„Þeir eru andlega og líkamlega gjaldþrota og þurfa að fá tíma til að jafna sig“ Árni Gísli Magnússon skrifar 13. ágúst 2023 19:28 Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks Vísir / Hafliði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var fúll að fá ekki öll stigin þrjú þegar lið hans sótti KA heim á Akureyri í dag. Blikar léku allan seinni hálfleik manni færri eftir að Oliver Stefánsson fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks og Daníel Hafsteinsson jafnaði í kjölfarið leikinn fyrir KA af vítapunktinum. Klæmint Olsen skoraði mark Blika með skalla snemma í leiknum. „Svona blendið bara. Ég er auðvitað mjög stoltur af liðinu, mér fannst við spila frábærlega í dag og eiga sigurinnn skilið. Við í raun og veru erum með mikla yfirburði allan leikinn, jafnvel þó við værum einum færri allan seinni hálfleikinn, og þannig lagað fúlt að vinna ekki þennan leik en frammistaðan var frábær“ sagði Óskar aðspurður hvernig honum liði með úrslitin. Betri þrátt fyrir að vera færri heilan hálfleik „Ég er gríðarlega ánægður með liðið, með spilamennskuna og hvernig við tókum seinni hálfleikinn og héldum áfram því sem við vorum að gera í fyrri hálfleik jafnvel við værum einum færri og mikill styrkur fólginn í því.“ „Við horfum á frammistöðuna, það er það sem við getum haft stjórn á, þannig ég er ánægður. Við komum hérna fyrir einum og hálfum mánuði og töpuðum í vítakeppni og vorum miklu betri aðilinn líka þannig nú erum við búnir að pakka þeim tvisvar saman og þurfum að breyta jafnteflum í sigra.“ Oliver Stefánsson, miðvörður Breiðabliks, fékk að líta rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks og KA jafnaði leikinn úr vítaspyrnu. Það var þó ekki að sjá að Blikar væru að spila einum færri allan seinni hálfleikinn. Hvað var það sem Blikar gerðu vel einum færri? „Mér fannst við bara þora að halda í boltann. Oft er það þannig að þegar þú lendir einum manni færri að þá fer í gang einhver varnarmekkanismi þar sem þú ósjálfrátt fellur til baka og verður hræddur og ferð einhvern veginn að verja eitthvað en mér fannst við ekki gera það en vorum auðvitað opnir á köflum og KA menn fengu alveg stöður til að gera eitthvað en mér fannst við aðallega þora að halda í boltann og þora að spila af sama hugrekki og við gerðum í fyrri hálfleik.“ „KA menn áttu í miklum erfiðleikum með að ná boltanum og það gerði það að verkum að við náðum að búa til góðar sóknir. Svo er það bara gríðarleg vinnsla, um leið og við töpum boltanum erum við fljótir að pressa og ef við náum ekki að pressa erum við fljótir til baka þannig bara virkilega ánægður með þetta.“ Var Óskar sammála dómara leiksins þegar hann gaf Oliver rauða spjaldið? „Ég hef tamið mér það að skoða ekki umdeild atvik fyrr en einhvertímann töluvert eftir leik vegna þess að ég get ekki látið ákvarðarnir sem eru mögulega rangar stjórna tilfinningalífi mínu í leikjum þannig að ég hef bara ekki hugmynd um það. Ég ætla rétt að vona það, þetta var risastór ákvörðun hjá Elíasi, ég ætla bara rétt að vona að hann hafi haft hana rétta.“ Bæði lið fengu dauðafæri til að klára leikinn í uppbótartíma. Hvernig er horfa upp á það eina stundina að vera mögulega að vinna leikinn undir blálokin en svo næstum tapa honum augnabliki seinna? „Það hefði verið lögreglumál ef þeir hefðu unnið þennan leik. Kiddi Steindórs kemst einn í gegn og ef eg hefði valið einn leikmann í þessu liði til að komast einn í gegn á þessum tímapunkti hefði það verið Kiddi Steindórs. Rétt yfir, hann gerir allt rétt, þetta er bara eins og það er. Úrslitin, það eru of margar breytur sem falla til sem við höfum ekki stjórn á. Frammistaðan er það sem við höfum stjórn á, hún var góð og við tökum það með okkur.“ Leikmenn Breiðabliks búnir á því sökum álags Mikið álag hefur verið á liði Breiðabliks vegna þátttöku í Evrópukeppni ásamt deildinni heima fyrir. Sjö mikilvægir leikmenn liðsins voru ekki í hóp í dag en Óskar segir þá einfaldlega vera að þrotum komnir. „Þeir bara gátu ekki farið með. Þeir áttu ekkert erindi inn á fótboltavöll í dag. Þeir eru gjörsamlega búnir á því. Þeir eru andlega og líkamlega gjaldþrota og þurfa að fá tíma til að jafna sig, þannig er bara staðan. Þeir eru búnir að spila marga leiki á stuttum tíma. Marga mikilvæga leiki þar sem allt er undir alltaf þannig þeir þurftu bara hvíld.“ Þó að Breiðablik falli sennilega úr leik í Evrópudeildinni næstkomandi fimmtudag er enn möguleiki á að liðið tryggi sig í riðlakeppni Sambandsdeilarinnar. Er sú hugsun ofarlega í hugum Blika? „Við reynum bara að taka einn leik í einu. Við eigum að spila við Zrinjski á fimmtudaginn og stefnum á því að vinna þann leik. Það er á einhvern hátt á brattann að sækja en við ætlum að vinna þann leik og svo bara kemur það sem kemur.“ - Sagði Óskar Hrafn að lokum en honum lá greinilega margt á hjarta eftir leik dagsins. Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Sjá meira
Blikar léku allan seinni hálfleik manni færri eftir að Oliver Stefánsson fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks og Daníel Hafsteinsson jafnaði í kjölfarið leikinn fyrir KA af vítapunktinum. Klæmint Olsen skoraði mark Blika með skalla snemma í leiknum. „Svona blendið bara. Ég er auðvitað mjög stoltur af liðinu, mér fannst við spila frábærlega í dag og eiga sigurinnn skilið. Við í raun og veru erum með mikla yfirburði allan leikinn, jafnvel þó við værum einum færri allan seinni hálfleikinn, og þannig lagað fúlt að vinna ekki þennan leik en frammistaðan var frábær“ sagði Óskar aðspurður hvernig honum liði með úrslitin. Betri þrátt fyrir að vera færri heilan hálfleik „Ég er gríðarlega ánægður með liðið, með spilamennskuna og hvernig við tókum seinni hálfleikinn og héldum áfram því sem við vorum að gera í fyrri hálfleik jafnvel við værum einum færri og mikill styrkur fólginn í því.“ „Við horfum á frammistöðuna, það er það sem við getum haft stjórn á, þannig ég er ánægður. Við komum hérna fyrir einum og hálfum mánuði og töpuðum í vítakeppni og vorum miklu betri aðilinn líka þannig nú erum við búnir að pakka þeim tvisvar saman og þurfum að breyta jafnteflum í sigra.“ Oliver Stefánsson, miðvörður Breiðabliks, fékk að líta rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks og KA jafnaði leikinn úr vítaspyrnu. Það var þó ekki að sjá að Blikar væru að spila einum færri allan seinni hálfleikinn. Hvað var það sem Blikar gerðu vel einum færri? „Mér fannst við bara þora að halda í boltann. Oft er það þannig að þegar þú lendir einum manni færri að þá fer í gang einhver varnarmekkanismi þar sem þú ósjálfrátt fellur til baka og verður hræddur og ferð einhvern veginn að verja eitthvað en mér fannst við ekki gera það en vorum auðvitað opnir á köflum og KA menn fengu alveg stöður til að gera eitthvað en mér fannst við aðallega þora að halda í boltann og þora að spila af sama hugrekki og við gerðum í fyrri hálfleik.“ „KA menn áttu í miklum erfiðleikum með að ná boltanum og það gerði það að verkum að við náðum að búa til góðar sóknir. Svo er það bara gríðarleg vinnsla, um leið og við töpum boltanum erum við fljótir að pressa og ef við náum ekki að pressa erum við fljótir til baka þannig bara virkilega ánægður með þetta.“ Var Óskar sammála dómara leiksins þegar hann gaf Oliver rauða spjaldið? „Ég hef tamið mér það að skoða ekki umdeild atvik fyrr en einhvertímann töluvert eftir leik vegna þess að ég get ekki látið ákvarðarnir sem eru mögulega rangar stjórna tilfinningalífi mínu í leikjum þannig að ég hef bara ekki hugmynd um það. Ég ætla rétt að vona það, þetta var risastór ákvörðun hjá Elíasi, ég ætla bara rétt að vona að hann hafi haft hana rétta.“ Bæði lið fengu dauðafæri til að klára leikinn í uppbótartíma. Hvernig er horfa upp á það eina stundina að vera mögulega að vinna leikinn undir blálokin en svo næstum tapa honum augnabliki seinna? „Það hefði verið lögreglumál ef þeir hefðu unnið þennan leik. Kiddi Steindórs kemst einn í gegn og ef eg hefði valið einn leikmann í þessu liði til að komast einn í gegn á þessum tímapunkti hefði það verið Kiddi Steindórs. Rétt yfir, hann gerir allt rétt, þetta er bara eins og það er. Úrslitin, það eru of margar breytur sem falla til sem við höfum ekki stjórn á. Frammistaðan er það sem við höfum stjórn á, hún var góð og við tökum það með okkur.“ Leikmenn Breiðabliks búnir á því sökum álags Mikið álag hefur verið á liði Breiðabliks vegna þátttöku í Evrópukeppni ásamt deildinni heima fyrir. Sjö mikilvægir leikmenn liðsins voru ekki í hóp í dag en Óskar segir þá einfaldlega vera að þrotum komnir. „Þeir bara gátu ekki farið með. Þeir áttu ekkert erindi inn á fótboltavöll í dag. Þeir eru gjörsamlega búnir á því. Þeir eru andlega og líkamlega gjaldþrota og þurfa að fá tíma til að jafna sig, þannig er bara staðan. Þeir eru búnir að spila marga leiki á stuttum tíma. Marga mikilvæga leiki þar sem allt er undir alltaf þannig þeir þurftu bara hvíld.“ Þó að Breiðablik falli sennilega úr leik í Evrópudeildinni næstkomandi fimmtudag er enn möguleiki á að liðið tryggi sig í riðlakeppni Sambandsdeilarinnar. Er sú hugsun ofarlega í hugum Blika? „Við reynum bara að taka einn leik í einu. Við eigum að spila við Zrinjski á fimmtudaginn og stefnum á því að vinna þann leik. Það er á einhvern hátt á brattann að sækja en við ætlum að vinna þann leik og svo bara kemur það sem kemur.“ - Sagði Óskar Hrafn að lokum en honum lá greinilega margt á hjarta eftir leik dagsins.
Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Sjá meira