Einhver orðrómur var um það að Maciej yrði ekki áfram með liðinu en honum var eytt með frétt á heimasíðu Njarðvíkur í dag.
Maciej er 28 ára gamall reynslubolti sem er Njarðvíkingur í húð og hár. Hann er mikilvægur nú þegar leiðtogi eins og Logi Gunnarsson er búinn að leggja skóna á hilluna.
Halldór Karlsson formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur sagði í samtalið við heimasíðu Njarðvíkingar að það ánægjulegt að Njarðvík væri að halda kjarnaleikmanni. „Félagið okkar er á góðri vegferð og við teljum lykilþáttinn í því að skapa stöðugleika í hópnum okkar og þar er Maciej einn af okkar lykilmönnum, sagði Halldór.
Maciej Baginski er orðinn tíundi leikjahæsti leikmaður Njarðvíkur í úrvalsdeild karla með 215 leiki og gæti komist upp í áttunda sætið spili hann alla 22 leikina í Subway deild karla í vetur.
Maciej hefur skoraði 2279 stig fyrir Njarðvík í úrvalsdeild eða 9,6 stig að meðaltali í leik.
Á síðustu leiktíð var hann með 7,5 stig og 2,0 fráköst á 21,0 mínútu að meðaltali í deildinni en 7,3 stig og 2,0 fráköst að meðaltali á 17,1 mínútu í úrslitakeppninni.