Stutt á milli feigs og ófeigs í umferðinni á Seltjarnarnesi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. ágúst 2023 06:45 Konráð segir þá sem urðu vitni að atvikinu á gatnamótunum hafa verið brugðið. Vísir/Arnar Litlu mátti muna að ekið hefði verið á fimm ára gamlan strák þar sem hann hjólaði yfir götuna við einu ljósagatnamót Seltjarnarness á föstudag þar sem Suðurströnd og Nesvegur mætast. Íbúi sem varð vitni að atvikinu segir of algengt að ökumenn keyri hraðar en takmarkanir leyfi á svæðinu. „Mér var verulega brugðið, þetta er vinur sonar míns og ég var að sækja hann, svo hann var á mína ábyrgð,“ segir Konráð Jónsson, íbúi á Seltjarnarnesi, sem sótti son sinn og vin hans á leikskólann Sólbrekku að loknum vinnudegi á föstudaginn. Ökumaðurinn var kominn á rautt ljós og dreif sig því í beygjuna á meðan strákurinn hjólaði yfir. „Þetta gerðist allt svo hratt en mér sýnist ökumaðurinn hafa verið úti á miðjum gatnamótum að bíða eftir því að umferð úr gagnstæðri átt færi yfir svo hann gæti beygt. Svo kemur rautt ljós og hann tekur beyguna, á sama tíma og það er komið grænt á gangandi vegfarendur,“ segir Konráð. Kippti drengnum frá „Þessi fimm ára drengur er á hjólinu sínu og horfir bara á það hvort það sé komið grænt gönguljós og fer bara af stað og eiginlega lendir næstum því undir horninu á þessum bíl, sem var Tesla. Í sömu andrá er maður þarna líka að labba með sín börn og er nær drengnum en ég. Hann kippir drengnum frá og Teslan stoppar líka. Ég hef velt því fyrir mér hvort það gæti hafa verið sjálfvirkur stöðvunarbúnaður. Svo gæti líka verið að ökumaðurinn hafi bara nauðhemlað.“ Konráð segir of marga keyra hratt á Suðurströnd.Vísir/Arnar Konráð segir ökumanni bílsins hafa verið afar brugðið eins og öllum vegfarendum sem urðu vitni að atvikinu. Stráknum hafi hins vegar blessunarlega ekki orðið meint af. Konráð tekur fram að hann telji breytingar á gönguljósinu, þannig að það sé grænt þegar bílar séu á rauði, til bóta. „En það mætti láta líða aðeins lengri tíma á milli þess sem það kemur rautt á bílaumferð og þangað til það kemur grænt á gangandi umferð. Þá hefði þetta örugglega ekkert gerst.“ Ökumenn keyri of hratt Konráð gerir atvikinu skil á íbúahópi Seltirninga. Hann segir alveg ljóst að samkvæmt umferðarreglum hafi ökumanni verið skylt að fara varlega og gefa gangandi vegfarendum gaum í beygjunni. „Mér finnst eins og margir ökumenn átti sig ekki á því hvað það er stutt á milli feigs og ófeigs hér í umferðinni á Nesinu, með öll þessi börn sem þurfa að labba við og komast yfir göturnar. Umferðarreglurnar segja að ökumaður hafi sérstaka skyldu til að aka nægilega hægt miðað við aðstæður þegar ökutæki nálgast gangandi vegfaranda á eða við veg og skal sérstaka aðgæslu hafa ef barn er á ferð. Það er því ekki bara nóg að aka eins og hraðatakmörkunarskiltið segir, þó að það væri jú ágætis byrjun fyrir marga ökumenn að horfa á það.“ Konráð segir of marga ökumenn virða að vettugi 30 kílómetra hámarkshraðann á götunni. Hann eigi sjálfur fjögur börn, þar af þrjú undir sex ára sem þurfi að labba í kringum Suðurströndina og kveðst hann áhyggjufullur vegna ökuhraðans. „Einu sinni var ég að labba með börnunum mínum við gönguljósin sem eru nær sundlauginni og þar fór leigubílstjóri yfir á eldrauðu ljósi. Hann var bara að horfa eitthvað niður og við vorum bara heppin að vera ekki lögð af stað yfir.“ Seltjarnarnes Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
„Mér var verulega brugðið, þetta er vinur sonar míns og ég var að sækja hann, svo hann var á mína ábyrgð,“ segir Konráð Jónsson, íbúi á Seltjarnarnesi, sem sótti son sinn og vin hans á leikskólann Sólbrekku að loknum vinnudegi á föstudaginn. Ökumaðurinn var kominn á rautt ljós og dreif sig því í beygjuna á meðan strákurinn hjólaði yfir. „Þetta gerðist allt svo hratt en mér sýnist ökumaðurinn hafa verið úti á miðjum gatnamótum að bíða eftir því að umferð úr gagnstæðri átt færi yfir svo hann gæti beygt. Svo kemur rautt ljós og hann tekur beyguna, á sama tíma og það er komið grænt á gangandi vegfarendur,“ segir Konráð. Kippti drengnum frá „Þessi fimm ára drengur er á hjólinu sínu og horfir bara á það hvort það sé komið grænt gönguljós og fer bara af stað og eiginlega lendir næstum því undir horninu á þessum bíl, sem var Tesla. Í sömu andrá er maður þarna líka að labba með sín börn og er nær drengnum en ég. Hann kippir drengnum frá og Teslan stoppar líka. Ég hef velt því fyrir mér hvort það gæti hafa verið sjálfvirkur stöðvunarbúnaður. Svo gæti líka verið að ökumaðurinn hafi bara nauðhemlað.“ Konráð segir of marga keyra hratt á Suðurströnd.Vísir/Arnar Konráð segir ökumanni bílsins hafa verið afar brugðið eins og öllum vegfarendum sem urðu vitni að atvikinu. Stráknum hafi hins vegar blessunarlega ekki orðið meint af. Konráð tekur fram að hann telji breytingar á gönguljósinu, þannig að það sé grænt þegar bílar séu á rauði, til bóta. „En það mætti láta líða aðeins lengri tíma á milli þess sem það kemur rautt á bílaumferð og þangað til það kemur grænt á gangandi umferð. Þá hefði þetta örugglega ekkert gerst.“ Ökumenn keyri of hratt Konráð gerir atvikinu skil á íbúahópi Seltirninga. Hann segir alveg ljóst að samkvæmt umferðarreglum hafi ökumanni verið skylt að fara varlega og gefa gangandi vegfarendum gaum í beygjunni. „Mér finnst eins og margir ökumenn átti sig ekki á því hvað það er stutt á milli feigs og ófeigs hér í umferðinni á Nesinu, með öll þessi börn sem þurfa að labba við og komast yfir göturnar. Umferðarreglurnar segja að ökumaður hafi sérstaka skyldu til að aka nægilega hægt miðað við aðstæður þegar ökutæki nálgast gangandi vegfaranda á eða við veg og skal sérstaka aðgæslu hafa ef barn er á ferð. Það er því ekki bara nóg að aka eins og hraðatakmörkunarskiltið segir, þó að það væri jú ágætis byrjun fyrir marga ökumenn að horfa á það.“ Konráð segir of marga ökumenn virða að vettugi 30 kílómetra hámarkshraðann á götunni. Hann eigi sjálfur fjögur börn, þar af þrjú undir sex ára sem þurfi að labba í kringum Suðurströndina og kveðst hann áhyggjufullur vegna ökuhraðans. „Einu sinni var ég að labba með börnunum mínum við gönguljósin sem eru nær sundlauginni og þar fór leigubílstjóri yfir á eldrauðu ljósi. Hann var bara að horfa eitthvað niður og við vorum bara heppin að vera ekki lögð af stað yfir.“
Seltjarnarnes Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira