Vildi pening frá foreldrum sínum og hótaði ítrekað að drepa þá Árni Sæberg skrifar 25. ágúst 2023 15:19 Lögregla hefur ítrekað haft afskipti af manninum. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. september næstkomandi vegna gruns um að hann hafi framið margvísleg hegningarlagabrot. Flest brotin snúa að meintu ofbeldi og hótunum í garð foreldra hans. Í greinargerð Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem fór fram á gæsluvarðhaldið, segir að lögregla hafi verið kölluð til að heimili foreldra mannsins þann 19. ágúst vegna heimilisofbeldis. Þar hafi maðurinn kvartað undan því við foreldra sína að þeir veittu honum ekki fjárhagslegan stuðning og hafi hann hrint móður sinni á hillu og slegið hana í andlitið. Hafi hann í kjölfarið staðið yfir föður sínum með skæri og hótað að stinga hann og drepa hann. Hann hafi loks farið af vettvangi þegar faðir hans lofaði að leggja inn á hann pening. „Er lögregla leitaði að kærða barst neyðarlínu símtal frá kærða þar sem hann hótaði foreldrum sínum og lögreglu og talaði um fjöldamorð. Var [maðurinn] handtekinn á heimili sínu skömmu síðar. Kom þar í ljós kannabisræktun með 58 plöntum. Kærði gekkst við því í skýrslutöku að hafa ýtt mömmu sinni og að hafa hótað foreldrum sínum og lögreglunni í samtali við neyðarlínuna. Ekki tókst að ljúka skýrslutökuni þar sem kærði hóf að öskra og kýldi í tölvu lögreglu. Kvaðst hann ítrekað ætla að drepa foreldra sína,“ segir í dóminum. Þá hafi maðurinn hrækt í andlit og bæði augu lögreglumanns þegar hann var fluttur á lögreglustöð. Að mati lögreglustjóra sé maðurinn undir rökstuddum grun um brot gegn valdstjórninni, brot í nánu sambandi og hótunarbrot. Sex mál til viðbótar í kerfinu Auk framangreindra mála tveggja er maðurinn með sex opin mál í kerfum lögreglu framin frá 14. apríl síðastliðnum. Þann fjórtanda apríl er maðurinn grunaður um að hafa framið heimilisofbeldi, eignaspjöll og hótanir, með því að hafa farið inn í svefnherbergi foreldra sinna þar sem þeir lágu í rúmi, dregið upp hníf og ógnað þeim með hnífnum og hótað þeim lífláti. Hafi móðir hans farið á salernið og maðurinn sparkað upp hurðinni á salerninu. Þegar maðurinn uppgötvaði að faðir hans hafi hringt á lögreglu hafi hann kastað farsíma í hann með þeim afleiðingum að síminn lenti í gólfi eða vegg og brotnaði. Þann 27. júní er hann grunaður um heimilisofbeldi, hótanir, eignaspjöll og fjársvik, með því að krefja föður sinn um peninga vegna bifreiðaviðskipta og þegar faðir hans neitaði sent honum ítrekaðar líflátshótanir í textaskilaboðum þar sem hann hótaði meðal annars að stinga foreldra sína og kveikja í húsi þeirra. Í kjölfarið farið að heimili foreldra sinna og hótað móður sinni lífláti með þeim afleiðingum að hún flúði heimili sitt. Hafi hann þá byrjað að skemma muni á heimilinu og sent föður sínum skilaboð jafnóðum með myndum af skemmdunum. Hafi hann meðal annars brotið sjónvarp, borð og vegg. Honum var í kjölfarið birt ákvörðun um nálgunarbann gegn foreldrum sínum. Þá er hann grunaður um hafa daginn eftir framið brot gegn nálgunarbanni, heimilisofbeldi og hótanir, með því að hafa komið á heimili foreldra sinna, þrátt fyrir að vera í nálgunarbanni, leitað að hníf og hótað því að stinga menn ef lögreglan kæmi og hótað því að stinga foreldra sína. Talinn líklegur til að brjóta af sér Í niðurstöðum dómara segir að með vísan til framangreinds auk geðmats og fyrri brota séu skilyrði laga um meðferð sakamála um gæsluvarðhald uppfyllt. Líklegt sé að maðurinn brjóti af sér á ný og nauðsynlegt sé að halda honum í gæsluvarðhaldi vegna öryggis fjölskyldu hans og almannahagsmuna. Maðurinn var sem áður segir úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. september næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Í greinargerð Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem fór fram á gæsluvarðhaldið, segir að lögregla hafi verið kölluð til að heimili foreldra mannsins þann 19. ágúst vegna heimilisofbeldis. Þar hafi maðurinn kvartað undan því við foreldra sína að þeir veittu honum ekki fjárhagslegan stuðning og hafi hann hrint móður sinni á hillu og slegið hana í andlitið. Hafi hann í kjölfarið staðið yfir föður sínum með skæri og hótað að stinga hann og drepa hann. Hann hafi loks farið af vettvangi þegar faðir hans lofaði að leggja inn á hann pening. „Er lögregla leitaði að kærða barst neyðarlínu símtal frá kærða þar sem hann hótaði foreldrum sínum og lögreglu og talaði um fjöldamorð. Var [maðurinn] handtekinn á heimili sínu skömmu síðar. Kom þar í ljós kannabisræktun með 58 plöntum. Kærði gekkst við því í skýrslutöku að hafa ýtt mömmu sinni og að hafa hótað foreldrum sínum og lögreglunni í samtali við neyðarlínuna. Ekki tókst að ljúka skýrslutökuni þar sem kærði hóf að öskra og kýldi í tölvu lögreglu. Kvaðst hann ítrekað ætla að drepa foreldra sína,“ segir í dóminum. Þá hafi maðurinn hrækt í andlit og bæði augu lögreglumanns þegar hann var fluttur á lögreglustöð. Að mati lögreglustjóra sé maðurinn undir rökstuddum grun um brot gegn valdstjórninni, brot í nánu sambandi og hótunarbrot. Sex mál til viðbótar í kerfinu Auk framangreindra mála tveggja er maðurinn með sex opin mál í kerfum lögreglu framin frá 14. apríl síðastliðnum. Þann fjórtanda apríl er maðurinn grunaður um að hafa framið heimilisofbeldi, eignaspjöll og hótanir, með því að hafa farið inn í svefnherbergi foreldra sinna þar sem þeir lágu í rúmi, dregið upp hníf og ógnað þeim með hnífnum og hótað þeim lífláti. Hafi móðir hans farið á salernið og maðurinn sparkað upp hurðinni á salerninu. Þegar maðurinn uppgötvaði að faðir hans hafi hringt á lögreglu hafi hann kastað farsíma í hann með þeim afleiðingum að síminn lenti í gólfi eða vegg og brotnaði. Þann 27. júní er hann grunaður um heimilisofbeldi, hótanir, eignaspjöll og fjársvik, með því að krefja föður sinn um peninga vegna bifreiðaviðskipta og þegar faðir hans neitaði sent honum ítrekaðar líflátshótanir í textaskilaboðum þar sem hann hótaði meðal annars að stinga foreldra sína og kveikja í húsi þeirra. Í kjölfarið farið að heimili foreldra sinna og hótað móður sinni lífláti með þeim afleiðingum að hún flúði heimili sitt. Hafi hann þá byrjað að skemma muni á heimilinu og sent föður sínum skilaboð jafnóðum með myndum af skemmdunum. Hafi hann meðal annars brotið sjónvarp, borð og vegg. Honum var í kjölfarið birt ákvörðun um nálgunarbann gegn foreldrum sínum. Þá er hann grunaður um hafa daginn eftir framið brot gegn nálgunarbanni, heimilisofbeldi og hótanir, með því að hafa komið á heimili foreldra sinna, þrátt fyrir að vera í nálgunarbanni, leitað að hníf og hótað því að stinga menn ef lögreglan kæmi og hótað því að stinga foreldra sína. Talinn líklegur til að brjóta af sér Í niðurstöðum dómara segir að með vísan til framangreinds auk geðmats og fyrri brota séu skilyrði laga um meðferð sakamála um gæsluvarðhald uppfyllt. Líklegt sé að maðurinn brjóti af sér á ný og nauðsynlegt sé að halda honum í gæsluvarðhaldi vegna öryggis fjölskyldu hans og almannahagsmuna. Maðurinn var sem áður segir úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. september næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira