Svandís hafi gerst sek um valdníðslu í hvalveiðimálinu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. ágúst 2023 15:30 Inga og Hildur sem sitja í atvinnuveganefnd eru ekki sáttar við Svandísi matvælaráðherra. Þingmenn í atvinnuveganefnd eru ekki par sáttir við ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðvun hvalveiða skömmu fyrir vertíð. Ný skýrsla um efnahagsleg áhrif breyti engu þar um. Í gær var gefin út skýrsla Intellecon fyrir matvælaráðuneytið sem sýnir að milljarða króna tap hefur verið á hvalveiðum undanfarin ár og efnahagsleg áhrif á þjóðarbúið séu lítil sem engin. „Þessi skýrsla sýnir engan sérstakan ábata fyrir samfélagið í heild sinni. Aðal ábatinn er fyrir þessa 120 starfsmenn sem jafn vel stóla upp á það að geta tekið þessa vertíð sem gefa þeim í aðra hönd mun betri tekjur á þessum stutta tíma en meðallaun í landinu,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sem situr í atvinnuveganefnd Alþingis. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem einnig situr í nefndinni, tekur í sama streng. „Skýrslan í dag er ekki endilega að draga upp dökka mynd,“ segir Hildur. „Það sem hún dregur upp og er ekki nýtt er að fyrir fólkið í greininni sjálfri hafa hvalveiðar mikil áhrif, á ferðaþjónustu og annan útflutning hefur hún lítil ef einhver áhrif. Það er rétt að bein þjóðhagsleg áhrif á þjóðarbúið eru ekki mikil. Það er ekkert nýtt og á við um fjölda atvinnugreina. Blessunarlega höfum við ekki verið að slaufa atvinnugreinum eingöngu út af því að þær skili ekki jafn miklu í þjóðarbúið og til dæmis sjávarútvegurinn.“ Á móti hvalveiðum en líka ákvörðuninni Svandís stöðvaði hvalveiðar tímabundið þann 20. júní eftir að fagráð skilaði skýrslu þar sem kom fram að veiðiaðferðirnar samræmist ekki lögum um velferð dýra. Þetta var daginn áður en veiðarnar áttu að hefjast. Stöðvunin rennur út í lok mánaðar og enn er ekki ljóst hvort þær verði heimilaðar á ný. „Hún virtist nú ekki mikið vera að velta fyrir sér stjórnsýslulögum um meðalhóf og annað slíkt og ákveður að stöðva vertíðina daginn áður en hún átti að eiga sér stað. Það voru stór mistök og henni til ævarandi minnkunar vegna þess að þetta litast af alveg ótrúlegri valdníðslu. Svona gerir maður ekki burtséð frá því hvaða skoðun ég hef á hvalveiðum,“ segir Inga. Inga hefur áður lýst sig andvíga hvalveiðum og sagt að margra tíma dauðastríð hvala sé ógeðslegt. Hún táraðist og gekk út á opnum fundi atvinnuveganefndar í sumar þegar ráðherra spilaði myndband af hvalveiðum. Vill skoða málið betur Aðspurð um sína afstöðu segist Hildur vilja skoða málið betur. „Ég skil mætavel tilfinningarnar í þessu máli. Mér finnst samt að við verðum að hafa í huga að velsæld okkar Íslendinga er farsæl sjálfbær nýting okkar auðlinda. Það má alltaf gera betur og endurmeta og allt slíkt og ég myndi vilja taka þá umræðu á Alþingi þar sem henni ber að vera en ekki inni á kontór hjá ráðherra,“ segir hún. Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Stjórnin gæti haltrað áfram í ástlausu hjónabandi Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi. 21. júní 2023 15:00 Sýni að hvalveiðar séu sóun fjármuna og tímabært að hætta þeim alfarið Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir nýja skýrslu um hvalveiðar sýna að þær séu sóun fjármuna fyrir ríkið og ekki síst fyrir fyrirtækið Hval hf. Í skýrslunni kemur fram að bein efnahagsleg áhrif hvalveiða á þjóðarbúið eru lítil. Andstaða gagnvart veiðunum erlendis virðist ekki hafa efnahagsleg áhrif hér á landi. 22. ágúst 2023 12:01 „Það er ekkert nýtt í þessu“ „Það er ekkert nýtt í þessu,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. um nýja skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon um efnahagsleg áhrif hvalveiða, sem unnin var að ósk matvælaráðherra. 23. ágúst 2023 06:36 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Í gær var gefin út skýrsla Intellecon fyrir matvælaráðuneytið sem sýnir að milljarða króna tap hefur verið á hvalveiðum undanfarin ár og efnahagsleg áhrif á þjóðarbúið séu lítil sem engin. „Þessi skýrsla sýnir engan sérstakan ábata fyrir samfélagið í heild sinni. Aðal ábatinn er fyrir þessa 120 starfsmenn sem jafn vel stóla upp á það að geta tekið þessa vertíð sem gefa þeim í aðra hönd mun betri tekjur á þessum stutta tíma en meðallaun í landinu,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sem situr í atvinnuveganefnd Alþingis. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem einnig situr í nefndinni, tekur í sama streng. „Skýrslan í dag er ekki endilega að draga upp dökka mynd,“ segir Hildur. „Það sem hún dregur upp og er ekki nýtt er að fyrir fólkið í greininni sjálfri hafa hvalveiðar mikil áhrif, á ferðaþjónustu og annan útflutning hefur hún lítil ef einhver áhrif. Það er rétt að bein þjóðhagsleg áhrif á þjóðarbúið eru ekki mikil. Það er ekkert nýtt og á við um fjölda atvinnugreina. Blessunarlega höfum við ekki verið að slaufa atvinnugreinum eingöngu út af því að þær skili ekki jafn miklu í þjóðarbúið og til dæmis sjávarútvegurinn.“ Á móti hvalveiðum en líka ákvörðuninni Svandís stöðvaði hvalveiðar tímabundið þann 20. júní eftir að fagráð skilaði skýrslu þar sem kom fram að veiðiaðferðirnar samræmist ekki lögum um velferð dýra. Þetta var daginn áður en veiðarnar áttu að hefjast. Stöðvunin rennur út í lok mánaðar og enn er ekki ljóst hvort þær verði heimilaðar á ný. „Hún virtist nú ekki mikið vera að velta fyrir sér stjórnsýslulögum um meðalhóf og annað slíkt og ákveður að stöðva vertíðina daginn áður en hún átti að eiga sér stað. Það voru stór mistök og henni til ævarandi minnkunar vegna þess að þetta litast af alveg ótrúlegri valdníðslu. Svona gerir maður ekki burtséð frá því hvaða skoðun ég hef á hvalveiðum,“ segir Inga. Inga hefur áður lýst sig andvíga hvalveiðum og sagt að margra tíma dauðastríð hvala sé ógeðslegt. Hún táraðist og gekk út á opnum fundi atvinnuveganefndar í sumar þegar ráðherra spilaði myndband af hvalveiðum. Vill skoða málið betur Aðspurð um sína afstöðu segist Hildur vilja skoða málið betur. „Ég skil mætavel tilfinningarnar í þessu máli. Mér finnst samt að við verðum að hafa í huga að velsæld okkar Íslendinga er farsæl sjálfbær nýting okkar auðlinda. Það má alltaf gera betur og endurmeta og allt slíkt og ég myndi vilja taka þá umræðu á Alþingi þar sem henni ber að vera en ekki inni á kontór hjá ráðherra,“ segir hún.
Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Stjórnin gæti haltrað áfram í ástlausu hjónabandi Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi. 21. júní 2023 15:00 Sýni að hvalveiðar séu sóun fjármuna og tímabært að hætta þeim alfarið Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir nýja skýrslu um hvalveiðar sýna að þær séu sóun fjármuna fyrir ríkið og ekki síst fyrir fyrirtækið Hval hf. Í skýrslunni kemur fram að bein efnahagsleg áhrif hvalveiða á þjóðarbúið eru lítil. Andstaða gagnvart veiðunum erlendis virðist ekki hafa efnahagsleg áhrif hér á landi. 22. ágúst 2023 12:01 „Það er ekkert nýtt í þessu“ „Það er ekkert nýtt í þessu,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. um nýja skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon um efnahagsleg áhrif hvalveiða, sem unnin var að ósk matvælaráðherra. 23. ágúst 2023 06:36 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Stjórnin gæti haltrað áfram í ástlausu hjónabandi Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi. 21. júní 2023 15:00
Sýni að hvalveiðar séu sóun fjármuna og tímabært að hætta þeim alfarið Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir nýja skýrslu um hvalveiðar sýna að þær séu sóun fjármuna fyrir ríkið og ekki síst fyrir fyrirtækið Hval hf. Í skýrslunni kemur fram að bein efnahagsleg áhrif hvalveiða á þjóðarbúið eru lítil. Andstaða gagnvart veiðunum erlendis virðist ekki hafa efnahagsleg áhrif hér á landi. 22. ágúst 2023 12:01
„Það er ekkert nýtt í þessu“ „Það er ekkert nýtt í þessu,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. um nýja skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon um efnahagsleg áhrif hvalveiða, sem unnin var að ósk matvælaráðherra. 23. ágúst 2023 06:36