Móðir drengs sem skaut kennara játar sig seka um vanrækslu Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2023 10:15 Skilti með stuðningsskilaboðum fyrir utan Richneck-grunnskólann í Newport News eftir skotárásina í janúar. AP/Denise Lavoie Saksóknarar í Virginíu í Bandaríkjunum felldu niður hluta ákæru á hendur móður drengs sem skaut kennarann sinn í skóla í janúar eftir að hún samþykkti að játa sig seka um glæpsamlega vanrækslu. Drengurinn var sex ára gamall þegar hann skaut kennara sinn með skammbyssu sem hann hafði með sér að heiman í Richneck-grunnskólann í Newport News í Virginíu í janúar. Kennarinn, kona á þrítugsaldri, lifði árásina af en hún hlaut skotsár á hendi og brjósti. Deja Taylor, móðir drengsins, hefur nú játað sig seka um að vanrækja son sinn. Allt að fimm ára fangelsisrefsing liggur við brotinu en saksóknarar samþykktu að krefjast í mesta lagi sex mánaða dóms, að sögn AP-fréttastofunnar. Dómari hefur engu að síður frjálsar hendur til að ákvarða refsingu hennar. Saksóknari sagði dómara í gær að drengurinn hefði sagt yfirvöldum að hann hefði náð í byssuna með því að klifra upp á skúffu til þess að ná í efstu skúffu kommóðu þar sem konan geymdi byssuna í veski sínu. Konan sagði lögreglu á sínum tíma að hún teldi að gikkur byssunnar væri læstur með lykli sem hún geymdi undir dýnunni sinni. Enginn gikklás fannst þó við leit á heimili hennar. Enginn byssuskápur var heldur til staðar. Fyrsta vikan sem drengurinn var án foreldris í skólanum Í gögnum málsins segir að þegar lögregla kom í skólastofuna hafi drengurinn blótað og sagst hafa skotið kennarann sin. Hann hafi svo losað sig frá starfsmanni sem hélt honum föstum og kýlt hann í andlitið. Drengurinn hafi sagst hafa stolið byssunni vegna þess að hann þyrfti að skjóta kennarann. Drengurinn er ofvirkur og með athyglisbrest og aðstandandi hafði alltaf fylgt honum að í skólanum. Hann hafði jafnframt greinst með mótþróaröskun. Vikan sem hann skaut kennarann var sú fyrsta sem foreldri var ekki með honum í tíma. Móðir hans segir að það hafi verið vegna þess að hann hafi verið byrjaður á lyfjum og námsárangur hans hefði farið batnandi. Lögmaður Taylor segir að hún eigi sér nokkrar málsbætur. Hún hafi nýlega orðið fyrir fósturláti og þjáðst af fæðingaþunglyndi áður en sonur hennar skaut kennarann. Abby Zwerner, kennarinn drengurinn skaut, stefndi skólanum og krefst tuga milljóna dollara í bætur. Hún sakar skólayfirvöld um að hafa ekki brugðist við fjölda viðvarana um að drengurinn hefði tekið byssu með sér í skólann. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ákæra gefin út á hendur móður barnsins sem skaut kennarann sinn Kviðdómur í Virginíu í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur móður sex ára barns sem skaut kennarann sinn með skotvopni. Hún verður meðal annars ákærð fyrir alvarlega vanrækslu barns og brot á skotvopnalögum. 11. apríl 2023 07:04 Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Sjá meira
Drengurinn var sex ára gamall þegar hann skaut kennara sinn með skammbyssu sem hann hafði með sér að heiman í Richneck-grunnskólann í Newport News í Virginíu í janúar. Kennarinn, kona á þrítugsaldri, lifði árásina af en hún hlaut skotsár á hendi og brjósti. Deja Taylor, móðir drengsins, hefur nú játað sig seka um að vanrækja son sinn. Allt að fimm ára fangelsisrefsing liggur við brotinu en saksóknarar samþykktu að krefjast í mesta lagi sex mánaða dóms, að sögn AP-fréttastofunnar. Dómari hefur engu að síður frjálsar hendur til að ákvarða refsingu hennar. Saksóknari sagði dómara í gær að drengurinn hefði sagt yfirvöldum að hann hefði náð í byssuna með því að klifra upp á skúffu til þess að ná í efstu skúffu kommóðu þar sem konan geymdi byssuna í veski sínu. Konan sagði lögreglu á sínum tíma að hún teldi að gikkur byssunnar væri læstur með lykli sem hún geymdi undir dýnunni sinni. Enginn gikklás fannst þó við leit á heimili hennar. Enginn byssuskápur var heldur til staðar. Fyrsta vikan sem drengurinn var án foreldris í skólanum Í gögnum málsins segir að þegar lögregla kom í skólastofuna hafi drengurinn blótað og sagst hafa skotið kennarann sin. Hann hafi svo losað sig frá starfsmanni sem hélt honum föstum og kýlt hann í andlitið. Drengurinn hafi sagst hafa stolið byssunni vegna þess að hann þyrfti að skjóta kennarann. Drengurinn er ofvirkur og með athyglisbrest og aðstandandi hafði alltaf fylgt honum að í skólanum. Hann hafði jafnframt greinst með mótþróaröskun. Vikan sem hann skaut kennarann var sú fyrsta sem foreldri var ekki með honum í tíma. Móðir hans segir að það hafi verið vegna þess að hann hafi verið byrjaður á lyfjum og námsárangur hans hefði farið batnandi. Lögmaður Taylor segir að hún eigi sér nokkrar málsbætur. Hún hafi nýlega orðið fyrir fósturláti og þjáðst af fæðingaþunglyndi áður en sonur hennar skaut kennarann. Abby Zwerner, kennarinn drengurinn skaut, stefndi skólanum og krefst tuga milljóna dollara í bætur. Hún sakar skólayfirvöld um að hafa ekki brugðist við fjölda viðvarana um að drengurinn hefði tekið byssu með sér í skólann.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ákæra gefin út á hendur móður barnsins sem skaut kennarann sinn Kviðdómur í Virginíu í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur móður sex ára barns sem skaut kennarann sinn með skotvopni. Hún verður meðal annars ákærð fyrir alvarlega vanrækslu barns og brot á skotvopnalögum. 11. apríl 2023 07:04 Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Sjá meira
Ákæra gefin út á hendur móður barnsins sem skaut kennarann sinn Kviðdómur í Virginíu í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur móður sex ára barns sem skaut kennarann sinn með skotvopni. Hún verður meðal annars ákærð fyrir alvarlega vanrækslu barns og brot á skotvopnalögum. 11. apríl 2023 07:04
Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31