framhald hvalveiða. Það sem flækir stöðu Svandísar enn frekar eru ályktanir flokksráðs Vinstri grænna annars vegar og flokksráðs Sjálfstæðisflokks hins vegar um hvalveiðar. Flokkarnir á öndverðum meiði Gjáin sem hefur verið milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í hvalveiðimálinu svokallaða birtist glöggt í ályktunum flokksráðsfunda ríkisstjórnarflokkanna um helgina. Vinstri grænir lýstu yfir fullum stuðningi við ákvörðun matvælaráðherra um að banna veiðar á stórhvelum á sínum fundi. Sjálfstæðismenn ályktuðu hins vegar að ráðherrann hefði með fyrirvaralausri frestun hvalveiða hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, ræddi stöðuna á stjórnarheimilinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að Svandís sé í flókinni stöðu enda hafi ákvörðun hennar um að fresta hvalveiðum hafa verið í samræmi við stefnu Vinstri grænna í málaflokknum en í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar að einhverju leyti. Nú sé hún í sömu stöðu og hún var í vor. Flokkarnir hættir að vinna saman Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið í að verða sex ár en áður en hún var mynduð töldu margir óhugsandi að Sjálfstæðismenn og Vinstri græn gætu setið í sömu stjórn. „Auðvitað sjáum við bara að þessi ríkisstjórn nær endanna á milli, allavega í efnahagspólitísku samhengi og öðru hvað varðar stjórnmálin í landinu. Flokkarnir eru á öndverðum meiði,“ segir Eiríkur. Hann segir að það gleymist oft í umræðunni að árið 2017 hafi verið gríðarlegur óróleiki í stjórnmálunum og eftirspurn eftir einhvers konar sátt, einhvers konar ró. Síðan hafi faraldurinn komið og stjórnmálunum verið kippt úr sambandi. Nú á sjötta ári ríkisstjórnarsambandins séu brestir í því að koma í ljós, Sjálfstæðirflokkur og Vinstri græn séu gjörólíkir flokkar og hættir að vinna saman. „Þetta er ekki ríkisstjórn sem sest lengur niður og vinnur að málum, eins og við sjáum nú bara í fréttinni hérna áðan [um hvalveiðar], þá er harðasta stjórnarandstaðan inni í ríkisstjórninni sjálfri að einhverju leyti. Þannig að átökin munu magnast, myndi ég halda.“ Enginn vilji í kosningar en lítið þurfi til að fella stjórninna Eiríkur segist ekki endilega spá stjórnarslitum en þó gæti þurft lítið til þess að til þeirra komi. „Það er enginn þeirra sem augljóslega vill fara í kosningar núna, staða þeirra í könnunum er ekki þannig að það sé einhver ákaflega ákafur til þess. Hins vegar myndi ég halda að það þurfi ekki stór mál að koma fram til að fella ríkisstjórn, sem er orðinn svona plöguð af innri átökum og deilum. Þetta er nú eftir allt mannlegt, gremjan magnast upp og það getur vel verið að þúfan sem velti þessu hlassi á endanum verði nú bara svona agnarlítil og ómerkileg.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Sjá meira