Lyngby í efri hlutanum eftir góðan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2023 19:30 Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, hafði margar ástæður til að klappa í dag Vísir/Getty Íslendingalið Lyngby vann 1-0 heimasigur á Randers í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er sem stendur í efri hluta deildarinnar. Virðist sem lærisveinar Freys Alexanderssonar ætli sér ekki að endurtaka leik síðasta tímabils og vera í fallbaráttu allt til lokadags. Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliði Lyngby og lék allan leikinn á meðan Andri Lucas Guðjohnsen kom af bekknum í því sem var hann fyrsti leikur fyrir félagið. Kolbeinn Birgir Finnsson var ekki í leikmannahópnum í dag eftir að fá rautt spjald í síðustu umferð. Lyngby kom boltanum tvívegis í netið í dag en fyrra mark leiksins – sem Tochi Chukwuani skoraði – var dæmt af vegna brots. Danski framherjinn Frederik Gytkjær skoraði hins vegar það sem reyndist sigurmarkið á 87. mínútu leiksins. Eftir sigur dagsins er Lyngby með 7 stig að í 6. sæti að loknum fimm leikjum. SEJR!! pic.twitter.com/ZjqHrMfuUj— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 20, 2023 Stefan Teitur Þórðarson og félagar í Silkeborg eru með jafn mörg stig en sæti neðar þar sem liðið hefur skorað einu marki minna. Stefán Teitur kom inn af bekknum í 2-0 sigri á Nordsjælland í dag. Frakkland Í frönsku úrvalsdeildinni var Hákon Arnar Haraldsson í byrjunarliði Lille sem vann 2-0 sigur á Nantes þrátt fyrir að vera manni færri síðasta stundarfjórðunginn eða svo. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Jonathan David á 66. mínútu en fjórum mínútum síðar var Hákon Arnar tekinn af velli. Miðvörðurinn Alexsandro fékk beint rautt spjald á 78. mínútu og var Lille því manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom ekki að sök þar sem Adam Ounas bætti við öðru marki Lille í uppbótartíma. Lille með fjögur stig að loknum tveimur umferðum. Le message de Hákon Haraldsson sur Instagram : « Premier match et première victoire à la maison. Les supporters ont été incroyables » pic.twitter.com/26TV5jRY8s— L'Actu Des Dogues (@actudesdogues) August 20, 2023 Belgía Íslendingalið Eupen vann 3-1 útisigur á Kortrijk þar sem bæði Guðlaugur Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason voru í byrjunarliðinu. Guðlaugur Victor spilaði allan leikinn í miðri vörninni en Alfreð var tekinn af velli í uppbótartíma. Eupen er í 8. sæti með 7 stig að loknum fjórum leikjum. Noregur Ham Kam gerði sér lítið fyrir og pakkaði Rosenborg saman í norsku úrvalsdeildinni, lokatölur 3-0. Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn í miðverði Ham Kam á meðan Ísak Snær Þorvaldsson hóf leik í fremstu línu gestanna. Nældi hann sér í gult spjald áður en hann var tekinn af velli á 78. mínútu. Ham Kam er í 11. sæti með 22 stig eftir 19 leiki á meðan Rosenborg er í 9. sæti með 25 stig. Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking sem vann 1-0 sigur á Stabæk. Viking er í 2. sæti með 44 stig, jafn mörg og topplið Bodø/Glimt. Ari Leifsson var í vörn Stromsgodset sem tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Lilleström. Ari og félagar eru með 23 stig í 10. sæti. Grikkland Guðmundur Þórarinsson skoraði eitt marka OFI Crete gegn Aris í grísku úrvalsdeildinni. Lokatölur leiksins 3-2 og Crete byrjar tímabilið á sigri. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Danski boltinn Franski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Sjá meira
Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliði Lyngby og lék allan leikinn á meðan Andri Lucas Guðjohnsen kom af bekknum í því sem var hann fyrsti leikur fyrir félagið. Kolbeinn Birgir Finnsson var ekki í leikmannahópnum í dag eftir að fá rautt spjald í síðustu umferð. Lyngby kom boltanum tvívegis í netið í dag en fyrra mark leiksins – sem Tochi Chukwuani skoraði – var dæmt af vegna brots. Danski framherjinn Frederik Gytkjær skoraði hins vegar það sem reyndist sigurmarkið á 87. mínútu leiksins. Eftir sigur dagsins er Lyngby með 7 stig að í 6. sæti að loknum fimm leikjum. SEJR!! pic.twitter.com/ZjqHrMfuUj— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 20, 2023 Stefan Teitur Þórðarson og félagar í Silkeborg eru með jafn mörg stig en sæti neðar þar sem liðið hefur skorað einu marki minna. Stefán Teitur kom inn af bekknum í 2-0 sigri á Nordsjælland í dag. Frakkland Í frönsku úrvalsdeildinni var Hákon Arnar Haraldsson í byrjunarliði Lille sem vann 2-0 sigur á Nantes þrátt fyrir að vera manni færri síðasta stundarfjórðunginn eða svo. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Jonathan David á 66. mínútu en fjórum mínútum síðar var Hákon Arnar tekinn af velli. Miðvörðurinn Alexsandro fékk beint rautt spjald á 78. mínútu og var Lille því manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom ekki að sök þar sem Adam Ounas bætti við öðru marki Lille í uppbótartíma. Lille með fjögur stig að loknum tveimur umferðum. Le message de Hákon Haraldsson sur Instagram : « Premier match et première victoire à la maison. Les supporters ont été incroyables » pic.twitter.com/26TV5jRY8s— L'Actu Des Dogues (@actudesdogues) August 20, 2023 Belgía Íslendingalið Eupen vann 3-1 útisigur á Kortrijk þar sem bæði Guðlaugur Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason voru í byrjunarliðinu. Guðlaugur Victor spilaði allan leikinn í miðri vörninni en Alfreð var tekinn af velli í uppbótartíma. Eupen er í 8. sæti með 7 stig að loknum fjórum leikjum. Noregur Ham Kam gerði sér lítið fyrir og pakkaði Rosenborg saman í norsku úrvalsdeildinni, lokatölur 3-0. Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn í miðverði Ham Kam á meðan Ísak Snær Þorvaldsson hóf leik í fremstu línu gestanna. Nældi hann sér í gult spjald áður en hann var tekinn af velli á 78. mínútu. Ham Kam er í 11. sæti með 22 stig eftir 19 leiki á meðan Rosenborg er í 9. sæti með 25 stig. Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking sem vann 1-0 sigur á Stabæk. Viking er í 2. sæti með 44 stig, jafn mörg og topplið Bodø/Glimt. Ari Leifsson var í vörn Stromsgodset sem tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Lilleström. Ari og félagar eru með 23 stig í 10. sæti. Grikkland Guðmundur Þórarinsson skoraði eitt marka OFI Crete gegn Aris í grísku úrvalsdeildinni. Lokatölur leiksins 3-2 og Crete byrjar tímabilið á sigri. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Danski boltinn Franski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Sjá meira