„The Blind Side“ sló í gegn þegar hún kom út árið 2009 en hún aflaði meira en þrjú hundruð milljónum Bandaríkjadala í tekjur. Sandra Bullock líka fékk bæði Óskarsverðlaun og Golden Globe verðlaunin fyrir hlutverk sitt sem konan sem ættleiddi og bjargaði Michael Oher. En gerði hún það?
Sagan var nefnilega byggð á lygi ef marka má aðalpersónu sögunnar. Oher heldur því fram að sagan í kvikmyndinni sé ósönn því að Sean og Leigh Anne Tuohy hafi í raun aldrei ættleitt hann.
Þau hafi aftur á móti platað hann til að skrifa undir plagg og með því hafi þau síðan grætt pening á honum sem hans forráðamenn.
Lykilatriðið er líklegast að Oher er ósáttur að hafa ekki fengið neitt í sinn hlut af gróða kvikmyndarinnar. Hann vill líka koma í veg fyrir að Sean og Leigh hætti að geta grætt pening á hans nafni.
Michael Oher er 37 ára gamall í dag en hann lék 110 leiki í NFL-deildinni frá 2009 til 2016. Hann varð Super Bowl meistari með Baltimore Ravens árið 2013.