„Það eru ennþá starfsmenn við bankann sem voru þátttakendur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. ágúst 2023 12:50 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ. Öll samtökin hafa í sumar ákveðið að hætta viðskiptum sínum við Íslandsbanka. Vísir Þrenn stór félagasamtök hafa hætt viðskiptum sínum við Íslandsbanka í sumar með samtals milljarða viðskipti við bankann. Fyrsti varaforseti ASÍ segir að ákvörðun samtakana um að hætta viðskiptum verði ekki haggað. Alþýðusamband Íslands ákvað fyrir helgi hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og fyrsti varaforseti ASÍ segir viðbrögð Íslandsbanka vegna brota hans við sölu á hlut ríkisins í bankanum hafa valdið miklum vonbrigðum. „Það eru enn þá starfsmenn við bankann sem voru þátttakendur í þessum leik og hluti af stjórninni líka. Það gefur auga leið að þá er einfaldlega ekki nógu langt gengið í að ávinna sér traust á ný. Það eru þessi sterku skilaboð sem við og ASÍ erum að senda út. Við erum að setja strik í sandinn. Við höfnum þessari háttsemi stjórnenda í viðskiptalífinu,“ segir Ragnar. Ekki sé búið að ákveða hver verði viðskiptabanki VR verður. Þá muni ákvörðun ASÍ um að hætta viðskiptum við bankann standa. „Þetta var ákvörðun sem var tekin á miðstjórnarfundi ASÍ og henni verður ekkert haggað,“ segir Ingólfur. Ekki haft samband við Lífeyrissjóð verzlunarmanna Lífeyrissjóður verzlunarmanna á tæplega sjö prósent í Íslandsbanka og er fjórði stærsti hluthafi bankans. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í júní að færi svo að VR hætti viðskiptum við Íslandsbanka yrði þeim skilaboðum beint til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að gera slíkt hið sama. Hann segist hins vegar ekki hafa gert það nú. „Ég hef ekki verið í neinum samskiptum við lífeyrissjóðinn. Það er bara stjórn sjóðsins að taka ákvörðun um það hvort að hún telji að það sé þörf á að beina viðskiptum sínum eitthvert annað. En ef ég væri lífeyrissjóður þá myndi ég hugsa mig vel um hvort að bankinn sé raunverulega að gæta ítrustu hagsmuna félagsmanna minna,“ segir Ragnar. Neytendasamtökin hætt viðskiptum Neytendasamtökin ákváði í sumar að hætta viðskiptum við bankann og hafa þegar beint viðskiptum sínum til annars banka. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. „Stjórn Neytendasamtakanna kom saman í júní og tók þá ákvörðun vegna sölu bankans og aðkomu starfsmanna bankans að henni að hætta viðskiptum við Íslandsbanka og framkvæmdastjóra var falið að beina viðskiptum sínum til annars banka og það var gert,“ segir Breki. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Stéttarfélög ASÍ Neytendur Tengdar fréttir Neytendasamtökin einnig hætt viðskiptum við Íslandsbanka Neytendasamtökin hafa bæst í hóp þeirra aðila sem hafa hætt viðskiptum við Íslandsbanka í kjölfar brota sem framin voru þegar hlutur ríkisins í bankanum var seldur í mars síðastliðnum. 21. ágúst 2023 07:13 ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. 18. ágúst 2023 18:31 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira
Alþýðusamband Íslands ákvað fyrir helgi hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og fyrsti varaforseti ASÍ segir viðbrögð Íslandsbanka vegna brota hans við sölu á hlut ríkisins í bankanum hafa valdið miklum vonbrigðum. „Það eru enn þá starfsmenn við bankann sem voru þátttakendur í þessum leik og hluti af stjórninni líka. Það gefur auga leið að þá er einfaldlega ekki nógu langt gengið í að ávinna sér traust á ný. Það eru þessi sterku skilaboð sem við og ASÍ erum að senda út. Við erum að setja strik í sandinn. Við höfnum þessari háttsemi stjórnenda í viðskiptalífinu,“ segir Ragnar. Ekki sé búið að ákveða hver verði viðskiptabanki VR verður. Þá muni ákvörðun ASÍ um að hætta viðskiptum við bankann standa. „Þetta var ákvörðun sem var tekin á miðstjórnarfundi ASÍ og henni verður ekkert haggað,“ segir Ingólfur. Ekki haft samband við Lífeyrissjóð verzlunarmanna Lífeyrissjóður verzlunarmanna á tæplega sjö prósent í Íslandsbanka og er fjórði stærsti hluthafi bankans. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í júní að færi svo að VR hætti viðskiptum við Íslandsbanka yrði þeim skilaboðum beint til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að gera slíkt hið sama. Hann segist hins vegar ekki hafa gert það nú. „Ég hef ekki verið í neinum samskiptum við lífeyrissjóðinn. Það er bara stjórn sjóðsins að taka ákvörðun um það hvort að hún telji að það sé þörf á að beina viðskiptum sínum eitthvert annað. En ef ég væri lífeyrissjóður þá myndi ég hugsa mig vel um hvort að bankinn sé raunverulega að gæta ítrustu hagsmuna félagsmanna minna,“ segir Ragnar. Neytendasamtökin hætt viðskiptum Neytendasamtökin ákváði í sumar að hætta viðskiptum við bankann og hafa þegar beint viðskiptum sínum til annars banka. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. „Stjórn Neytendasamtakanna kom saman í júní og tók þá ákvörðun vegna sölu bankans og aðkomu starfsmanna bankans að henni að hætta viðskiptum við Íslandsbanka og framkvæmdastjóra var falið að beina viðskiptum sínum til annars banka og það var gert,“ segir Breki.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Stéttarfélög ASÍ Neytendur Tengdar fréttir Neytendasamtökin einnig hætt viðskiptum við Íslandsbanka Neytendasamtökin hafa bæst í hóp þeirra aðila sem hafa hætt viðskiptum við Íslandsbanka í kjölfar brota sem framin voru þegar hlutur ríkisins í bankanum var seldur í mars síðastliðnum. 21. ágúst 2023 07:13 ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. 18. ágúst 2023 18:31 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira
Neytendasamtökin einnig hætt viðskiptum við Íslandsbanka Neytendasamtökin hafa bæst í hóp þeirra aðila sem hafa hætt viðskiptum við Íslandsbanka í kjölfar brota sem framin voru þegar hlutur ríkisins í bankanum var seldur í mars síðastliðnum. 21. ágúst 2023 07:13
ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. 18. ágúst 2023 18:31