Aukin umsvif á Keflavíkursvæðinu merki um nýjan veruleika Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2023 12:46 Utanríkisráðherra segir veru bandaríska hersins hér á landi fela í sér mikla æfingu fyrir starfsfólk á öryggis og varnarsvæðinu í Keflavík. Steingrímur Dúi/ U.S Airforce Flugsveit bandaríska flughersins kom til landsins í gær til æfinga. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit sprengjuflugvélar og 200 manna liðsafla. Utanríkisráðherra segir miklu máli skipta að sýna samstarfsgetu og vilja til að taka á móti slíkri heimsókn. Viðvera bandarísku flugsveitarinnar fer fram á grundvelli varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia í umboði utanríkisráðuneytisins. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir tilgang heimsóknarinnar vera að sýna samstöðu og samstarfsgetu aðildar-og þátttökuríkja Atlandshafsbandalagsins hvað varðar tæknilega yfirburði og hernaðarlegu getu. „Og til að árétta fælingu og varnir gagnvart mögulegum andstæðingum Atlantshafsbandalagsins. Þetta er líka mikil æfing fyrir okkur hér, fyrir okkar starfsfólk á öryggis og varnarsvæðinu,“ segir Þórdís Kolbrún. B-2 lendir á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða eitthvert skæðasta vopn sem til er, en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám.US Airforce Nýr veruleiki Undirbúningur fyrir heimsóknina hefur staðið yfir um nokkurra vikna skeið en þetta er í þriðja skipti sem flugsveit af þessu tagi kemur til landsins. Þórdís Kolbrún segir að um sé að ræða reglubundna æfingu sem ekki hafi verið sett á dagskrá vegna sérstakra aðstæðna. Aðspurð um hvort nýr veruleiki blasi við íbúum Suðurnesja, hvort þeir eigi að venjast því að hafa sprengjuþotur í bakgarðinum segir hún svo ekki endilega vera. „En vissulega hafa umsvifin verið að aukast á Keflavíkursvæðinu. Áætlanir hafa verið dýpkaðar, vinna verið aukin, fjárfesting aukin, það allt saman er nýr veruleiki. Það skiptir miklu máli að sýna þessa samstarfsgetu og okkar vilja til þess að taka á móti svona heimsókn, vegna þess að í því felst líka gríðarlega mikil vinna og góð æfing fyrir okkur.“ B-2 er talin eitthvert skæðasta vopn sem til er en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám. Þá getur hún borið allt að sextán kjarnorkusprengjur. Íbúar á Suðurnesjum og víðar mega eiga von á því að verða varir við þoturnar. „Þær eru hávaðasamar. Ég veit að íbúar þarna í kring heyra í þeim, það er það sem fylgir þessu. Það er ástæða fyrir því að þær eru háværar en það er ágætt að fólk viti hvers vegna það er,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Viðvera bandarísku flugsveitarinnar fer fram á grundvelli varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia í umboði utanríkisráðuneytisins. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir tilgang heimsóknarinnar vera að sýna samstöðu og samstarfsgetu aðildar-og þátttökuríkja Atlandshafsbandalagsins hvað varðar tæknilega yfirburði og hernaðarlegu getu. „Og til að árétta fælingu og varnir gagnvart mögulegum andstæðingum Atlantshafsbandalagsins. Þetta er líka mikil æfing fyrir okkur hér, fyrir okkar starfsfólk á öryggis og varnarsvæðinu,“ segir Þórdís Kolbrún. B-2 lendir á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða eitthvert skæðasta vopn sem til er, en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám.US Airforce Nýr veruleiki Undirbúningur fyrir heimsóknina hefur staðið yfir um nokkurra vikna skeið en þetta er í þriðja skipti sem flugsveit af þessu tagi kemur til landsins. Þórdís Kolbrún segir að um sé að ræða reglubundna æfingu sem ekki hafi verið sett á dagskrá vegna sérstakra aðstæðna. Aðspurð um hvort nýr veruleiki blasi við íbúum Suðurnesja, hvort þeir eigi að venjast því að hafa sprengjuþotur í bakgarðinum segir hún svo ekki endilega vera. „En vissulega hafa umsvifin verið að aukast á Keflavíkursvæðinu. Áætlanir hafa verið dýpkaðar, vinna verið aukin, fjárfesting aukin, það allt saman er nýr veruleiki. Það skiptir miklu máli að sýna þessa samstarfsgetu og okkar vilja til þess að taka á móti svona heimsókn, vegna þess að í því felst líka gríðarlega mikil vinna og góð æfing fyrir okkur.“ B-2 er talin eitthvert skæðasta vopn sem til er en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám. Þá getur hún borið allt að sextán kjarnorkusprengjur. Íbúar á Suðurnesjum og víðar mega eiga von á því að verða varir við þoturnar. „Þær eru hávaðasamar. Ég veit að íbúar þarna í kring heyra í þeim, það er það sem fylgir þessu. Það er ástæða fyrir því að þær eru háværar en það er ágætt að fólk viti hvers vegna það er,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra.
Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira