Poul Kjeldsen, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn, greindi frá þessu á blaðamannafundi fyrir skömmu. Að sögn lögreglu er maðurinn tengdur inn í rokkaragengi (dk. rocker-bande) á svæðinu. Ekstrabladet greindi frá því fyrr í kvöld að rokkari tengdur Hells Angels hafi verið skotinn.
Af þeim voru fimm skotnir hlaut einn lífshættulega áverka en hann ku nú vera við stöðuga líðan, en hinir þrír eru lítillega særðir.
Skotárásin átti sér stað við Stjerneskibet, sögufrægt hús við Pusher-stræti í fríríkinu og var fjöldi lögreglumanna og sjúkrabíla á svæðinu vegna árásarinnar.
Skotmennirnir tveir ófundnir
Lögreglunni í Kaupmannahöfn barst tilkynning um skotárásina klukkan 19:25. Tveir grímuklæddir menn klæddir dökkum fötum vopnaðir byssum höfðu þá hafið skothríð við Stjerneskibet í Pusher-stræti.
Að sögn lögreglu fóru mennirnir tveir á eftir manni í byggingunni, hleyptu af skotum og flúðu síðan af vettvangi á rafhjólum í átt að Langebro. Mennirnir tveir hafa ekki enn fundist.
Tveir aðrir í Kristjaníu voru handteknir eftir árásina og rannsakar lögregla nú hvort þeir tengist skotárásinni. Tilgáta lögreglu er að árásin tengist uppgjöri í undirheimum rokkgengja á svæðinu.