Svandís hafi gerst sek um valdníðslu í hvalveiðimálinu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. ágúst 2023 15:30 Inga og Hildur sem sitja í atvinnuveganefnd eru ekki sáttar við Svandísi matvælaráðherra. Þingmenn í atvinnuveganefnd eru ekki par sáttir við ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun hvalveiða skömmu fyrir vertíð. Ný skýrsla um efnahagsleg áhrif breyti engu þar um. Í gær var gefin út skýrsla Intellecon fyrir matvælaráðuneytið sem sýnir að milljarða króna tap hefur verið á hvalveiðum undanfarin ár og efnahagsleg áhrif á þjóðarbúið séu lítil sem engin. „Þessi skýrsla sýnir engan sérstakan ábata fyrir samfélagið í heild sinni. Aðal ábatinn er fyrir þessa 120 starfsmenn sem jafn vel stóla upp á það að geta tekið þessa vertíð sem gefa þeim í aðra hönd mun betri tekjur á þessum stutta tíma en meðallaun í landinu,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sem situr í atvinnuveganefnd Alþingis. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem einnig situr í nefndinni, tekur í sama streng. „Skýrslan í dag er ekki endilega að draga upp dökka mynd,“ segir Hildur. „Það sem hún dregur upp og er ekki nýtt er að fyrir fólkið í greininni sjálfri hafa hvalveiðar mikil áhrif, á ferðaþjónustu og annan útflutning hefur hún lítil ef einhver áhrif. Það er rétt að bein þjóðhagsleg áhrif á þjóðarbúið eru ekki mikil. Það er ekkert nýtt og á við um fjölda atvinnugreina. Blessunarlega höfum við ekki verið að slaufa atvinnugreinum eingöngu út af því að þær skili ekki jafn miklu í þjóðarbúið og til dæmis sjávarútvegurinn.“ Á móti hvalveiðum en líka ákvörðuninni Svandís stöðvaði hvalveiðar tímabundið þann 20. júní eftir að fagráð skilaði skýrslu þar sem kom fram að veiðiaðferðirnar samræmist ekki lögum um velferð dýra. Þetta var daginn áður en veiðarnar áttu að hefjast. Stöðvunin rennur út í lok mánaðar og enn er ekki ljóst hvort þær verði heimilaðar á ný. „Hún virtist nú ekki mikið vera að velta fyrir sér stjórnsýslulögum um meðalhóf og annað slíkt og ákveður að stöðva vertíðina daginn áður en hún átti að eiga sér stað. Það voru stór mistök og henni til ævarandi minnkunar vegna þess að þetta litast af alveg ótrúlegri valdníðslu. Svona gerir maður ekki burtséð frá því hvaða skoðun ég hef á hvalveiðum,“ segir Inga. Inga hefur áður lýst sig andvíga hvalveiðum og sagt að margra tíma dauðastríð hvala sé ógeðslegt. Hún táraðist og gekk út á opnum fundi atvinnuveganefndar í sumar þegar ráðherra spilaði myndband af hvalveiðum. Vill skoða málið betur Aðspurð um sína afstöðu segist Hildur vilja skoða málið betur. „Ég skil mætavel tilfinningarnar í þessu máli. Mér finnst samt að við verðum að hafa í huga að velsæld okkar Íslendinga er farsæl sjálfbær nýting okkar auðlinda. Það má alltaf gera betur og endurmeta og allt slíkt og ég myndi vilja taka þá umræðu á Alþingi þar sem henni ber að vera en ekki inni á kontór hjá ráðherra,“ segir hún. Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Stjórnin gæti haltrað áfram í ástlausu hjónabandi Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi. 21. júní 2023 15:00 Sýni að hvalveiðar séu sóun fjármuna og tímabært að hætta þeim alfarið Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir nýja skýrslu um hvalveiðar sýna að þær séu sóun fjármuna fyrir ríkið og ekki síst fyrir fyrirtækið Hval hf. Í skýrslunni kemur fram að bein efnahagsleg áhrif hvalveiða á þjóðarbúið eru lítil. Andstaða gagnvart veiðunum erlendis virðist ekki hafa efnahagsleg áhrif hér á landi. 22. ágúst 2023 12:01 „Það er ekkert nýtt í þessu“ „Það er ekkert nýtt í þessu,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. um nýja skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon um efnahagsleg áhrif hvalveiða, sem unnin var að ósk matvælaráðherra. 23. ágúst 2023 06:36 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Í gær var gefin út skýrsla Intellecon fyrir matvælaráðuneytið sem sýnir að milljarða króna tap hefur verið á hvalveiðum undanfarin ár og efnahagsleg áhrif á þjóðarbúið séu lítil sem engin. „Þessi skýrsla sýnir engan sérstakan ábata fyrir samfélagið í heild sinni. Aðal ábatinn er fyrir þessa 120 starfsmenn sem jafn vel stóla upp á það að geta tekið þessa vertíð sem gefa þeim í aðra hönd mun betri tekjur á þessum stutta tíma en meðallaun í landinu,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sem situr í atvinnuveganefnd Alþingis. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem einnig situr í nefndinni, tekur í sama streng. „Skýrslan í dag er ekki endilega að draga upp dökka mynd,“ segir Hildur. „Það sem hún dregur upp og er ekki nýtt er að fyrir fólkið í greininni sjálfri hafa hvalveiðar mikil áhrif, á ferðaþjónustu og annan útflutning hefur hún lítil ef einhver áhrif. Það er rétt að bein þjóðhagsleg áhrif á þjóðarbúið eru ekki mikil. Það er ekkert nýtt og á við um fjölda atvinnugreina. Blessunarlega höfum við ekki verið að slaufa atvinnugreinum eingöngu út af því að þær skili ekki jafn miklu í þjóðarbúið og til dæmis sjávarútvegurinn.“ Á móti hvalveiðum en líka ákvörðuninni Svandís stöðvaði hvalveiðar tímabundið þann 20. júní eftir að fagráð skilaði skýrslu þar sem kom fram að veiðiaðferðirnar samræmist ekki lögum um velferð dýra. Þetta var daginn áður en veiðarnar áttu að hefjast. Stöðvunin rennur út í lok mánaðar og enn er ekki ljóst hvort þær verði heimilaðar á ný. „Hún virtist nú ekki mikið vera að velta fyrir sér stjórnsýslulögum um meðalhóf og annað slíkt og ákveður að stöðva vertíðina daginn áður en hún átti að eiga sér stað. Það voru stór mistök og henni til ævarandi minnkunar vegna þess að þetta litast af alveg ótrúlegri valdníðslu. Svona gerir maður ekki burtséð frá því hvaða skoðun ég hef á hvalveiðum,“ segir Inga. Inga hefur áður lýst sig andvíga hvalveiðum og sagt að margra tíma dauðastríð hvala sé ógeðslegt. Hún táraðist og gekk út á opnum fundi atvinnuveganefndar í sumar þegar ráðherra spilaði myndband af hvalveiðum. Vill skoða málið betur Aðspurð um sína afstöðu segist Hildur vilja skoða málið betur. „Ég skil mætavel tilfinningarnar í þessu máli. Mér finnst samt að við verðum að hafa í huga að velsæld okkar Íslendinga er farsæl sjálfbær nýting okkar auðlinda. Það má alltaf gera betur og endurmeta og allt slíkt og ég myndi vilja taka þá umræðu á Alþingi þar sem henni ber að vera en ekki inni á kontór hjá ráðherra,“ segir hún.
Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Stjórnin gæti haltrað áfram í ástlausu hjónabandi Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi. 21. júní 2023 15:00 Sýni að hvalveiðar séu sóun fjármuna og tímabært að hætta þeim alfarið Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir nýja skýrslu um hvalveiðar sýna að þær séu sóun fjármuna fyrir ríkið og ekki síst fyrir fyrirtækið Hval hf. Í skýrslunni kemur fram að bein efnahagsleg áhrif hvalveiða á þjóðarbúið eru lítil. Andstaða gagnvart veiðunum erlendis virðist ekki hafa efnahagsleg áhrif hér á landi. 22. ágúst 2023 12:01 „Það er ekkert nýtt í þessu“ „Það er ekkert nýtt í þessu,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. um nýja skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon um efnahagsleg áhrif hvalveiða, sem unnin var að ósk matvælaráðherra. 23. ágúst 2023 06:36 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Stjórnin gæti haltrað áfram í ástlausu hjónabandi Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi. 21. júní 2023 15:00
Sýni að hvalveiðar séu sóun fjármuna og tímabært að hætta þeim alfarið Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir nýja skýrslu um hvalveiðar sýna að þær séu sóun fjármuna fyrir ríkið og ekki síst fyrir fyrirtækið Hval hf. Í skýrslunni kemur fram að bein efnahagsleg áhrif hvalveiða á þjóðarbúið eru lítil. Andstaða gagnvart veiðunum erlendis virðist ekki hafa efnahagsleg áhrif hér á landi. 22. ágúst 2023 12:01
„Það er ekkert nýtt í þessu“ „Það er ekkert nýtt í þessu,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. um nýja skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon um efnahagsleg áhrif hvalveiða, sem unnin var að ósk matvælaráðherra. 23. ágúst 2023 06:36