Dæmi um fyrirtæki sem nota þrefalt meira vatn en höfuðborgarsvæðið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. ágúst 2023 07:00 Halla Hrund Logadóttir er orkumálastjóri. Vísir/Einar Stóraukin ásókn er í vatnsauðlindina hér á landi og dæmi um að fyrirtæki þurfi þrisvar sinnum meira vatn en allt höfuðborgarsvæðið. Orkumálastjóri segir mikilvægt að fá heildaryfirsýn yfir stöðu vatns hér á landi. Orkustofnun stýrir nýtingu vatnsauðlinda hér á landi en í dag eru þúsundir vatnstökustaða á öllu landinu. Vatnstökustaðir á landinu.Heimild Orkustofnun. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir að þrátt fyrir þetta sé eftirspurn eftir vatni sífellt að aukast. „Það er meiri ásókn í vatnsauðlindina og þá erum við sérstaklega að horfa á iðnað þar sem aukningin er hvað mest. Við erum að horfa á greinar eins og fiskeldi sem þurfa mikið af vatni eins og matvælaframleiðsla yfirleitt. Það eru einstaka verkefni í ákveðnum sveitarfélögum sem þurfa vatn á við þrefalda notkun höfuðborgarsvæðisins,“ segir Halla. Framkvæmdastýra Veitna sagði í fréttum í fyrradag ljóst að vatnsauðlindir landsins væru ekki óþrjótandi. Ljóst væri að vatnið verði dýrara í framtíðinni. Gríðarlegir hagsmunir eru því í húfi til að mynda hefur vatnsból á jörð í Ölfusi sem var seld fyrir tæpum tuttugu árum næstum tvöhundruðfaldast í verði. Umráðarétturinn var seldur að hluta til erlendra fjárfesta fyrir nokkru. Halla segir skorta heildaryfirsýn yfir stöðuna á heitu og köldu vatni hér á landi. „Ég held að allir sjái hversu mikilvægt það er að við séum ekki bara að horfa á vatnsnýtingu heldur náum þessari heildarsýn sem við þurfum að hafa til að meta hagsmuni almenningis og atvinnulífs til lengri tíma. Við þurfum mögulega að skerpa á lögum og öðru í kjölfarið. Þetta er verkefni sem stofnanir eins og Veðurstofan og Ísor sem hafa ríka sérfræðiþekkingu vilja stíga inn í,“ segir Halla að lokum. Vatn Orkumál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Sjá meira
Orkustofnun stýrir nýtingu vatnsauðlinda hér á landi en í dag eru þúsundir vatnstökustaða á öllu landinu. Vatnstökustaðir á landinu.Heimild Orkustofnun. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir að þrátt fyrir þetta sé eftirspurn eftir vatni sífellt að aukast. „Það er meiri ásókn í vatnsauðlindina og þá erum við sérstaklega að horfa á iðnað þar sem aukningin er hvað mest. Við erum að horfa á greinar eins og fiskeldi sem þurfa mikið af vatni eins og matvælaframleiðsla yfirleitt. Það eru einstaka verkefni í ákveðnum sveitarfélögum sem þurfa vatn á við þrefalda notkun höfuðborgarsvæðisins,“ segir Halla. Framkvæmdastýra Veitna sagði í fréttum í fyrradag ljóst að vatnsauðlindir landsins væru ekki óþrjótandi. Ljóst væri að vatnið verði dýrara í framtíðinni. Gríðarlegir hagsmunir eru því í húfi til að mynda hefur vatnsból á jörð í Ölfusi sem var seld fyrir tæpum tuttugu árum næstum tvöhundruðfaldast í verði. Umráðarétturinn var seldur að hluta til erlendra fjárfesta fyrir nokkru. Halla segir skorta heildaryfirsýn yfir stöðuna á heitu og köldu vatni hér á landi. „Ég held að allir sjái hversu mikilvægt það er að við séum ekki bara að horfa á vatnsnýtingu heldur náum þessari heildarsýn sem við þurfum að hafa til að meta hagsmuni almenningis og atvinnulífs til lengri tíma. Við þurfum mögulega að skerpa á lögum og öðru í kjölfarið. Þetta er verkefni sem stofnanir eins og Veðurstofan og Ísor sem hafa ríka sérfræðiþekkingu vilja stíga inn í,“ segir Halla að lokum.
Vatn Orkumál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Sjá meira