Beint frá býli bændur bjóða landsmönnum heim Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. ágúst 2023 13:31 Bændur á sex stöðum á landinu bjóða heim á morgun, sunnudaginn 20. ágúst frá 13:00 til 17:00. Aðsend Bændur á sex stöðum á landinu ætla að bjóða landsmönnum í heimsókn til sín á morgun en þá er “Beint frá býli dagurinn” í tilefni af fimmtán ára afmæli samtakanna. Afmæliskaka, kaffi og djús verður í boði á öllum stöðunum, auk þess sem bændur og búalið munu kynna og selja vörur sínar. Beint frá býli eru milliliðalaus viðskipti frá bónda til viðskiptavinar þar sem heimavinnsla og sala frá bændum fer fram. Markmið samtakanna Beint frá býli er meðal annars að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Það stendur mikið til hjá samtökunum á morgun sunnudag því þá verður 15 ára afmæli fagnað með opnu húsi fra klukkan 13:00 til 17:00 á sex bæjum víðs vegar um landið en bæirnir eru Háafell geitfjársetur á Vesturlandi, Brjánslækur á Barðaströnd á Vestfjörðum, Stórhóll í Skagafirði á Norðurlandi vestra, Holtasel í Eyjafjarðarsveit á Norðurlandi eystra, Lynghóll í Skriðdal á Austurlandi og Efsti Dalur tvö í Bláskógabyggð á Suðurlandi. Beint frá býli bændur eru með mjög fjölbreytta starfsemi þegar matvæli eru annars vegar.Aðsend Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Geitfjársetrinu Háafelli í Borgarfirði er formaður samtakanna Beint frá býli og veit allt um morgundaginn. „Sumir bændur eru að selja eitthvað og aðrir eru bara að kynna það sem þeir eru með og að taka pantanir eins og kjötframleiðendur fyrir haustið og svo er misjafnt hvað hver gerir en það verður allavega hægt að hitta fólk og tala við það, sjá hvað er í gangi hjá okkur. Svo er afmælisterta í boði frá Beint frá býli, kaffi og djús,” segir Jóhanna. Hjá Jóhönnu á Háfelli verða kvenfélagskonur líka með kökusölu og pylsur á grillinu, ásamt skottmarkaði og það verður hoppukastali á staðnum fyrir börnin og hægt að skoða geiturnar á bænum. Þetta er glæsilegt og skemmtilegt framtak hjá ykkur bændum hjá Beint frá býli. „Já það er bara nauðsynlegt að minna á okkur því að ég held að það sé svo mikilvægt að minna á svona starfsemi öðru hvoru.” Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, formaður Beint frá býli, sem er félag bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi.Aðsend Og þið eruð með fjölbreytta starfsemi á bæjunum? „Já við erum það á svonum flestum stöðunum en það er mis mikið Sumir af þessum stöðum eru náttúrulega opnir og taka á móti ferðafólki og eru jafnvel með verslanir á staðnum eins og hérna hjá okkur er verslun á staðnum og við erum að fá 80 til 100 manns á dag yfir sumarið og allt upp í 200 til 300 manns, þannig að það er aðeins misjafnt hvernig aðstaðan er á hverjum stað,” segir Jóhanna Bergmann um leið og hún hvetur landsmenn til að heimsækja bæina á morgun, sunnudaginn 20. ágúst frá 13:00 til 17:00. Heimasíða Beint frá býli Jóhanna í verslun sinni á Háfelli þar sem meira en nóg er að gera yfir sumartímann.Aðsend Landbúnaður Borgarbyggð Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Beint frá býli eru milliliðalaus viðskipti frá bónda til viðskiptavinar þar sem heimavinnsla og sala frá bændum fer fram. Markmið samtakanna Beint frá býli er meðal annars að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Það stendur mikið til hjá samtökunum á morgun sunnudag því þá verður 15 ára afmæli fagnað með opnu húsi fra klukkan 13:00 til 17:00 á sex bæjum víðs vegar um landið en bæirnir eru Háafell geitfjársetur á Vesturlandi, Brjánslækur á Barðaströnd á Vestfjörðum, Stórhóll í Skagafirði á Norðurlandi vestra, Holtasel í Eyjafjarðarsveit á Norðurlandi eystra, Lynghóll í Skriðdal á Austurlandi og Efsti Dalur tvö í Bláskógabyggð á Suðurlandi. Beint frá býli bændur eru með mjög fjölbreytta starfsemi þegar matvæli eru annars vegar.Aðsend Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Geitfjársetrinu Háafelli í Borgarfirði er formaður samtakanna Beint frá býli og veit allt um morgundaginn. „Sumir bændur eru að selja eitthvað og aðrir eru bara að kynna það sem þeir eru með og að taka pantanir eins og kjötframleiðendur fyrir haustið og svo er misjafnt hvað hver gerir en það verður allavega hægt að hitta fólk og tala við það, sjá hvað er í gangi hjá okkur. Svo er afmælisterta í boði frá Beint frá býli, kaffi og djús,” segir Jóhanna. Hjá Jóhönnu á Háfelli verða kvenfélagskonur líka með kökusölu og pylsur á grillinu, ásamt skottmarkaði og það verður hoppukastali á staðnum fyrir börnin og hægt að skoða geiturnar á bænum. Þetta er glæsilegt og skemmtilegt framtak hjá ykkur bændum hjá Beint frá býli. „Já það er bara nauðsynlegt að minna á okkur því að ég held að það sé svo mikilvægt að minna á svona starfsemi öðru hvoru.” Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, formaður Beint frá býli, sem er félag bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi.Aðsend Og þið eruð með fjölbreytta starfsemi á bæjunum? „Já við erum það á svonum flestum stöðunum en það er mis mikið Sumir af þessum stöðum eru náttúrulega opnir og taka á móti ferðafólki og eru jafnvel með verslanir á staðnum eins og hérna hjá okkur er verslun á staðnum og við erum að fá 80 til 100 manns á dag yfir sumarið og allt upp í 200 til 300 manns, þannig að það er aðeins misjafnt hvernig aðstaðan er á hverjum stað,” segir Jóhanna Bergmann um leið og hún hvetur landsmenn til að heimsækja bæina á morgun, sunnudaginn 20. ágúst frá 13:00 til 17:00. Heimasíða Beint frá býli Jóhanna í verslun sinni á Háfelli þar sem meira en nóg er að gera yfir sumartímann.Aðsend
Landbúnaður Borgarbyggð Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira