Beint frá býli bændur bjóða landsmönnum heim Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. ágúst 2023 13:31 Bændur á sex stöðum á landinu bjóða heim á morgun, sunnudaginn 20. ágúst frá 13:00 til 17:00. Aðsend Bændur á sex stöðum á landinu ætla að bjóða landsmönnum í heimsókn til sín á morgun en þá er “Beint frá býli dagurinn” í tilefni af fimmtán ára afmæli samtakanna. Afmæliskaka, kaffi og djús verður í boði á öllum stöðunum, auk þess sem bændur og búalið munu kynna og selja vörur sínar. Beint frá býli eru milliliðalaus viðskipti frá bónda til viðskiptavinar þar sem heimavinnsla og sala frá bændum fer fram. Markmið samtakanna Beint frá býli er meðal annars að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Það stendur mikið til hjá samtökunum á morgun sunnudag því þá verður 15 ára afmæli fagnað með opnu húsi fra klukkan 13:00 til 17:00 á sex bæjum víðs vegar um landið en bæirnir eru Háafell geitfjársetur á Vesturlandi, Brjánslækur á Barðaströnd á Vestfjörðum, Stórhóll í Skagafirði á Norðurlandi vestra, Holtasel í Eyjafjarðarsveit á Norðurlandi eystra, Lynghóll í Skriðdal á Austurlandi og Efsti Dalur tvö í Bláskógabyggð á Suðurlandi. Beint frá býli bændur eru með mjög fjölbreytta starfsemi þegar matvæli eru annars vegar.Aðsend Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Geitfjársetrinu Háafelli í Borgarfirði er formaður samtakanna Beint frá býli og veit allt um morgundaginn. „Sumir bændur eru að selja eitthvað og aðrir eru bara að kynna það sem þeir eru með og að taka pantanir eins og kjötframleiðendur fyrir haustið og svo er misjafnt hvað hver gerir en það verður allavega hægt að hitta fólk og tala við það, sjá hvað er í gangi hjá okkur. Svo er afmælisterta í boði frá Beint frá býli, kaffi og djús,” segir Jóhanna. Hjá Jóhönnu á Háfelli verða kvenfélagskonur líka með kökusölu og pylsur á grillinu, ásamt skottmarkaði og það verður hoppukastali á staðnum fyrir börnin og hægt að skoða geiturnar á bænum. Þetta er glæsilegt og skemmtilegt framtak hjá ykkur bændum hjá Beint frá býli. „Já það er bara nauðsynlegt að minna á okkur því að ég held að það sé svo mikilvægt að minna á svona starfsemi öðru hvoru.” Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, formaður Beint frá býli, sem er félag bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi.Aðsend Og þið eruð með fjölbreytta starfsemi á bæjunum? „Já við erum það á svonum flestum stöðunum en það er mis mikið Sumir af þessum stöðum eru náttúrulega opnir og taka á móti ferðafólki og eru jafnvel með verslanir á staðnum eins og hérna hjá okkur er verslun á staðnum og við erum að fá 80 til 100 manns á dag yfir sumarið og allt upp í 200 til 300 manns, þannig að það er aðeins misjafnt hvernig aðstaðan er á hverjum stað,” segir Jóhanna Bergmann um leið og hún hvetur landsmenn til að heimsækja bæina á morgun, sunnudaginn 20. ágúst frá 13:00 til 17:00. Heimasíða Beint frá býli Jóhanna í verslun sinni á Háfelli þar sem meira en nóg er að gera yfir sumartímann.Aðsend Landbúnaður Borgarbyggð Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Sjá meira
Beint frá býli eru milliliðalaus viðskipti frá bónda til viðskiptavinar þar sem heimavinnsla og sala frá bændum fer fram. Markmið samtakanna Beint frá býli er meðal annars að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Það stendur mikið til hjá samtökunum á morgun sunnudag því þá verður 15 ára afmæli fagnað með opnu húsi fra klukkan 13:00 til 17:00 á sex bæjum víðs vegar um landið en bæirnir eru Háafell geitfjársetur á Vesturlandi, Brjánslækur á Barðaströnd á Vestfjörðum, Stórhóll í Skagafirði á Norðurlandi vestra, Holtasel í Eyjafjarðarsveit á Norðurlandi eystra, Lynghóll í Skriðdal á Austurlandi og Efsti Dalur tvö í Bláskógabyggð á Suðurlandi. Beint frá býli bændur eru með mjög fjölbreytta starfsemi þegar matvæli eru annars vegar.Aðsend Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Geitfjársetrinu Háafelli í Borgarfirði er formaður samtakanna Beint frá býli og veit allt um morgundaginn. „Sumir bændur eru að selja eitthvað og aðrir eru bara að kynna það sem þeir eru með og að taka pantanir eins og kjötframleiðendur fyrir haustið og svo er misjafnt hvað hver gerir en það verður allavega hægt að hitta fólk og tala við það, sjá hvað er í gangi hjá okkur. Svo er afmælisterta í boði frá Beint frá býli, kaffi og djús,” segir Jóhanna. Hjá Jóhönnu á Háfelli verða kvenfélagskonur líka með kökusölu og pylsur á grillinu, ásamt skottmarkaði og það verður hoppukastali á staðnum fyrir börnin og hægt að skoða geiturnar á bænum. Þetta er glæsilegt og skemmtilegt framtak hjá ykkur bændum hjá Beint frá býli. „Já það er bara nauðsynlegt að minna á okkur því að ég held að það sé svo mikilvægt að minna á svona starfsemi öðru hvoru.” Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, formaður Beint frá býli, sem er félag bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi.Aðsend Og þið eruð með fjölbreytta starfsemi á bæjunum? „Já við erum það á svonum flestum stöðunum en það er mis mikið Sumir af þessum stöðum eru náttúrulega opnir og taka á móti ferðafólki og eru jafnvel með verslanir á staðnum eins og hérna hjá okkur er verslun á staðnum og við erum að fá 80 til 100 manns á dag yfir sumarið og allt upp í 200 til 300 manns, þannig að það er aðeins misjafnt hvernig aðstaðan er á hverjum stað,” segir Jóhanna Bergmann um leið og hún hvetur landsmenn til að heimsækja bæina á morgun, sunnudaginn 20. ágúst frá 13:00 til 17:00. Heimasíða Beint frá býli Jóhanna í verslun sinni á Háfelli þar sem meira en nóg er að gera yfir sumartímann.Aðsend
Landbúnaður Borgarbyggð Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Sjá meira