Dæmi um fyrirtæki sem nota þrefalt meira vatn en höfuðborgarsvæðið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. ágúst 2023 07:00 Halla Hrund Logadóttir er orkumálastjóri. Vísir/Einar Stóraukin ásókn er í vatnsauðlindina hér á landi og dæmi um að fyrirtæki þurfi þrisvar sinnum meira vatn en allt höfuðborgarsvæðið. Orkumálastjóri segir mikilvægt að fá heildaryfirsýn yfir stöðu vatns hér á landi. Orkustofnun stýrir nýtingu vatnsauðlinda hér á landi en í dag eru þúsundir vatnstökustaða á öllu landinu. Vatnstökustaðir á landinu.Heimild Orkustofnun. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir að þrátt fyrir þetta sé eftirspurn eftir vatni sífellt að aukast. „Það er meiri ásókn í vatnsauðlindina og þá erum við sérstaklega að horfa á iðnað þar sem aukningin er hvað mest. Við erum að horfa á greinar eins og fiskeldi sem þurfa mikið af vatni eins og matvælaframleiðsla yfirleitt. Það eru einstaka verkefni í ákveðnum sveitarfélögum sem þurfa vatn á við þrefalda notkun höfuðborgarsvæðisins,“ segir Halla. Framkvæmdastýra Veitna sagði í fréttum í fyrradag ljóst að vatnsauðlindir landsins væru ekki óþrjótandi. Ljóst væri að vatnið verði dýrara í framtíðinni. Gríðarlegir hagsmunir eru því í húfi til að mynda hefur vatnsból á jörð í Ölfusi sem var seld fyrir tæpum tuttugu árum næstum tvöhundruðfaldast í verði. Umráðarétturinn var seldur að hluta til erlendra fjárfesta fyrir nokkru. Halla segir skorta heildaryfirsýn yfir stöðuna á heitu og köldu vatni hér á landi. „Ég held að allir sjái hversu mikilvægt það er að við séum ekki bara að horfa á vatnsnýtingu heldur náum þessari heildarsýn sem við þurfum að hafa til að meta hagsmuni almenningis og atvinnulífs til lengri tíma. Við þurfum mögulega að skerpa á lögum og öðru í kjölfarið. Þetta er verkefni sem stofnanir eins og Veðurstofan og Ísor sem hafa ríka sérfræðiþekkingu vilja stíga inn í,“ segir Halla að lokum. Vatn Orkumál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Orkustofnun stýrir nýtingu vatnsauðlinda hér á landi en í dag eru þúsundir vatnstökustaða á öllu landinu. Vatnstökustaðir á landinu.Heimild Orkustofnun. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir að þrátt fyrir þetta sé eftirspurn eftir vatni sífellt að aukast. „Það er meiri ásókn í vatnsauðlindina og þá erum við sérstaklega að horfa á iðnað þar sem aukningin er hvað mest. Við erum að horfa á greinar eins og fiskeldi sem þurfa mikið af vatni eins og matvælaframleiðsla yfirleitt. Það eru einstaka verkefni í ákveðnum sveitarfélögum sem þurfa vatn á við þrefalda notkun höfuðborgarsvæðisins,“ segir Halla. Framkvæmdastýra Veitna sagði í fréttum í fyrradag ljóst að vatnsauðlindir landsins væru ekki óþrjótandi. Ljóst væri að vatnið verði dýrara í framtíðinni. Gríðarlegir hagsmunir eru því í húfi til að mynda hefur vatnsból á jörð í Ölfusi sem var seld fyrir tæpum tuttugu árum næstum tvöhundruðfaldast í verði. Umráðarétturinn var seldur að hluta til erlendra fjárfesta fyrir nokkru. Halla segir skorta heildaryfirsýn yfir stöðuna á heitu og köldu vatni hér á landi. „Ég held að allir sjái hversu mikilvægt það er að við séum ekki bara að horfa á vatnsnýtingu heldur náum þessari heildarsýn sem við þurfum að hafa til að meta hagsmuni almenningis og atvinnulífs til lengri tíma. Við þurfum mögulega að skerpa á lögum og öðru í kjölfarið. Þetta er verkefni sem stofnanir eins og Veðurstofan og Ísor sem hafa ríka sérfræðiþekkingu vilja stíga inn í,“ segir Halla að lokum.
Vatn Orkumál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira