Collins lenti í mótorhjólaslysi þegar hjól hans lenti á jepplingi í Flórída í gærkvöldi og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi.
Slysið átti sér stað um klukkan hálf ellefu á staðartíma í gærkvöldi og lenti hjól Collins á farþegahlið bílsins. Tildrög slyssins eru þó enn til rannsóknar hjá lögreglu.
Alex Collins: Former NFL running back dies aged 28 after motorcycle accident in Florida https://t.co/Rnbg7EneiW
— BBC News (World) (@BBCWorld) August 15, 2023
Collins lék á sínum tíma 25 leiki fyrir bæði Baltimore Ravens og Seattle Seahawks á árunum 2016 til 2021 og skoraði hann 19 snertimörk.