„Það eru ennþá starfsmenn við bankann sem voru þátttakendur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. ágúst 2023 12:50 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ. Öll samtökin hafa í sumar ákveðið að hætta viðskiptum sínum við Íslandsbanka. Vísir Þrenn stór félagasamtök hafa hætt viðskiptum sínum við Íslandsbanka í sumar með samtals milljarða viðskipti við bankann. Fyrsti varaforseti ASÍ segir að ákvörðun samtakana um að hætta viðskiptum verði ekki haggað. Alþýðusamband Íslands ákvað fyrir helgi hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og fyrsti varaforseti ASÍ segir viðbrögð Íslandsbanka vegna brota hans við sölu á hlut ríkisins í bankanum hafa valdið miklum vonbrigðum. „Það eru enn þá starfsmenn við bankann sem voru þátttakendur í þessum leik og hluti af stjórninni líka. Það gefur auga leið að þá er einfaldlega ekki nógu langt gengið í að ávinna sér traust á ný. Það eru þessi sterku skilaboð sem við og ASÍ erum að senda út. Við erum að setja strik í sandinn. Við höfnum þessari háttsemi stjórnenda í viðskiptalífinu,“ segir Ragnar. Ekki sé búið að ákveða hver verði viðskiptabanki VR verður. Þá muni ákvörðun ASÍ um að hætta viðskiptum við bankann standa. „Þetta var ákvörðun sem var tekin á miðstjórnarfundi ASÍ og henni verður ekkert haggað,“ segir Ingólfur. Ekki haft samband við Lífeyrissjóð verzlunarmanna Lífeyrissjóður verzlunarmanna á tæplega sjö prósent í Íslandsbanka og er fjórði stærsti hluthafi bankans. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í júní að færi svo að VR hætti viðskiptum við Íslandsbanka yrði þeim skilaboðum beint til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að gera slíkt hið sama. Hann segist hins vegar ekki hafa gert það nú. „Ég hef ekki verið í neinum samskiptum við lífeyrissjóðinn. Það er bara stjórn sjóðsins að taka ákvörðun um það hvort að hún telji að það sé þörf á að beina viðskiptum sínum eitthvert annað. En ef ég væri lífeyrissjóður þá myndi ég hugsa mig vel um hvort að bankinn sé raunverulega að gæta ítrustu hagsmuna félagsmanna minna,“ segir Ragnar. Neytendasamtökin hætt viðskiptum Neytendasamtökin ákváði í sumar að hætta viðskiptum við bankann og hafa þegar beint viðskiptum sínum til annars banka. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. „Stjórn Neytendasamtakanna kom saman í júní og tók þá ákvörðun vegna sölu bankans og aðkomu starfsmanna bankans að henni að hætta viðskiptum við Íslandsbanka og framkvæmdastjóra var falið að beina viðskiptum sínum til annars banka og það var gert,“ segir Breki. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Stéttarfélög ASÍ Neytendur Tengdar fréttir Neytendasamtökin einnig hætt viðskiptum við Íslandsbanka Neytendasamtökin hafa bæst í hóp þeirra aðila sem hafa hætt viðskiptum við Íslandsbanka í kjölfar brota sem framin voru þegar hlutur ríkisins í bankanum var seldur í mars síðastliðnum. 21. ágúst 2023 07:13 ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. 18. ágúst 2023 18:31 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Alþýðusamband Íslands ákvað fyrir helgi hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og fyrsti varaforseti ASÍ segir viðbrögð Íslandsbanka vegna brota hans við sölu á hlut ríkisins í bankanum hafa valdið miklum vonbrigðum. „Það eru enn þá starfsmenn við bankann sem voru þátttakendur í þessum leik og hluti af stjórninni líka. Það gefur auga leið að þá er einfaldlega ekki nógu langt gengið í að ávinna sér traust á ný. Það eru þessi sterku skilaboð sem við og ASÍ erum að senda út. Við erum að setja strik í sandinn. Við höfnum þessari háttsemi stjórnenda í viðskiptalífinu,“ segir Ragnar. Ekki sé búið að ákveða hver verði viðskiptabanki VR verður. Þá muni ákvörðun ASÍ um að hætta viðskiptum við bankann standa. „Þetta var ákvörðun sem var tekin á miðstjórnarfundi ASÍ og henni verður ekkert haggað,“ segir Ingólfur. Ekki haft samband við Lífeyrissjóð verzlunarmanna Lífeyrissjóður verzlunarmanna á tæplega sjö prósent í Íslandsbanka og er fjórði stærsti hluthafi bankans. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í júní að færi svo að VR hætti viðskiptum við Íslandsbanka yrði þeim skilaboðum beint til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að gera slíkt hið sama. Hann segist hins vegar ekki hafa gert það nú. „Ég hef ekki verið í neinum samskiptum við lífeyrissjóðinn. Það er bara stjórn sjóðsins að taka ákvörðun um það hvort að hún telji að það sé þörf á að beina viðskiptum sínum eitthvert annað. En ef ég væri lífeyrissjóður þá myndi ég hugsa mig vel um hvort að bankinn sé raunverulega að gæta ítrustu hagsmuna félagsmanna minna,“ segir Ragnar. Neytendasamtökin hætt viðskiptum Neytendasamtökin ákváði í sumar að hætta viðskiptum við bankann og hafa þegar beint viðskiptum sínum til annars banka. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. „Stjórn Neytendasamtakanna kom saman í júní og tók þá ákvörðun vegna sölu bankans og aðkomu starfsmanna bankans að henni að hætta viðskiptum við Íslandsbanka og framkvæmdastjóra var falið að beina viðskiptum sínum til annars banka og það var gert,“ segir Breki.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Stéttarfélög ASÍ Neytendur Tengdar fréttir Neytendasamtökin einnig hætt viðskiptum við Íslandsbanka Neytendasamtökin hafa bæst í hóp þeirra aðila sem hafa hætt viðskiptum við Íslandsbanka í kjölfar brota sem framin voru þegar hlutur ríkisins í bankanum var seldur í mars síðastliðnum. 21. ágúst 2023 07:13 ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. 18. ágúst 2023 18:31 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Neytendasamtökin einnig hætt viðskiptum við Íslandsbanka Neytendasamtökin hafa bæst í hóp þeirra aðila sem hafa hætt viðskiptum við Íslandsbanka í kjölfar brota sem framin voru þegar hlutur ríkisins í bankanum var seldur í mars síðastliðnum. 21. ágúst 2023 07:13
ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. 18. ágúst 2023 18:31