Myndband af atvikinu má horfa á neðar í fréttinni. Það vakti ekki mikla kátínu meðal tónleikagesta þegar Brandon Flowers, söngvari sveitarinnar, bauð gestinn upp á svið og sagðist ekki þekkja siði Georgíu en að hér væri Rússi á ferðinni.
Georgía öðlaðist sjálfstæði við hrun Sovétríkjanna árið 1991. Árið 2008 réðust Rússar inn í landið og innlimuðu tvö héröð landsins, Abkasíu og Suður-Ossetíu. Spenna milli landanna hefur aukist eftir innrás Rússa í Úkraínu í fyrra og styður meirihluti georgísku þjóðarinnar Úkraínu.
„Viljið þið aðgreina fólk á grundvelli þessa?“ spurði Flowers gestina meðal annars. Hann sagði eitt af því sem sveitin væri stolt af væri það að hún sameinaði ólíka einstaklinga.
„Er hann ekki bróðir ykkar? Er ég ekki bróðir ykkar, verandi frá Ameríku? Eitt af því sem við erum þakklátir fyrir er að sveitin sameinar fólk og ég vil að við fögnum því að við séum hér saman í kvöld.“
The Killers have issued an apology after lead singer Brandon Flowers was booed for bringing a Russian fan on stage to play the drums at a concert in Georgia.
— Sky News (@SkyNews) August 16, 2023
Full story: https://t.co/xgbaIyJCvb pic.twitter.com/WkbVkF2up1