Telja gögn um lögreglumenn í höndum herskárra hópa Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2023 09:25 Simon Byrne, lögreglustjóri Norður-Írlands, baðst afsökunar á gagnalekanum í síðustu viku. AP/Liam McBurney Norðurírska lögreglan telur sig hafa vissu fyrir því að herskáir hópar lýðveldissinna hafi undir höndum gögn um lögreglumenn sem hún deildi óvart opinberlega í síðustu viku. Óttast er að hóparnir noti upplýsingarnar til þess að ógna lögreglumönnum og skapa ótta. Eftirnöfn, skammstafanir, vinnustöðvar og deildir allra lögreglumanna og starfsmanna lögreglunnar á Norður-Írlandi, fleiri en tíu þúsund manns, voru birtar á netinu fyrir misgáning í meira en tvær klukkustundir í síðustu viku. Upplýsingarnar voru óvart látnar fylgja með svari við fyrirspurn á grundvelli upplýsingalaga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gagnalekinn er sagður sérlega viðkvæmur á Norður-Írlandi því herskáir hópar beina enn stundum spjótum sínum að lögreglumönnum með sprengju- og skotárásum við og við þrátt fyrir að formlega hafi ríkt friður á breska yfirráðasvæðinu í aldarfjórðung. Simon Byrne, lögreglustjórinn á Norður-Írlandi, sagðist þess fullviss að lýðveldissinnar hafi gögnin um lögreglumennina. Lögreglan gangi út frá því að þeir noti gögnin til þess að skapa ótta og óvissu og ógna lögreglumönnum og starfsmönnum lögreglunnar. Öryggisráðstafanir hafa verið hertar vegna þess. Hluti af gögnunum þar sem nöfn lögreglumanna höfðu verið afmáð ásamt mynd af Gerry Kelly, þingmanni írska þjóðernisflokksins Sinn Fein, var hengd upp á vegg gegnt skrifstofu hans á mánudag, að sögn flokksins. Byrne hélt því fram á mánudag að engir lögreglumenn hefðu sagt upp störfum í kjölfar lekans. Samband norðurírskra lögreglumanna sagði í síðustu viku að yfir það rigni fyrirspurnum frá áhyggjufullum félagsmönnum. Norður-Írland Persónuvernd Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Eftirnöfn, skammstafanir, vinnustöðvar og deildir allra lögreglumanna og starfsmanna lögreglunnar á Norður-Írlandi, fleiri en tíu þúsund manns, voru birtar á netinu fyrir misgáning í meira en tvær klukkustundir í síðustu viku. Upplýsingarnar voru óvart látnar fylgja með svari við fyrirspurn á grundvelli upplýsingalaga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gagnalekinn er sagður sérlega viðkvæmur á Norður-Írlandi því herskáir hópar beina enn stundum spjótum sínum að lögreglumönnum með sprengju- og skotárásum við og við þrátt fyrir að formlega hafi ríkt friður á breska yfirráðasvæðinu í aldarfjórðung. Simon Byrne, lögreglustjórinn á Norður-Írlandi, sagðist þess fullviss að lýðveldissinnar hafi gögnin um lögreglumennina. Lögreglan gangi út frá því að þeir noti gögnin til þess að skapa ótta og óvissu og ógna lögreglumönnum og starfsmönnum lögreglunnar. Öryggisráðstafanir hafa verið hertar vegna þess. Hluti af gögnunum þar sem nöfn lögreglumanna höfðu verið afmáð ásamt mynd af Gerry Kelly, þingmanni írska þjóðernisflokksins Sinn Fein, var hengd upp á vegg gegnt skrifstofu hans á mánudag, að sögn flokksins. Byrne hélt því fram á mánudag að engir lögreglumenn hefðu sagt upp störfum í kjölfar lekans. Samband norðurírskra lögreglumanna sagði í síðustu viku að yfir það rigni fyrirspurnum frá áhyggjufullum félagsmönnum.
Norður-Írland Persónuvernd Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira