Umfjöllun, viðtal og myndir: Víkingur - Breiðablik 5-3 | Toppliðið vann óstundvísa Blika Andri Már Eggertsson skrifar 27. ágúst 2023 21:13 Það var hiti í fyrri hálfleik í leik Víkings og Breiðabliks Vísir/Hulda Margrét Víkingur vann Breiðablik 5-3 í ansi fjörgum leik. Heimamenn komust í 5-1 en gestirnir bitu frá sér og skoruðu síðustu tvö mörkin. Eftir 21. umferð hefur Víkingur safnað átján stigum meira en Breiðablik. Það var ansi skrautleg uppákoma fyrir leik þegar lið Breiðabliks mætti seint. Blikar skiluðu leikskýrslu 35 mínútum fyrir leik og mættu í rútu klárir í leikinn tíu mínútum síðar. Þessi uppákoma fyrir leik virtist hafa þjappað Blikunum saman því þeir byrjuðu leikinn af krafti og settu pressu á Víkinga. Kristófer Ingi Kristinsson fékk gott færi eftir tíu mínútur þegar Dagur Örn Fjeldsted renndi boltanum fyrir markið en Kristófer renndi sér á boltann sem endaði rétt framhjá. Þrátt fyrir kröftuga byrjun Breiðabliks var það topplið Víkings sem braut ísinn. Birnir Snær Ingason átti fyrirgjöf inn í teig sem Nikolaj Hansen skallaði í markið af stuttu færi. Þarna gleymdu varnarmenn Blika sér og voru ekki að dekka Nikolaj. Nikolaj Hansen braut ísinnVísir/Hulda Margrét Víkingum virtist hafa verið létt eftir að hafa komist yfir því heimamenn fengu færi strax í kjölfarið til þess að bæta við öðru marki. Aron Elís Þrándarson fór illa með gott færi þar sem hann skaut yfir. Aron Elís bætti síðan við öðru marki Víkings þegar hann skallaði hornspyrnu Pablo Punyed í markið. Eyþór Wöhler var í byrjunarliði BreiðabliksVísir/Hulda Margrét Ágúst Eðvald Hlynsson minnkaði muninn á 43. mínútu. Andri Rafn átti góða sendingu inn fyrir vörn Víkings á Ágúst sem var einn á móti markmanni hægra megin í teignum og renndi boltanum í hornið þar sem Ingvar átti ekki möguleika á að verja. Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði fyrsta mark BlikaVísir/Hulda Margrét Víkingur var 2-1 yfir í hálfleik. Síðari hálfleikur var ný farinn af stað þegar Danijel Dejan Djuric kom Víkingi í 3-1 með kolólöglegu marki. Erlingur Agnarsson átti sendingu fyrir sem Danijel skallaði niður í gervigrasið og inn. Danijel var hins vegar fyrir innan og réttilega átti flaggið að fara á loft. Danijel Dejan Djuric skoraði þriðja mark VíkingsVísir/Hulda Margrét Matthías Vilhjálmsson bætti síðan við fjórða marki heimamanna á 65. mínútu. Brynjar Atli átti misheppnaða sendingu beint á Aron Elís og þaðan hrökk boltinn í lappirnar á Helga sem gaf á Matthías sem skoraði í autt markið. Breiðablik svaraði fyrir sig með tveimur mörkum með þriggja mínútna millibili. Ásgeir Helgi Orrason skoraði annað mark Blika. Viktor Karl tók aukaspyrnu þar sem hann þrumaði boltanum fyrir markið og eftir darraðardans hrökk boltinn af Gunnari sem bjargaði á línu og þaðan fór boltinn til Ásgeirs sem skoraði af stuttu færi. Víkingur er á toppnum í Bestu deildinniVísir/Hulda Margrét Kristófer Ingi Kristinsson skoraði síðan þremur mínútum síðar. Ásgeir Helgi átti góða sendingu inn á miðju á Kristófer sem átti gott skot langt fyrir utan teig sem Ingvari tókst ekki að verja. Fleiri urðu mörkin ekki og Víkingur vann 5-3. Víkingar fögnuðu sigrinum með sínu fólkiVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Víkingur? Tuttugu mínútna kafli Víkings í seinni hálfleik kláraði leikinn. Heimamenn skoruðu þrjú mörk og komust 5-1 yfir. Hverjir stóðu upp úr? Aron Elís Þrándarson var ásamt öðrum Víkingum afar öflugur í kvöld. Aron skoraði annað mark Víkings og átti stóran þátt í fjórða marki heimamanna þegar hann komst inn í sendingu Brynjars Atla. Helgi Guðjónsson kom inn á sem varamaður og skoraði ansi huggulegt mark þar sem hann vippaði yfir Brynjar Atla. Helgi lagði einnig upp fjórða mark Víkings. Hvað gekk illa? Þriðja mark Víkings átti aldrei að standa þar sem Danijel Dejan Djuric var rangstæður. Þetta mark var ákveðinn vendipunktur þar sem Víkingur fylgdi þessu eftir með tveimur mörkum til viðbótar og komst í 5-1. Hvað gerist næst? Breiðablik mætir Struga í Sambandsdeildinni næsta fimmtudag klukkan 16:45. Næsta sunnudag fer Víkingur í Úlfarsárdal og mætir Fram klukkan 14:00. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik
Víkingur vann Breiðablik 5-3 í ansi fjörgum leik. Heimamenn komust í 5-1 en gestirnir bitu frá sér og skoruðu síðustu tvö mörkin. Eftir 21. umferð hefur Víkingur safnað átján stigum meira en Breiðablik. Það var ansi skrautleg uppákoma fyrir leik þegar lið Breiðabliks mætti seint. Blikar skiluðu leikskýrslu 35 mínútum fyrir leik og mættu í rútu klárir í leikinn tíu mínútum síðar. Þessi uppákoma fyrir leik virtist hafa þjappað Blikunum saman því þeir byrjuðu leikinn af krafti og settu pressu á Víkinga. Kristófer Ingi Kristinsson fékk gott færi eftir tíu mínútur þegar Dagur Örn Fjeldsted renndi boltanum fyrir markið en Kristófer renndi sér á boltann sem endaði rétt framhjá. Þrátt fyrir kröftuga byrjun Breiðabliks var það topplið Víkings sem braut ísinn. Birnir Snær Ingason átti fyrirgjöf inn í teig sem Nikolaj Hansen skallaði í markið af stuttu færi. Þarna gleymdu varnarmenn Blika sér og voru ekki að dekka Nikolaj. Nikolaj Hansen braut ísinnVísir/Hulda Margrét Víkingum virtist hafa verið létt eftir að hafa komist yfir því heimamenn fengu færi strax í kjölfarið til þess að bæta við öðru marki. Aron Elís Þrándarson fór illa með gott færi þar sem hann skaut yfir. Aron Elís bætti síðan við öðru marki Víkings þegar hann skallaði hornspyrnu Pablo Punyed í markið. Eyþór Wöhler var í byrjunarliði BreiðabliksVísir/Hulda Margrét Ágúst Eðvald Hlynsson minnkaði muninn á 43. mínútu. Andri Rafn átti góða sendingu inn fyrir vörn Víkings á Ágúst sem var einn á móti markmanni hægra megin í teignum og renndi boltanum í hornið þar sem Ingvar átti ekki möguleika á að verja. Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði fyrsta mark BlikaVísir/Hulda Margrét Víkingur var 2-1 yfir í hálfleik. Síðari hálfleikur var ný farinn af stað þegar Danijel Dejan Djuric kom Víkingi í 3-1 með kolólöglegu marki. Erlingur Agnarsson átti sendingu fyrir sem Danijel skallaði niður í gervigrasið og inn. Danijel var hins vegar fyrir innan og réttilega átti flaggið að fara á loft. Danijel Dejan Djuric skoraði þriðja mark VíkingsVísir/Hulda Margrét Matthías Vilhjálmsson bætti síðan við fjórða marki heimamanna á 65. mínútu. Brynjar Atli átti misheppnaða sendingu beint á Aron Elís og þaðan hrökk boltinn í lappirnar á Helga sem gaf á Matthías sem skoraði í autt markið. Breiðablik svaraði fyrir sig með tveimur mörkum með þriggja mínútna millibili. Ásgeir Helgi Orrason skoraði annað mark Blika. Viktor Karl tók aukaspyrnu þar sem hann þrumaði boltanum fyrir markið og eftir darraðardans hrökk boltinn af Gunnari sem bjargaði á línu og þaðan fór boltinn til Ásgeirs sem skoraði af stuttu færi. Víkingur er á toppnum í Bestu deildinniVísir/Hulda Margrét Kristófer Ingi Kristinsson skoraði síðan þremur mínútum síðar. Ásgeir Helgi átti góða sendingu inn á miðju á Kristófer sem átti gott skot langt fyrir utan teig sem Ingvari tókst ekki að verja. Fleiri urðu mörkin ekki og Víkingur vann 5-3. Víkingar fögnuðu sigrinum með sínu fólkiVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Víkingur? Tuttugu mínútna kafli Víkings í seinni hálfleik kláraði leikinn. Heimamenn skoruðu þrjú mörk og komust 5-1 yfir. Hverjir stóðu upp úr? Aron Elís Þrándarson var ásamt öðrum Víkingum afar öflugur í kvöld. Aron skoraði annað mark Víkings og átti stóran þátt í fjórða marki heimamanna þegar hann komst inn í sendingu Brynjars Atla. Helgi Guðjónsson kom inn á sem varamaður og skoraði ansi huggulegt mark þar sem hann vippaði yfir Brynjar Atla. Helgi lagði einnig upp fjórða mark Víkings. Hvað gekk illa? Þriðja mark Víkings átti aldrei að standa þar sem Danijel Dejan Djuric var rangstæður. Þetta mark var ákveðinn vendipunktur þar sem Víkingur fylgdi þessu eftir með tveimur mörkum til viðbótar og komst í 5-1. Hvað gerist næst? Breiðablik mætir Struga í Sambandsdeildinni næsta fimmtudag klukkan 16:45. Næsta sunnudag fer Víkingur í Úlfarsárdal og mætir Fram klukkan 14:00.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti