Binda vonir við að ástandið muni batna Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2023 19:11 Bruni í Hafnarfirði Hvaleyrarbraut 22 Vísir/Vilhelm Í húsinu við Hvaleyrarbraut sem brann til kaldra kola á sunnudag voru að minnsta kosti tólf manns með fasta búsetu. Enginn þeirra var með skráða búsetu í húsinu þar sem einungis er hægt að skrá lögheimili sitt í íbúðarhúsnæði en húsið var atvinnuhúsnæði. Það reyndist því slökkviliði og lögreglu erfitt fyrst um sinn að komast að því hvort einhver hafi verið inni er eldurinn logaði. Eftir miklar samræður við fólk sem var á svæðinu, og með aðstoð Rauða krossins, tókst hins vegar að staðfesta að enginn væri inni í húsinu. Tímabundin aðsetursskráning Starfshópur sem skipaður var af innviðaráðherra eftir brunann við Bræðraborgarstíg árið 2020 hefur unnið að tillögum til þess að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir, og auka öryggi þeirra sem búa í slíku húsnæði að sögn Regínu Valdimarsdóttur, eins meðlima hópsins. „Þar af leiðandi sjáum við fram á að miðað við að heimila tímabundna aðsetursskráningu, þá erum við að tala um tímabundna skráningu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum í þá atvinnuhúsnæði eða annars vegar húsnæði sem er ekki skilgreint sem íbúðarhúsnæði. Þá er betur hægt að fanga hvar fólk er raunverulega niðurkomið og þá ná svona upp á yfirborðið hvar fólk er búsett, í hvers konar húsnæði og þá er bæði hægt að nýta það við áætlanagerð eða til að bregðast við ef að upp kemur vá,“ segir Regína. Bjartari tímar framundan Vonast hún eftir því að tillögurnar verði teknar fyrir og samþykktar á næsta löggjafarþingi. „Með breyttri löggjöf og markvissri innleiðingu með þessum aðgerðum. Þá bindum við vonir til þess að ástandið muni batna. Á sama tíma er verið að tala um aukna húsnæðisuppbyggingu í landinu. Þannig vonandi verða bjartari tímar í framtíðinni þegar kemur að húsnæðisuppbygginu og öryggi íbúa í framtíðinni,“ segir Regína. Bruni á Hvaleyrarbraut Húsnæðismál Hafnarfjörður Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sjá meira
Það reyndist því slökkviliði og lögreglu erfitt fyrst um sinn að komast að því hvort einhver hafi verið inni er eldurinn logaði. Eftir miklar samræður við fólk sem var á svæðinu, og með aðstoð Rauða krossins, tókst hins vegar að staðfesta að enginn væri inni í húsinu. Tímabundin aðsetursskráning Starfshópur sem skipaður var af innviðaráðherra eftir brunann við Bræðraborgarstíg árið 2020 hefur unnið að tillögum til þess að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir, og auka öryggi þeirra sem búa í slíku húsnæði að sögn Regínu Valdimarsdóttur, eins meðlima hópsins. „Þar af leiðandi sjáum við fram á að miðað við að heimila tímabundna aðsetursskráningu, þá erum við að tala um tímabundna skráningu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum í þá atvinnuhúsnæði eða annars vegar húsnæði sem er ekki skilgreint sem íbúðarhúsnæði. Þá er betur hægt að fanga hvar fólk er raunverulega niðurkomið og þá ná svona upp á yfirborðið hvar fólk er búsett, í hvers konar húsnæði og þá er bæði hægt að nýta það við áætlanagerð eða til að bregðast við ef að upp kemur vá,“ segir Regína. Bjartari tímar framundan Vonast hún eftir því að tillögurnar verði teknar fyrir og samþykktar á næsta löggjafarþingi. „Með breyttri löggjöf og markvissri innleiðingu með þessum aðgerðum. Þá bindum við vonir til þess að ástandið muni batna. Á sama tíma er verið að tala um aukna húsnæðisuppbyggingu í landinu. Þannig vonandi verða bjartari tímar í framtíðinni þegar kemur að húsnæðisuppbygginu og öryggi íbúa í framtíðinni,“ segir Regína.
Bruni á Hvaleyrarbraut Húsnæðismál Hafnarfjörður Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent