„Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2023 19:11 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í morgun áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í 17 milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir erfitt að segja til um nákvæmar tölur í því samhengi en það geti komið ólíkt niður á einstökum ríkisstofnunum. „Í sumum tilvikum verður hægt að gera það með því að endurráða ekki í störf sem eru að losna. Starfsmannavelta er töluverð í ríkiskerfinu eins og annars staðar í samfélaginu. Góðu fréttirnar eru þær að atvinnustigið á Íslandi er hátt, þeir sem mögulega missa störf sín eru þá að koma út á vinnumarkað þar sem er eftirspurn eftir fólki. En útfærslan á þessu öllu ræðst af samtali milli ráðuneyta og einstakra ríkisstofnana,“ sagði Bjarni. En það er ekki hægt að draga fjöður yfir það, einhversstaðar mun þurfa að hagræða. Hann útilokar ekki að til uppsagna komi í ráðuneytunum. „Það er alveg viðbótar aðhaldskrafa á ráðuneytin. Það getur birst með ýmsum hætti, það kann að birtast með því að það verði ekki ráðið aftur í stöður sem losna. Í einhverjum tilvikum er ekki hægt að útiloka að það verði fækkun.“ Bjarni segir að vörður verði áfram staðinn um framlínustarfsemi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, löggæslu, dómstóla og menntamála. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra.Vísir/Vilhelm Aukin gjöld á skemmtiferðaskip og fiskeldisfyrirtæki Samhliða þessum aðgerðum er gert ráð fyrir tekjuráðstöfunum að svipuðu umfangi. Mestu muni þar um notkunargjöld vegna rafmagns- og tengiltvinnbifreiða, aukna gjaldtöku á ferðaþjónustu, þ.á.m. af skemmtiferðaskipum, og hækkun gjalds á fiskeldisfyrirtæki á árinu 2024. „Skemmtiferðaskiptin og viðbótargjaldtaka af fiskeldinum munu skila nokkrum milljörðum, um þremur til fimm milljörðum,“ segir Bjarni. „Þannig að þetta, ásamt nýju gjaldakerfi fyrir rafmagns og tengiltvinnbifreiðar sem munu nú fara að borga fyrir það að nota vegakerfið, bara til jafns við aðrar bifreiðar, mun skila ríkjunum tekjum á móti þessum aðhaldsráðstöfunum.“ Hlutverk Seðlabankans frekar en ríkisstjórnarinnar að ná tökum á verðbólgunni Bjarni segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid faraldrinum en Ísland. Þá hafi sýnt sig að aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Bjarni segir að vörður verði áfram staðinn um framlínustarfsemi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, löggæslu, dómstóla og menntamála. Vísir/Vilhelm „Það er í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið. Við erum langt á undan áætlun að ná endum saman í ríkisfjármálum, og ég hef trú á að við getum náð tökum á verðbólgunni þó það sé meginhlutverk Seðlabankans að gera það,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Hér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku af blaðamannafundinum í morgun. Rekstur hins opinbera Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir erfitt að segja til um nákvæmar tölur í því samhengi en það geti komið ólíkt niður á einstökum ríkisstofnunum. „Í sumum tilvikum verður hægt að gera það með því að endurráða ekki í störf sem eru að losna. Starfsmannavelta er töluverð í ríkiskerfinu eins og annars staðar í samfélaginu. Góðu fréttirnar eru þær að atvinnustigið á Íslandi er hátt, þeir sem mögulega missa störf sín eru þá að koma út á vinnumarkað þar sem er eftirspurn eftir fólki. En útfærslan á þessu öllu ræðst af samtali milli ráðuneyta og einstakra ríkisstofnana,“ sagði Bjarni. En það er ekki hægt að draga fjöður yfir það, einhversstaðar mun þurfa að hagræða. Hann útilokar ekki að til uppsagna komi í ráðuneytunum. „Það er alveg viðbótar aðhaldskrafa á ráðuneytin. Það getur birst með ýmsum hætti, það kann að birtast með því að það verði ekki ráðið aftur í stöður sem losna. Í einhverjum tilvikum er ekki hægt að útiloka að það verði fækkun.“ Bjarni segir að vörður verði áfram staðinn um framlínustarfsemi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, löggæslu, dómstóla og menntamála. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra.Vísir/Vilhelm Aukin gjöld á skemmtiferðaskip og fiskeldisfyrirtæki Samhliða þessum aðgerðum er gert ráð fyrir tekjuráðstöfunum að svipuðu umfangi. Mestu muni þar um notkunargjöld vegna rafmagns- og tengiltvinnbifreiða, aukna gjaldtöku á ferðaþjónustu, þ.á.m. af skemmtiferðaskipum, og hækkun gjalds á fiskeldisfyrirtæki á árinu 2024. „Skemmtiferðaskiptin og viðbótargjaldtaka af fiskeldinum munu skila nokkrum milljörðum, um þremur til fimm milljörðum,“ segir Bjarni. „Þannig að þetta, ásamt nýju gjaldakerfi fyrir rafmagns og tengiltvinnbifreiðar sem munu nú fara að borga fyrir það að nota vegakerfið, bara til jafns við aðrar bifreiðar, mun skila ríkjunum tekjum á móti þessum aðhaldsráðstöfunum.“ Hlutverk Seðlabankans frekar en ríkisstjórnarinnar að ná tökum á verðbólgunni Bjarni segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid faraldrinum en Ísland. Þá hafi sýnt sig að aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Bjarni segir að vörður verði áfram staðinn um framlínustarfsemi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, löggæslu, dómstóla og menntamála. Vísir/Vilhelm „Það er í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið. Við erum langt á undan áætlun að ná endum saman í ríkisfjármálum, og ég hef trú á að við getum náð tökum á verðbólgunni þó það sé meginhlutverk Seðlabankans að gera það,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Hér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku af blaðamannafundinum í morgun.
Rekstur hins opinbera Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira