Anton: Snertir sálina að sjá menn sem ég horfði upp til vilja sjá mann ná langt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2023 12:01 Anton Sveinn McKee með bakvarðarsveit sinni. Vísir Nýstofnuð bakvarðarsveit sundmannsins Antons Sveins McKee skorar á fyrrverandi íþróttafólk að stofna sveit fyrir sitt fólk. Það er stundum dýrt spaug að vera afreksíþróttamaður á Íslandi enda stuðningur oft mjög takmarkaður af hálfu ríkisins. Einn af þeim sem hefur staðið lengi í þeirri baráttu að vera afreksmaður í sinni grein er sundmaðurinn Anton Sveinn McKee. Anton varð í sumar fyrsti Íslendingurinn til að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Anton mun þar taka þátt í sínum fjórðu Ólympíuleikum og bætist þá í hóp þeirra fimm sem hafa keppt oftast fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum. Menn skelltu sér í laugina með Antoni og sýndu gamla takta.Vísir Anton varð meðal annars í 31. sæti í 400 metra fjórsundi á ÓL í London 2012, í 18. sæti í 200 metra baksundi á ÓL í Ríó 2016 og í 24. sæti á ÓL í Tókýó 2021. Anton vann sér þátttökurétt á leikunum á næsta ári með því að synda á 2:09,19 mínútum í undanúrslitunum 200 metra bringusundsins á HM í 50 metra laug í Furoka í Japan. Hittust og rifjuðu upp gamla takta Bakvarðarsveit til stuðnings Antons McKee á undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í París, sem fara fram í ágúst á næsta ári, var nýverið stofnuð af fyrrverandi landsliðsmönnum í sundi. Markmiðið með stuðningnum frá bakvarðarsveitinni er til að stuðla að því að Anton geti með meiri krafti einbeitt sér að æfingum í aðdraganda Ólympíuleika án þess að þurfa að hafa áhyggjur af peningamálum. Vísir Til að koma verkefninu af stað, þá hittust stór hluti hópsins í Ásvallalaug og rifjaði upp gamla takta. Ekki virtist skipta máli þótt sumir hefðu ekki synt í nokkur ár og voru allir komnir á fullt flug eftir nokkrar ferðir. Að sögn Antons þá er þessi meðbyr frá fyrrverandi sundkempum ómetanlegur. „Þessi stuðningur skiptir mig gífurlegu máli. Ekki bara að ég geti einbeitt mér og helgað mig enn betur að undirbúningnum fyrir ÓL, þá snertir það líka sálina að sjá alla þá sem ruddu slóðina fyrir mér koma saman og styðja við bakið á mér. Menn sem ég horfði upp til þegar ég var ungur og vilja sjá mann ná langt,“ sagði Anton Sveinn McKee. Bakvarðarsveitin í sundinu skorar líka á fyrrverandi íþróttafólk í öðrum íþróttum að slá til og stofna sveit fyrir sitt fólk en það væri vissulega athyglisvert að sjá okkar besta íþróttafólk eignast svona flott bakland. Fær skotsilfur fram að Ólympíuleikum Anton verður vonandi ekki eini Íslendingurinn á þessum Ólympíuleikum en næstu mánuðir munu ráða því hversu margir bætast í hópinn. „Hugmyndin fæddist bara í síðustu viku. Þar sem Anton var nýbúinn að ná Ólympíulágmarki og er sá eini sem er búinn að ná lágmarki á þessum tímapunkti þá vorum við stoltir og ánægðir sundmenn með að þetta gengi eftir hjá honum,“ sagði Arnar Freyr Ólafsson sem fór fyrir hópnum. „Við komum saman og ákváðum að halda eina sundæfingu honum til styrktar. Við kölluðum okkur bara bakvarðarsveitina og viljum bara sjá til þess að hann hafi eitthvað skotsilfur fram að Ólympíuleikum í mánaðarlegum greiðslum,“ sagði Arnar Freyr. Anton mjög þakklátur Anton tók þessum stuðningi með opnum örmum og er mjög þakklátur. Anton Sveinn McKee með Guðmundi Harðarsyni, fyrrverandi landsliðsþjálfara í sundi.Vísir „Þetta er í fyrsta lagi ótrúleg upplifun að fá að taka æfingar með mínum gömlu fyrirmyndum. Það er skemmtilegt að vera með fólkinu sem ruddi leiðina fyrir mig. Maður stendur á herðum þeirra með það sem maður er að gera í dag í sundinu,“ sagði Anton Sveinn McKee. „Að finna fyrir þessum meðbyr sem kemur í gegnum stuðninginn frá þeim er ólýsanlegt og mun skipta miklu máli í undirbúningnum fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Anton. Fyrrverandi landsliðsmenn, með fyrrverandi landsliðsþjálfara „Það sem þetta snerist svolítið um í dag var að fyrrverandi landsliðsmenn, með fyrrverandi landsliðsþjálfara Guðmundi Harðarsyni, kæmu saman og syntu saman eina létta æfingu. Hún varla flokkast sem upphitun í samanburði við það sem áður var. Þetta voru fjögur hundruð metrar og það er ekki einu sinni fyrsta sett í venjulegri sundæfingu,“ sagði Arnar léttur. „Við komum saman gamlir landsliðsmenn, syntum saman, spjölluðum og mældum okkur hver við annan. Það skemmtilega við þetta er að við erum allir á mismunandi aldri en þokkalegir í holdum samt. Það er enginn sem hefur látið matarlystina ná yfirtökunum. Við skemmtum okkur vel og styðjum við bakið á okkar besta manni,“ sagði Arnar Freyr Ólafsson. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Sjá meira
Það er stundum dýrt spaug að vera afreksíþróttamaður á Íslandi enda stuðningur oft mjög takmarkaður af hálfu ríkisins. Einn af þeim sem hefur staðið lengi í þeirri baráttu að vera afreksmaður í sinni grein er sundmaðurinn Anton Sveinn McKee. Anton varð í sumar fyrsti Íslendingurinn til að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Anton mun þar taka þátt í sínum fjórðu Ólympíuleikum og bætist þá í hóp þeirra fimm sem hafa keppt oftast fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum. Menn skelltu sér í laugina með Antoni og sýndu gamla takta.Vísir Anton varð meðal annars í 31. sæti í 400 metra fjórsundi á ÓL í London 2012, í 18. sæti í 200 metra baksundi á ÓL í Ríó 2016 og í 24. sæti á ÓL í Tókýó 2021. Anton vann sér þátttökurétt á leikunum á næsta ári með því að synda á 2:09,19 mínútum í undanúrslitunum 200 metra bringusundsins á HM í 50 metra laug í Furoka í Japan. Hittust og rifjuðu upp gamla takta Bakvarðarsveit til stuðnings Antons McKee á undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í París, sem fara fram í ágúst á næsta ári, var nýverið stofnuð af fyrrverandi landsliðsmönnum í sundi. Markmiðið með stuðningnum frá bakvarðarsveitinni er til að stuðla að því að Anton geti með meiri krafti einbeitt sér að æfingum í aðdraganda Ólympíuleika án þess að þurfa að hafa áhyggjur af peningamálum. Vísir Til að koma verkefninu af stað, þá hittust stór hluti hópsins í Ásvallalaug og rifjaði upp gamla takta. Ekki virtist skipta máli þótt sumir hefðu ekki synt í nokkur ár og voru allir komnir á fullt flug eftir nokkrar ferðir. Að sögn Antons þá er þessi meðbyr frá fyrrverandi sundkempum ómetanlegur. „Þessi stuðningur skiptir mig gífurlegu máli. Ekki bara að ég geti einbeitt mér og helgað mig enn betur að undirbúningnum fyrir ÓL, þá snertir það líka sálina að sjá alla þá sem ruddu slóðina fyrir mér koma saman og styðja við bakið á mér. Menn sem ég horfði upp til þegar ég var ungur og vilja sjá mann ná langt,“ sagði Anton Sveinn McKee. Bakvarðarsveitin í sundinu skorar líka á fyrrverandi íþróttafólk í öðrum íþróttum að slá til og stofna sveit fyrir sitt fólk en það væri vissulega athyglisvert að sjá okkar besta íþróttafólk eignast svona flott bakland. Fær skotsilfur fram að Ólympíuleikum Anton verður vonandi ekki eini Íslendingurinn á þessum Ólympíuleikum en næstu mánuðir munu ráða því hversu margir bætast í hópinn. „Hugmyndin fæddist bara í síðustu viku. Þar sem Anton var nýbúinn að ná Ólympíulágmarki og er sá eini sem er búinn að ná lágmarki á þessum tímapunkti þá vorum við stoltir og ánægðir sundmenn með að þetta gengi eftir hjá honum,“ sagði Arnar Freyr Ólafsson sem fór fyrir hópnum. „Við komum saman og ákváðum að halda eina sundæfingu honum til styrktar. Við kölluðum okkur bara bakvarðarsveitina og viljum bara sjá til þess að hann hafi eitthvað skotsilfur fram að Ólympíuleikum í mánaðarlegum greiðslum,“ sagði Arnar Freyr. Anton mjög þakklátur Anton tók þessum stuðningi með opnum örmum og er mjög þakklátur. Anton Sveinn McKee með Guðmundi Harðarsyni, fyrrverandi landsliðsþjálfara í sundi.Vísir „Þetta er í fyrsta lagi ótrúleg upplifun að fá að taka æfingar með mínum gömlu fyrirmyndum. Það er skemmtilegt að vera með fólkinu sem ruddi leiðina fyrir mig. Maður stendur á herðum þeirra með það sem maður er að gera í dag í sundinu,“ sagði Anton Sveinn McKee. „Að finna fyrir þessum meðbyr sem kemur í gegnum stuðninginn frá þeim er ólýsanlegt og mun skipta miklu máli í undirbúningnum fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Anton. Fyrrverandi landsliðsmenn, með fyrrverandi landsliðsþjálfara „Það sem þetta snerist svolítið um í dag var að fyrrverandi landsliðsmenn, með fyrrverandi landsliðsþjálfara Guðmundi Harðarsyni, kæmu saman og syntu saman eina létta æfingu. Hún varla flokkast sem upphitun í samanburði við það sem áður var. Þetta voru fjögur hundruð metrar og það er ekki einu sinni fyrsta sett í venjulegri sundæfingu,“ sagði Arnar léttur. „Við komum saman gamlir landsliðsmenn, syntum saman, spjölluðum og mældum okkur hver við annan. Það skemmtilega við þetta er að við erum allir á mismunandi aldri en þokkalegir í holdum samt. Það er enginn sem hefur látið matarlystina ná yfirtökunum. Við skemmtum okkur vel og styðjum við bakið á okkar besta manni,“ sagði Arnar Freyr Ólafsson.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Sjá meira