Litlir karlar drepa ljúfa risa Rósa Líf Darradóttir skrifar 16. ágúst 2023 09:30 Langreyður er næst stærsta dýr á jörðinni á eftir frænku sinni, steypireyðinni. Hún er skíðishvalur sem nærist að mestu á svifkrabbadýrum. Langreyður er farhvalur og er útbreidd um heimsins höf. Þær eru hvala hraðskreiðastar og geta synt á 45 km/klst hraða. Hvalir eru meðal greindustu spendýra, félagslyndir og með einstaka samskiptahæfileika. Hlutverk þeirra má ekki vanmeta í baráttunni við loftslagsvánna. Á lífsferli sínum bindur eitt stórhveli 33 tonn af kolefni sem er á við þúsundir trjáa. Stórkostlegar verur. Svandís Svavarsdóttir tók ákvörðun fyrr í sumar að stöðva hvalveiðar tímabundið. Grundvöllur að ákvörðun hennar var að veiðarnar stangist á við lög um velferð dýra. Það er þáttur sem fær allt of lítið vægi í ákvörðunartöku ráðamanna. Fyrir þetta á matvælaráðherra lof skilið. Í kjölfarið hefur myndast togstreita innan ríkisstjórnar. Formaður Sjálfstæðisflokks sagði sjónarmið er varða skerðingu atvinnufrelsis ofarlega í huga og að ákvörðun matvælaráðherra hafi ekki haft góð áhrif á stjórnarsamstarfið. Formaður Framsóknarflokks lýsti yfir óánægju sinni þar sem hópur fólks hafi orðið af atvinnutekjum. Hvalveiðar uppfylla ekki lög um velferð dýra. Með öðrum orðum, hvalveiðar brjóta lög. Stuðningsmenn hvalveiða líta gjarnan fram hjá þessu aðalatriði og vísa til réttar um frelsi til atvinnu. Er skilningur manna í alvöru sá að atvinnufrelsið sé ofar öllu? Að frelsi til atvinnu heimili starfsemi sem ekki samræmist lögum landsins? Lög um velferð dýra eru lágmarks reglur í samfélagi manna um hegðun okkar gagnvart öðrum dýrategundum. Þau eru eina björgin sem dýr eiga sér í réttarríki manna. Lögin skapa dýrum réttindi í ljósi þess að þau eru skyni gæddar verur. Réttindi sem fólki ber að virða. Sem dæmi þá greina lögin frá því hvernig skal staðið að aflífun dýra. Þau innihalda ákvæði sem hvalveiðar munu aldrei uppfylla. Þrátt fyrir kjöraðstæður við veiðar er ekki hægt að tryggja skjóta, örugga og sársaukalausa aflífun. Þetta aðalatriði má ekki gleymast. Þá eru rök um skerðingu atvinnufrelsis hjákátleg í meira lagi. Hér er verið að stöðva starfsemi sem brýtur í bága við lög. Starfsemi sem borin er uppi af áhuga og fjárhagslegri getu auðkýfings til að stunda eigið áhugamáli. Áhugamál sem stríðir gegn hagsmunum þjóðar og náttúru. Hið sjúka er að ítök einstaklings geta hugsanlega komið af stað stjórnarkreppu þrátt fyrir að eina rökrétta niðurstaðan í máli þessu sé borðleggjandi: Íslendingar eiga að vernda hvali en ekki pynta og drepa. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Langreyður er næst stærsta dýr á jörðinni á eftir frænku sinni, steypireyðinni. Hún er skíðishvalur sem nærist að mestu á svifkrabbadýrum. Langreyður er farhvalur og er útbreidd um heimsins höf. Þær eru hvala hraðskreiðastar og geta synt á 45 km/klst hraða. Hvalir eru meðal greindustu spendýra, félagslyndir og með einstaka samskiptahæfileika. Hlutverk þeirra má ekki vanmeta í baráttunni við loftslagsvánna. Á lífsferli sínum bindur eitt stórhveli 33 tonn af kolefni sem er á við þúsundir trjáa. Stórkostlegar verur. Svandís Svavarsdóttir tók ákvörðun fyrr í sumar að stöðva hvalveiðar tímabundið. Grundvöllur að ákvörðun hennar var að veiðarnar stangist á við lög um velferð dýra. Það er þáttur sem fær allt of lítið vægi í ákvörðunartöku ráðamanna. Fyrir þetta á matvælaráðherra lof skilið. Í kjölfarið hefur myndast togstreita innan ríkisstjórnar. Formaður Sjálfstæðisflokks sagði sjónarmið er varða skerðingu atvinnufrelsis ofarlega í huga og að ákvörðun matvælaráðherra hafi ekki haft góð áhrif á stjórnarsamstarfið. Formaður Framsóknarflokks lýsti yfir óánægju sinni þar sem hópur fólks hafi orðið af atvinnutekjum. Hvalveiðar uppfylla ekki lög um velferð dýra. Með öðrum orðum, hvalveiðar brjóta lög. Stuðningsmenn hvalveiða líta gjarnan fram hjá þessu aðalatriði og vísa til réttar um frelsi til atvinnu. Er skilningur manna í alvöru sá að atvinnufrelsið sé ofar öllu? Að frelsi til atvinnu heimili starfsemi sem ekki samræmist lögum landsins? Lög um velferð dýra eru lágmarks reglur í samfélagi manna um hegðun okkar gagnvart öðrum dýrategundum. Þau eru eina björgin sem dýr eiga sér í réttarríki manna. Lögin skapa dýrum réttindi í ljósi þess að þau eru skyni gæddar verur. Réttindi sem fólki ber að virða. Sem dæmi þá greina lögin frá því hvernig skal staðið að aflífun dýra. Þau innihalda ákvæði sem hvalveiðar munu aldrei uppfylla. Þrátt fyrir kjöraðstæður við veiðar er ekki hægt að tryggja skjóta, örugga og sársaukalausa aflífun. Þetta aðalatriði má ekki gleymast. Þá eru rök um skerðingu atvinnufrelsis hjákátleg í meira lagi. Hér er verið að stöðva starfsemi sem brýtur í bága við lög. Starfsemi sem borin er uppi af áhuga og fjárhagslegri getu auðkýfings til að stunda eigið áhugamáli. Áhugamál sem stríðir gegn hagsmunum þjóðar og náttúru. Hið sjúka er að ítök einstaklings geta hugsanlega komið af stað stjórnarkreppu þrátt fyrir að eina rökrétta niðurstaðan í máli þessu sé borðleggjandi: Íslendingar eiga að vernda hvali en ekki pynta og drepa. Höfundur er læknir.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun