Þeir Elleman Jensen og Lund Poulsen hafa þar með stólaskipti í ríkisstjórn Mette Frederiksen, en Elleman-Jensen verður þó áfram aðstoðarforsætisráðherra.
Greint var frá þessum hrókeringum í danska forsætisráðuneytinu í morgun.
Lund Poulsen var starfandi varnarmálaráðherra þann tíma sem Ellemann-Jensen var í veikindaleyfi frá febrúar á þessu ári og fram í júlí. Nokkuð hefur gustað um Elleman-Jensen síðustu vikur eftir að hann baðst fyrr í mánuðinum afsökunar á að hafa veitt þinginu villandi upplýsingar um umdeild vopnakaup danska ríkisins frá ísraelska vopnaframleiðandanum Elbit.
Ellemann-Jensen hefur verið leiðtogi Venstre árið 2019 og varð varnarmálaráðherra þegar Jafnaðarflokkurinn, Venstre og Moderaterne mynduðu saman samsteypustjórn í desember síðastliðinn. Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna, leiðir ríkisstjórnina.