„Það getur enginn viljað ógna flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 12:41 Snorri Geir Steingrímsson segist handviss um að allir flugmenn séu á móti því að þrengja að flugvellinum í Reykjavík. Snorri Geir/Vísir/Vilhelm Yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni segir ekki annað koma til greina en að borgin gangi að kröfu Isavia og felli um þriðjung skógarsins í Öskjuhlíð. Annað ógni flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll. ISAVIA sendi bréf til Reykjavíkurborgar í sumar og krafðist þess að tæplega 3000 tré á suðvesturhlið Öskjuhlíðar yrðu felld, um þriðjungur skógarins. Í bréfi Isavia kemur fram að trjágróður í Öskjuhlíð sé orðin raunveruleg öryggisógn gagnvart loftförum í aðflugi og þess krafist að Reykjavíkurborg bregðist við hættunni án tafar. Skógurinn nýtur verndar sem borgargarður í Reykjavík og er á Náttúruminjaskrá. Á fundi borgarráðs í gær var samþykkt að senda kröfu Isavia til umhverfis- og skipulagsráðs áður en afstaða yrði tekin til málsins. „Þetta minnkar öryggi vallarins“ Snorri Geir Steingrímsson, yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni, segist hlynntur kröfu Isavia og að það sama hljóti að gilda um aðra flugmenn. „Ég er handviss um að allir flugmenn eru á móti því að þrengja að flugvellinum. Hækkun byggðar þarna í kring og hækkun trjáa vinnur allt á móti öryggi flugvallarins. Alveg sama hvort það sé á Hlíðarendasvæðinu, Skerjafirði, hækkun trjáa í Öskjuhlíðinni eða bygging háskóla þarna við völlinn eða annað, þetta minnkar öryggi vallarins,“ segir Snorri. Honum sé ekki kunnugt um að hættulegar aðstæður hafi komið upp sem rekja megi til trjána, en þau vaxi upp í flugtaks og brottflugslínu og hækki aðflugshorn fyrir lendingu. „Það eru flugvélar að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli sem geta ekki notað flugbrautina til flugtaks á móti Öskjuhlíðinni í sterkum austanáttum. Það skapar þá hættu að það er verið að fara á loft á norður suðurbrautinni í hliðarvindi.“ Það sé sérstaklega varasamt á veturnar þegar brautirnar séu hálar. Snorri segir málið pólítískt og sé partur af þeirri umræðu um hvort finna eigi flugvellinum í Reykjavík annan stað. Hann sé þó alls ekki á því. Ef Reykjavík ætlar að vera áfram höfuðborg Íslands þá þarf að vera flugvöllur í Reykjavík. Þá eigi hann ekki von á öðru en að borgin gangi að kröfu Isavia og að trén verði felld. „Að sjálfsögðu. Það getur enginn viljað ógna flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll,“ segir Snorri Geir Steingrímsson, yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni. Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Fréttir af flugi Skógrækt og landgræðsla Tré Tengdar fréttir Isavia krefst þess að um þrjú þúsund tré verði felld í Öskjuhlíð Innanlandssvið Isavia hefur krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíð verði felld tafarlaust og til vara 1.200 hæstu trén. Erindi þessa efnis hafi verið lagt fyrir borgarráð í dag og hafi verið samstaða um þá málsmeðferð að beiðnin færi til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. 17. ágúst 2023 13:21 Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. 17. ágúst 2023 18:23 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
ISAVIA sendi bréf til Reykjavíkurborgar í sumar og krafðist þess að tæplega 3000 tré á suðvesturhlið Öskjuhlíðar yrðu felld, um þriðjungur skógarins. Í bréfi Isavia kemur fram að trjágróður í Öskjuhlíð sé orðin raunveruleg öryggisógn gagnvart loftförum í aðflugi og þess krafist að Reykjavíkurborg bregðist við hættunni án tafar. Skógurinn nýtur verndar sem borgargarður í Reykjavík og er á Náttúruminjaskrá. Á fundi borgarráðs í gær var samþykkt að senda kröfu Isavia til umhverfis- og skipulagsráðs áður en afstaða yrði tekin til málsins. „Þetta minnkar öryggi vallarins“ Snorri Geir Steingrímsson, yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni, segist hlynntur kröfu Isavia og að það sama hljóti að gilda um aðra flugmenn. „Ég er handviss um að allir flugmenn eru á móti því að þrengja að flugvellinum. Hækkun byggðar þarna í kring og hækkun trjáa vinnur allt á móti öryggi flugvallarins. Alveg sama hvort það sé á Hlíðarendasvæðinu, Skerjafirði, hækkun trjáa í Öskjuhlíðinni eða bygging háskóla þarna við völlinn eða annað, þetta minnkar öryggi vallarins,“ segir Snorri. Honum sé ekki kunnugt um að hættulegar aðstæður hafi komið upp sem rekja megi til trjána, en þau vaxi upp í flugtaks og brottflugslínu og hækki aðflugshorn fyrir lendingu. „Það eru flugvélar að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli sem geta ekki notað flugbrautina til flugtaks á móti Öskjuhlíðinni í sterkum austanáttum. Það skapar þá hættu að það er verið að fara á loft á norður suðurbrautinni í hliðarvindi.“ Það sé sérstaklega varasamt á veturnar þegar brautirnar séu hálar. Snorri segir málið pólítískt og sé partur af þeirri umræðu um hvort finna eigi flugvellinum í Reykjavík annan stað. Hann sé þó alls ekki á því. Ef Reykjavík ætlar að vera áfram höfuðborg Íslands þá þarf að vera flugvöllur í Reykjavík. Þá eigi hann ekki von á öðru en að borgin gangi að kröfu Isavia og að trén verði felld. „Að sjálfsögðu. Það getur enginn viljað ógna flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll,“ segir Snorri Geir Steingrímsson, yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni.
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Fréttir af flugi Skógrækt og landgræðsla Tré Tengdar fréttir Isavia krefst þess að um þrjú þúsund tré verði felld í Öskjuhlíð Innanlandssvið Isavia hefur krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíð verði felld tafarlaust og til vara 1.200 hæstu trén. Erindi þessa efnis hafi verið lagt fyrir borgarráð í dag og hafi verið samstaða um þá málsmeðferð að beiðnin færi til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. 17. ágúst 2023 13:21 Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. 17. ágúst 2023 18:23 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Isavia krefst þess að um þrjú þúsund tré verði felld í Öskjuhlíð Innanlandssvið Isavia hefur krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíð verði felld tafarlaust og til vara 1.200 hæstu trén. Erindi þessa efnis hafi verið lagt fyrir borgarráð í dag og hafi verið samstaða um þá málsmeðferð að beiðnin færi til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. 17. ágúst 2023 13:21
Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. 17. ágúst 2023 18:23