Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem var sömuleiðis tilkynnt um ölvaðan einstakling sem reyndi að komast inn í fjölbýlishús. Sá var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Að sögn lögreglu var einstaklingurinn nokkuð ölvaður og flæktu tungumálaerfiðleikar samskipti. Á lögreglustöðinni tókst að ræða betur við umræddan sem var látinn laus að því loknu.
Einnig var tilkynnt um nágranna sem var kominn inn í íbúð hjá tilkynnanda. Laganna verðir ræddu við báða aðila og voru allir sáttir að því loknu, að sögn lögreglu.
Þá var tilkynnt um reyk sem barst frá íbúð í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu. Reyndist reykurinn koma úr potti á eldavél og eru engar skemmdir taldar vera á íbúðinni sem var reykræst af slökkviliði.