Reykjavíkurborg hafi eitt ár til að fella skóginn Kristinn Haukur Guðnason og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 17. ágúst 2023 21:00 Sigrún Björk segir að flugmenn hafi oft flaggað hættunni í aðflugi vegna hárra trjáa í Öskjuhlíð. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá ISAVIA, segir tímann nauman til að höggva niður um þriðjung skógarins í Öskjuhlíð. Trén skagi upp í fleti sem megi ekki hindra samkvæmt alþjóðaflugreglum. „Við höfum ár,“ segir Sigrún Björk. „Við höfum mjög skamman tíma til þess að bregðast við þessu vegna þess hversu hátt þetta er orðið og er farið að skaga upp í þá fleti sem samkvæmt alþjóðareglum mega engar hindranir vera á. Þess vegna þarf borgina að bregðast við þessu.“ ISAVIA sendi bréf til Reykjavíkurborgar í sumar og krafðist þess að 2.900 tré á suðvesturhlið Öskjuhlíðar yrðu felld, um þriðjungur skógarins. En skógurinn nýtur verndar sem borgargarður í Reykjavík og er á Náttúruminjaskrá. Sigrún Björk segir að flugmenn hafi oft lýst erfiðum aðstæðum við aðflugið vegna hárra trjáa. „Við sendum erindi til borgarinnar til að hefja samtalið um þær leiðir sem færar eru til að bæta flugöryggi í nágrenni Reykjavíkurflugvallar,“ segir Sigrún Björk. „Hæðin á Öskjuhlíð er orðin að mjög hárri hindrun og veldur því að aðflugið að þessari flugbraut er orðið mjög bratt. Það bratt að sumar tegundir loftfara geta ekki flogið þangað.“ Margt þrengir að flugvellinum Þá segir hún að fleiri þættir þrengi að flugvellinum. Meðal annars uppbygging í Skerjafirði og Fossvogsbrúin. „Þar verða kranar settir í aðflugsstefnu norður-suðurbrautarinnar og þeir munu líka hafa áhrif á aðflug að þeirri braut. Þá erum við að gelda tvær brautir á þessum velli,“ segir Sigrún Björk. „Við erum kominn í ómöguleika með Reykjavíkurflugvöll ef þessi flugbraut verður ónothæf.“ Hægt að gróðursetja lágvaxnari tegundir Málið er nú tekið fyrir hjá umhverfis og skipulagsnefnd en hingað til hefur Reykjavíkurborg verið treg til að fella tré í Öskjuhlíðinni. Þó hafa hátt í 200 tré verið felld á undanförnum árum vegna Reykjavíkurflugvallar. „Þær myndir sem hafa verið unnar eru kannski svolítið villandi,“ segir Sigrún Björk um teikningar af því svæði sem þarf að fella á að mati ISAVIA. „Því þarna er hægt að setja til að mynda birki eða reynivið eða aðrar trjátegundir sem eru lágvaxnari og seinvaxnari en þessi flottu grenitré.“ Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Skógrækt og landgræðsla Fréttir af flugi Umferðaröryggi Tré Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Við höfum ár,“ segir Sigrún Björk. „Við höfum mjög skamman tíma til þess að bregðast við þessu vegna þess hversu hátt þetta er orðið og er farið að skaga upp í þá fleti sem samkvæmt alþjóðareglum mega engar hindranir vera á. Þess vegna þarf borgina að bregðast við þessu.“ ISAVIA sendi bréf til Reykjavíkurborgar í sumar og krafðist þess að 2.900 tré á suðvesturhlið Öskjuhlíðar yrðu felld, um þriðjungur skógarins. En skógurinn nýtur verndar sem borgargarður í Reykjavík og er á Náttúruminjaskrá. Sigrún Björk segir að flugmenn hafi oft lýst erfiðum aðstæðum við aðflugið vegna hárra trjáa. „Við sendum erindi til borgarinnar til að hefja samtalið um þær leiðir sem færar eru til að bæta flugöryggi í nágrenni Reykjavíkurflugvallar,“ segir Sigrún Björk. „Hæðin á Öskjuhlíð er orðin að mjög hárri hindrun og veldur því að aðflugið að þessari flugbraut er orðið mjög bratt. Það bratt að sumar tegundir loftfara geta ekki flogið þangað.“ Margt þrengir að flugvellinum Þá segir hún að fleiri þættir þrengi að flugvellinum. Meðal annars uppbygging í Skerjafirði og Fossvogsbrúin. „Þar verða kranar settir í aðflugsstefnu norður-suðurbrautarinnar og þeir munu líka hafa áhrif á aðflug að þeirri braut. Þá erum við að gelda tvær brautir á þessum velli,“ segir Sigrún Björk. „Við erum kominn í ómöguleika með Reykjavíkurflugvöll ef þessi flugbraut verður ónothæf.“ Hægt að gróðursetja lágvaxnari tegundir Málið er nú tekið fyrir hjá umhverfis og skipulagsnefnd en hingað til hefur Reykjavíkurborg verið treg til að fella tré í Öskjuhlíðinni. Þó hafa hátt í 200 tré verið felld á undanförnum árum vegna Reykjavíkurflugvallar. „Þær myndir sem hafa verið unnar eru kannski svolítið villandi,“ segir Sigrún Björk um teikningar af því svæði sem þarf að fella á að mati ISAVIA. „Því þarna er hægt að setja til að mynda birki eða reynivið eða aðrar trjátegundir sem eru lágvaxnari og seinvaxnari en þessi flottu grenitré.“
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Skógrækt og landgræðsla Fréttir af flugi Umferðaröryggi Tré Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira