Ferðast með börnin um Evrópu í húsbíl í leit að nýju heimili Jón Þór Stefánsson skrifar 25. ágúst 2023 07:01 Húsbíllinn verður heimil Sunnu og fjölskyldu hennar næstu mánuði er þau ferðast um Evrópu Sunna Rós Baxter, tveggja barna móðir, hefur keypt sér húsbíl og ætlar að ferðast um Evrópu ásamt krökkunum í leit að góðum stað til að búa á. „Ég er búin að kaupa húsbílinn og þá er það bara að finna heimili,“ segir hún. Ferðalagið er búið að vera í pípunum um nokkurt skeið, en til að byrja með ætlaði hún að ferðast um strandlengju Spánar. Hugmyndin hefur hins vegar stækkað og er áætlunin sú að heimsækja fleiri lönd í Evrópu. Húsbíllinn verður heimili fjölskyldunnar næstu misseri. Þau ætla með Norrænu til Danmerkur í október. Þaðan ætla þau til Póllands þar sem bíllinn verður gerður upp og síðan halda þau til Spánar. Hún heldur að þau verði ábyggilega komin þangað í nóvember. „Hugmyndin er að fá tilfinninguna fyrir bæjunum og finna hvar manni líður best. En ‚ég er ekkert endilega bundin við Spán eða einhver önnur lönd,“ segir Sunna sem útskýrir að hana langi að finna litla jörð eða hús í niðurníðslu sem hún geti gert upp á meðan hún búi í húsbílnum. „Það er grófa planið,“ bætir hún við. Til þess að eiga fyrir þessu ferðalagi hefur Sunna verið mjög dugleg að vinna og spara í sumar. „Ég ætla þess vegna bara að vera í fríi fyrstu mánuðina áður en ég byrja að vinna aftur.“ Þó hún segist ekki vera komin með neina ákveðna áætlun þá segist hún ætla að elta sólina. Þá langi hana til Austur-Evrópu í vor og jafnvel til Marokkó síðar meir. Eitt af því sem Sunna þarf að hugsa fyrir eru börnin hennar, sem eru bæði á grunnskólaaldri. Yngra barnið er sex ára og það eldra fjórtán ára, en þau verða bæði í fjarnámi frá Íslandi á meðan ferðin stendur yfir. Ferðalög Ástin og lífið Íslendingar erlendis Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira
„Ég er búin að kaupa húsbílinn og þá er það bara að finna heimili,“ segir hún. Ferðalagið er búið að vera í pípunum um nokkurt skeið, en til að byrja með ætlaði hún að ferðast um strandlengju Spánar. Hugmyndin hefur hins vegar stækkað og er áætlunin sú að heimsækja fleiri lönd í Evrópu. Húsbíllinn verður heimili fjölskyldunnar næstu misseri. Þau ætla með Norrænu til Danmerkur í október. Þaðan ætla þau til Póllands þar sem bíllinn verður gerður upp og síðan halda þau til Spánar. Hún heldur að þau verði ábyggilega komin þangað í nóvember. „Hugmyndin er að fá tilfinninguna fyrir bæjunum og finna hvar manni líður best. En ‚ég er ekkert endilega bundin við Spán eða einhver önnur lönd,“ segir Sunna sem útskýrir að hana langi að finna litla jörð eða hús í niðurníðslu sem hún geti gert upp á meðan hún búi í húsbílnum. „Það er grófa planið,“ bætir hún við. Til þess að eiga fyrir þessu ferðalagi hefur Sunna verið mjög dugleg að vinna og spara í sumar. „Ég ætla þess vegna bara að vera í fríi fyrstu mánuðina áður en ég byrja að vinna aftur.“ Þó hún segist ekki vera komin með neina ákveðna áætlun þá segist hún ætla að elta sólina. Þá langi hana til Austur-Evrópu í vor og jafnvel til Marokkó síðar meir. Eitt af því sem Sunna þarf að hugsa fyrir eru börnin hennar, sem eru bæði á grunnskólaaldri. Yngra barnið er sex ára og það eldra fjórtán ára, en þau verða bæði í fjarnámi frá Íslandi á meðan ferðin stendur yfir.
Ferðalög Ástin og lífið Íslendingar erlendis Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira