Áminning um að plastið drepi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. ágúst 2023 14:35 Ljóst er að mávurinn getur átt erfitt um vik nái hann ekki plastinu af sér. Yfirfullar ruslatunnur og matarafgangar eru sérstaklega freistandi fyrir máva í byggð. Mávur sem festi plast á gogginn á sér á Álftanesi er áminning til allra um að ganga vel frá úrgangi og að minnka notkun á óþarfa plasti eftir bestu getu. Stofnunin hefur látið lögreglu og bæjaryfirvöld í Garðabæ vita af málinu. Þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis. Fréttastofu barst mynd frá áhyggjufullum íbúa á Álftanesi af mávi sem lent hefur í ógöngum vegna plastrusls. Íbúinn segir um að ræða áminningu um það að plastið drepi og sé til trafala í lífríkinu. Magn heimilisúrgangs að aukast ár frá ári Umhverfisstofnun hefur ekki borist tilkynning um tjéðan máv, að því er segir í svörum frá stofnunni. Málaflokkurinn sé ekki innan starfsemi stofnunarinnar en samt berist henni öðru hverju ábendingar um villt dýr í hremmingum sem skráðar eru í skjalakerfi stofnunarinnar og þær sendar áfram til viðeigandi aðila. Stofnunin safni hinsvegar ekki ábendingum á kerfisbundinn hátt þannig að auðvelt sé að fá yfirsýn yfir þær. Ábendingum hafi verið komið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og til Garðabæjar vegna aðgerða sem gæti þurft að grípa til svo hægt sé að losa plastið af fuglinum. „Magn heimilisúrgangs á Íslandi hefur verið að aukast ár frá ári en það er erfitt að segja til um hvort ásókn dýra í úrganginn sé að aukast. Einhverjir mávar verpa í Garðabæ en flestir mávarnir á Höfuðborgarsvæðinu eiga hingað lítið erindi inn í byggð annað en að gramsa eftir fæðu í aðgengilegu rusli bæjarbúa. Yfirfullar ruslatunnur og matarafgangar eru sérstaklega freistandi fyrir mávana.“ Hægt að koma í veg fyrir að mönnum og mávum lendi saman Í svörum stofnunarinnar segir að með því að landsmenn gangi vel frá ruslatunnum og passi að matarafgangar séu ekki skildir eftir úti, til dæmis eftir garðveislur, sé hægt að koma í veg fyrir að mönnum og mávum lendi saman. „Og því betur sem við göngum um, því færri verða tilvikin um að villt dýr lendi í hremmingum vegna nábýlisins við okkur. Þetta tilvik undirstrikar mikilvægi þess að við komum úrganginum okkar í réttan farveg.“ Mávurinn með plastdraslið á goggnum undirstriki mikilvægi þess að landsmenn komi úrgangi sínum í réttan farveg. Nýlega hafi verið innleitt bann við þeim einnota plastvörum sem líklegast eru til að stefna villtum dýrum í hættu, líkt og einnota hnífapörum, rörum og plastburðarpokum. Plastið safnist upp „Á sama tíma voru settar hertar reglur um notkun einnota plastumbúða eins og drykkjarmála, eins og það sem þessi mávur virðist hafa náð að troða á gogginn á sér. Plast brotnar yfirleitt ekki niður í náttúrunni, eða það gerist mjög hægt.“ Plastið safnist þess vegna upp og sýna rannsóknir Umhverfisstofnunar og Náttúrustofu Norðausturlands að stór hluti fýla við Íslandsstrendur eru með plast í maganum, að því er segir í svörum stofnunarinnar. „Eins og þessi mávur sýnir okkur, þá eru dýr lunkin við að koma sér í vandræði. Við getum tekið þessu sem áminningu um að ganga vel frá úrgangi og að minnka notkun á óþarfa plasti eftir bestu getu.“ Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis. Fréttastofu barst mynd frá áhyggjufullum íbúa á Álftanesi af mávi sem lent hefur í ógöngum vegna plastrusls. Íbúinn segir um að ræða áminningu um það að plastið drepi og sé til trafala í lífríkinu. Magn heimilisúrgangs að aukast ár frá ári Umhverfisstofnun hefur ekki borist tilkynning um tjéðan máv, að því er segir í svörum frá stofnunni. Málaflokkurinn sé ekki innan starfsemi stofnunarinnar en samt berist henni öðru hverju ábendingar um villt dýr í hremmingum sem skráðar eru í skjalakerfi stofnunarinnar og þær sendar áfram til viðeigandi aðila. Stofnunin safni hinsvegar ekki ábendingum á kerfisbundinn hátt þannig að auðvelt sé að fá yfirsýn yfir þær. Ábendingum hafi verið komið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og til Garðabæjar vegna aðgerða sem gæti þurft að grípa til svo hægt sé að losa plastið af fuglinum. „Magn heimilisúrgangs á Íslandi hefur verið að aukast ár frá ári en það er erfitt að segja til um hvort ásókn dýra í úrganginn sé að aukast. Einhverjir mávar verpa í Garðabæ en flestir mávarnir á Höfuðborgarsvæðinu eiga hingað lítið erindi inn í byggð annað en að gramsa eftir fæðu í aðgengilegu rusli bæjarbúa. Yfirfullar ruslatunnur og matarafgangar eru sérstaklega freistandi fyrir mávana.“ Hægt að koma í veg fyrir að mönnum og mávum lendi saman Í svörum stofnunarinnar segir að með því að landsmenn gangi vel frá ruslatunnum og passi að matarafgangar séu ekki skildir eftir úti, til dæmis eftir garðveislur, sé hægt að koma í veg fyrir að mönnum og mávum lendi saman. „Og því betur sem við göngum um, því færri verða tilvikin um að villt dýr lendi í hremmingum vegna nábýlisins við okkur. Þetta tilvik undirstrikar mikilvægi þess að við komum úrganginum okkar í réttan farveg.“ Mávurinn með plastdraslið á goggnum undirstriki mikilvægi þess að landsmenn komi úrgangi sínum í réttan farveg. Nýlega hafi verið innleitt bann við þeim einnota plastvörum sem líklegast eru til að stefna villtum dýrum í hættu, líkt og einnota hnífapörum, rörum og plastburðarpokum. Plastið safnist upp „Á sama tíma voru settar hertar reglur um notkun einnota plastumbúða eins og drykkjarmála, eins og það sem þessi mávur virðist hafa náð að troða á gogginn á sér. Plast brotnar yfirleitt ekki niður í náttúrunni, eða það gerist mjög hægt.“ Plastið safnist þess vegna upp og sýna rannsóknir Umhverfisstofnunar og Náttúrustofu Norðausturlands að stór hluti fýla við Íslandsstrendur eru með plast í maganum, að því er segir í svörum stofnunarinnar. „Eins og þessi mávur sýnir okkur, þá eru dýr lunkin við að koma sér í vandræði. Við getum tekið þessu sem áminningu um að ganga vel frá úrgangi og að minnka notkun á óþarfa plasti eftir bestu getu.“
Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira