Bannað að tala um peninga Lísbet Sigurðardóttir skrifar 25. ágúst 2023 08:30 Í síðustu viku bárust fregnir af starfshópi skipuðum af mennta- og barnamálaráðherra á sviði barnaverndar. Nokkra athygli vakti að starfshópurinn fékk þau fyrirmæli frá ráðherra að bannað væri að tala um peninga. Hugmyndin var sú að meðlimir starfshópsins gætu ekki rifist um hver ætti að borga hvað heldur ættu þeir aðeins að ræða hvernig mætti leysa þann vanda sem ráðherra fól þeim að fjalla um ef peningar væru ekki breyta. Óþarfi er að nefna að meðlimir starfshópsins þáðu öll þóknun úr ríkissjóði fyrir vinnu sína. Hugmyndin er í grunninn falleg og ómar eins og tónlist í eyrum þeirra sem ganga út frá því að kistur ríkissjóðs séu ótakmörkuð auðlind. Sömu aðilar eru jafnvel tilbúnir að afgreiða opinber útgjöld sem algjört aukaatriði. Opinber fjármál eru hins vegar ekki aukaatriði heldur skiptir máli að skattpeningum almennings sé vel varið. Sýna þessi fyrirmæli ráðherrans berlega að sumum stjórnmálamönnum eru engin takmörk sett þegar kemur að útgjaldagleði á almannafé. Í frétt sem birtist á vef stjórnarráðsins þann 19. júní kom fram að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipaði engar nýjar nefndir, ráð eða starfshópa á liðnu ári. Í stað nefnda og starfshópa fylgdi ráðuneytið þeirri stefnu að nýtast frekar við margs konar vinnustofur til að vinna að nánu samráði við hagaðila, undirstofnanir og aðra hlutaðeigandi, með góðum árangri. Ekki var greitt fyrir þátttöku í slíkum vinnustofum. Það er auðvelt að rífa fram tékkann á kostnað fólksins í landinu án þess að hugsa um reikninginn sem bíður handan við hornið. Þá gildir einu hvort stofnaður er enn einn starfshópurinn, glæný stofnun er sett á laggirnar eða nokkrum tugum milljóna er hent í tiltekið verkefni fyrir góða fyrirsögn. Það þarf raunverulegan kjark til þess að synda á móti straumnum, hugsa hlutina upp á nýtt og forgangsraða almannafé með skynsömum hætti. Í tilviki ríkissjóðs er það nefnilega ungt fólk sem tekur við reikningum sem útgjaldaglaðir stjórnmálamenn stofna til í dag og sú kynslóð kemur til með að borga brúsann síðar. Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þurfa að tala skýrt fyrir Sjálfstæðisstefnunni og hafa kjark til að vinna samkvæmt henni í öllum sínum störfum. Það skiptir raunverulegu máli fyrir velsæld landsins að það séu við völd stjórnmálamenn sem eru tilbúinir að synda á móti straumnum, taka erfiðar ákvarðanir, einfalda líf fólks, ráðstafa skattfé með skynsömum hætti og sýna festu og aðhald í ríkisrekstri. Undirrituð treystir á að Sjálfstæðisfólk stilli saman strengi sína á flokksráðsfundi um helgina, horfi á stóru myndina og gefi kjörnum fulltrúum gott veganesti fyrir verðug verkefni sem bíða þeirra á komandi þingvetri. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku bárust fregnir af starfshópi skipuðum af mennta- og barnamálaráðherra á sviði barnaverndar. Nokkra athygli vakti að starfshópurinn fékk þau fyrirmæli frá ráðherra að bannað væri að tala um peninga. Hugmyndin var sú að meðlimir starfshópsins gætu ekki rifist um hver ætti að borga hvað heldur ættu þeir aðeins að ræða hvernig mætti leysa þann vanda sem ráðherra fól þeim að fjalla um ef peningar væru ekki breyta. Óþarfi er að nefna að meðlimir starfshópsins þáðu öll þóknun úr ríkissjóði fyrir vinnu sína. Hugmyndin er í grunninn falleg og ómar eins og tónlist í eyrum þeirra sem ganga út frá því að kistur ríkissjóðs séu ótakmörkuð auðlind. Sömu aðilar eru jafnvel tilbúnir að afgreiða opinber útgjöld sem algjört aukaatriði. Opinber fjármál eru hins vegar ekki aukaatriði heldur skiptir máli að skattpeningum almennings sé vel varið. Sýna þessi fyrirmæli ráðherrans berlega að sumum stjórnmálamönnum eru engin takmörk sett þegar kemur að útgjaldagleði á almannafé. Í frétt sem birtist á vef stjórnarráðsins þann 19. júní kom fram að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipaði engar nýjar nefndir, ráð eða starfshópa á liðnu ári. Í stað nefnda og starfshópa fylgdi ráðuneytið þeirri stefnu að nýtast frekar við margs konar vinnustofur til að vinna að nánu samráði við hagaðila, undirstofnanir og aðra hlutaðeigandi, með góðum árangri. Ekki var greitt fyrir þátttöku í slíkum vinnustofum. Það er auðvelt að rífa fram tékkann á kostnað fólksins í landinu án þess að hugsa um reikninginn sem bíður handan við hornið. Þá gildir einu hvort stofnaður er enn einn starfshópurinn, glæný stofnun er sett á laggirnar eða nokkrum tugum milljóna er hent í tiltekið verkefni fyrir góða fyrirsögn. Það þarf raunverulegan kjark til þess að synda á móti straumnum, hugsa hlutina upp á nýtt og forgangsraða almannafé með skynsömum hætti. Í tilviki ríkissjóðs er það nefnilega ungt fólk sem tekur við reikningum sem útgjaldaglaðir stjórnmálamenn stofna til í dag og sú kynslóð kemur til með að borga brúsann síðar. Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þurfa að tala skýrt fyrir Sjálfstæðisstefnunni og hafa kjark til að vinna samkvæmt henni í öllum sínum störfum. Það skiptir raunverulegu máli fyrir velsæld landsins að það séu við völd stjórnmálamenn sem eru tilbúinir að synda á móti straumnum, taka erfiðar ákvarðanir, einfalda líf fólks, ráðstafa skattfé með skynsömum hætti og sýna festu og aðhald í ríkisrekstri. Undirrituð treystir á að Sjálfstæðisfólk stilli saman strengi sína á flokksráðsfundi um helgina, horfi á stóru myndina og gefi kjörnum fulltrúum gott veganesti fyrir verðug verkefni sem bíða þeirra á komandi þingvetri. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun