Bannað að tala um peninga Lísbet Sigurðardóttir skrifar 25. ágúst 2023 08:30 Í síðustu viku bárust fregnir af starfshópi skipuðum af mennta- og barnamálaráðherra á sviði barnaverndar. Nokkra athygli vakti að starfshópurinn fékk þau fyrirmæli frá ráðherra að bannað væri að tala um peninga. Hugmyndin var sú að meðlimir starfshópsins gætu ekki rifist um hver ætti að borga hvað heldur ættu þeir aðeins að ræða hvernig mætti leysa þann vanda sem ráðherra fól þeim að fjalla um ef peningar væru ekki breyta. Óþarfi er að nefna að meðlimir starfshópsins þáðu öll þóknun úr ríkissjóði fyrir vinnu sína. Hugmyndin er í grunninn falleg og ómar eins og tónlist í eyrum þeirra sem ganga út frá því að kistur ríkissjóðs séu ótakmörkuð auðlind. Sömu aðilar eru jafnvel tilbúnir að afgreiða opinber útgjöld sem algjört aukaatriði. Opinber fjármál eru hins vegar ekki aukaatriði heldur skiptir máli að skattpeningum almennings sé vel varið. Sýna þessi fyrirmæli ráðherrans berlega að sumum stjórnmálamönnum eru engin takmörk sett þegar kemur að útgjaldagleði á almannafé. Í frétt sem birtist á vef stjórnarráðsins þann 19. júní kom fram að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipaði engar nýjar nefndir, ráð eða starfshópa á liðnu ári. Í stað nefnda og starfshópa fylgdi ráðuneytið þeirri stefnu að nýtast frekar við margs konar vinnustofur til að vinna að nánu samráði við hagaðila, undirstofnanir og aðra hlutaðeigandi, með góðum árangri. Ekki var greitt fyrir þátttöku í slíkum vinnustofum. Það er auðvelt að rífa fram tékkann á kostnað fólksins í landinu án þess að hugsa um reikninginn sem bíður handan við hornið. Þá gildir einu hvort stofnaður er enn einn starfshópurinn, glæný stofnun er sett á laggirnar eða nokkrum tugum milljóna er hent í tiltekið verkefni fyrir góða fyrirsögn. Það þarf raunverulegan kjark til þess að synda á móti straumnum, hugsa hlutina upp á nýtt og forgangsraða almannafé með skynsömum hætti. Í tilviki ríkissjóðs er það nefnilega ungt fólk sem tekur við reikningum sem útgjaldaglaðir stjórnmálamenn stofna til í dag og sú kynslóð kemur til með að borga brúsann síðar. Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þurfa að tala skýrt fyrir Sjálfstæðisstefnunni og hafa kjark til að vinna samkvæmt henni í öllum sínum störfum. Það skiptir raunverulegu máli fyrir velsæld landsins að það séu við völd stjórnmálamenn sem eru tilbúinir að synda á móti straumnum, taka erfiðar ákvarðanir, einfalda líf fólks, ráðstafa skattfé með skynsömum hætti og sýna festu og aðhald í ríkisrekstri. Undirrituð treystir á að Sjálfstæðisfólk stilli saman strengi sína á flokksráðsfundi um helgina, horfi á stóru myndina og gefi kjörnum fulltrúum gott veganesti fyrir verðug verkefni sem bíða þeirra á komandi þingvetri. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku bárust fregnir af starfshópi skipuðum af mennta- og barnamálaráðherra á sviði barnaverndar. Nokkra athygli vakti að starfshópurinn fékk þau fyrirmæli frá ráðherra að bannað væri að tala um peninga. Hugmyndin var sú að meðlimir starfshópsins gætu ekki rifist um hver ætti að borga hvað heldur ættu þeir aðeins að ræða hvernig mætti leysa þann vanda sem ráðherra fól þeim að fjalla um ef peningar væru ekki breyta. Óþarfi er að nefna að meðlimir starfshópsins þáðu öll þóknun úr ríkissjóði fyrir vinnu sína. Hugmyndin er í grunninn falleg og ómar eins og tónlist í eyrum þeirra sem ganga út frá því að kistur ríkissjóðs séu ótakmörkuð auðlind. Sömu aðilar eru jafnvel tilbúnir að afgreiða opinber útgjöld sem algjört aukaatriði. Opinber fjármál eru hins vegar ekki aukaatriði heldur skiptir máli að skattpeningum almennings sé vel varið. Sýna þessi fyrirmæli ráðherrans berlega að sumum stjórnmálamönnum eru engin takmörk sett þegar kemur að útgjaldagleði á almannafé. Í frétt sem birtist á vef stjórnarráðsins þann 19. júní kom fram að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipaði engar nýjar nefndir, ráð eða starfshópa á liðnu ári. Í stað nefnda og starfshópa fylgdi ráðuneytið þeirri stefnu að nýtast frekar við margs konar vinnustofur til að vinna að nánu samráði við hagaðila, undirstofnanir og aðra hlutaðeigandi, með góðum árangri. Ekki var greitt fyrir þátttöku í slíkum vinnustofum. Það er auðvelt að rífa fram tékkann á kostnað fólksins í landinu án þess að hugsa um reikninginn sem bíður handan við hornið. Þá gildir einu hvort stofnaður er enn einn starfshópurinn, glæný stofnun er sett á laggirnar eða nokkrum tugum milljóna er hent í tiltekið verkefni fyrir góða fyrirsögn. Það þarf raunverulegan kjark til þess að synda á móti straumnum, hugsa hlutina upp á nýtt og forgangsraða almannafé með skynsömum hætti. Í tilviki ríkissjóðs er það nefnilega ungt fólk sem tekur við reikningum sem útgjaldaglaðir stjórnmálamenn stofna til í dag og sú kynslóð kemur til með að borga brúsann síðar. Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þurfa að tala skýrt fyrir Sjálfstæðisstefnunni og hafa kjark til að vinna samkvæmt henni í öllum sínum störfum. Það skiptir raunverulegu máli fyrir velsæld landsins að það séu við völd stjórnmálamenn sem eru tilbúinir að synda á móti straumnum, taka erfiðar ákvarðanir, einfalda líf fólks, ráðstafa skattfé með skynsömum hætti og sýna festu og aðhald í ríkisrekstri. Undirrituð treystir á að Sjálfstæðisfólk stilli saman strengi sína á flokksráðsfundi um helgina, horfi á stóru myndina og gefi kjörnum fulltrúum gott veganesti fyrir verðug verkefni sem bíða þeirra á komandi þingvetri. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun