Þegar Hana Burzalova kom í mark í 35 km göngu á HM beið kærasti hennar, Dominik Cerny, eftir henni við endamarkið eftir að hafa gengið sömu vegalengd.
Þar kraup hann niður og bað kærustu sinnar. Burzalova sagði já og Cerny fagnaði með því steyta hnefa eins og sést hér fyrir neðan.
SHE SAID YES
— World Athletics (@WorldAthletics) August 24, 2023
's Dominik erný proposed to Hana Burzalova after the finish line of the 35km race walk #WorldAthleticsChamps pic.twitter.com/gNupy7nZEs
Cerny, sem er 25 ára, varð í 19. sæti í sinni keppni á tímanum 2:32,56 klukkustundum. Hin 22 ára Burzalova endaði í 28. sæti og náði sínum besta tíma á tímabilinu, eða 3:02,47 klukkustundir.