Skæðustu sprengjuþotur heims mættar á Keflavíkurflugvöll Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2023 14:39 B-2 Spirit sprengjuþoturnar á Keflavíkurflugvelli fyrir tveimur árum. U.S. AIR FORCE/VICTORIA HOMMEL Flugsveit bandaríska flughersins er væntanleg til landsins í dag þar sem hún verður við æfingar með bandalagsríkjum í Norður-Evrópu. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit flugvélar með allt að 200 manna liðsafla sem mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu í Keflavík næstu vikur á meðan æfingar standa yfir. Greint er frá komu flughersins á vef utanríkisráðuneytisins. Þar segir að undirbúningur fyrir heimsóknina hafi staðið yfir um nokkurra vikna skeið. Þetta er í þriðja skipti sem flugsveit af þessu tagi kemur til Íslands. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 fyrir tveimur árum að þegar Bandaríkjaher vill virkilega sýna mátt sinn, þá sendir hann torséðu B-2 sprengjuþotuna á vettvang. B-2 er talin eitthvert skæðasta vopn sem til er en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám. Þá getur hún borið allt að sextán kjarnorkusprengjur. Þessi fljúgandi vængur er jafnframt dýrasta flugvél sögunnar. Þróun og smíði hennar kostaði 260 milljarða króna á hvert eintak en aðeins tuttugu eru til í heiminum. Svo dýr er hún í rekstri að hver flugtími reiknast á 17 milljónir króna. Viðvera bandarísku flugsveitarinnar fer fram á grundvelli varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna og er mikilvægt framlag til fælingaraðgerða í Norður-Evrópu. Landhelgisgæsla Íslands annast í umboði utanríkisráðuneytisins framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia. Í fréttatilkynningu bandaríska flughersins árið 2019 var Keflavíkurherstöðinni lýst sem útstöð fyrir B-2 sprengjuþotuna. Þessi skilgreining var ítrekuð tveimur árum síðar og raunar kveðið skýrar að orði. Með því að gera Keflavík að nýrri framvarðarstöð til að hefja sprengjuárásir sé stutt við stefnu varnarmálaráðuneytisins um að viðhalda valdajafnvægi á svæðinu. Keflavíkurflugvöllur NATO Norðurslóðir Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Landhelgisgæslan Utanríkismál Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur skilgreindur sem framvarðarstöð B-2 til sprengjuárása Tvær af þremur B-2 Spirit sprengjuþotum bandaríska flughersins, sem staðsettar eru á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir, æfðu með norska flughernum yfir Norðursjó í vikunni. Samkvæmt frétt norska hersins fóru æfingarnar fram á mánudag og miðvikudag með þátttöku F-35 orustuþotna Norðmanna sem komu frá Evenes-flugvellinum í Norður Noregi. 12. september 2021 13:40 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Greint er frá komu flughersins á vef utanríkisráðuneytisins. Þar segir að undirbúningur fyrir heimsóknina hafi staðið yfir um nokkurra vikna skeið. Þetta er í þriðja skipti sem flugsveit af þessu tagi kemur til Íslands. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 fyrir tveimur árum að þegar Bandaríkjaher vill virkilega sýna mátt sinn, þá sendir hann torséðu B-2 sprengjuþotuna á vettvang. B-2 er talin eitthvert skæðasta vopn sem til er en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám. Þá getur hún borið allt að sextán kjarnorkusprengjur. Þessi fljúgandi vængur er jafnframt dýrasta flugvél sögunnar. Þróun og smíði hennar kostaði 260 milljarða króna á hvert eintak en aðeins tuttugu eru til í heiminum. Svo dýr er hún í rekstri að hver flugtími reiknast á 17 milljónir króna. Viðvera bandarísku flugsveitarinnar fer fram á grundvelli varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna og er mikilvægt framlag til fælingaraðgerða í Norður-Evrópu. Landhelgisgæsla Íslands annast í umboði utanríkisráðuneytisins framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia. Í fréttatilkynningu bandaríska flughersins árið 2019 var Keflavíkurherstöðinni lýst sem útstöð fyrir B-2 sprengjuþotuna. Þessi skilgreining var ítrekuð tveimur árum síðar og raunar kveðið skýrar að orði. Með því að gera Keflavík að nýrri framvarðarstöð til að hefja sprengjuárásir sé stutt við stefnu varnarmálaráðuneytisins um að viðhalda valdajafnvægi á svæðinu.
Keflavíkurflugvöllur NATO Norðurslóðir Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Landhelgisgæslan Utanríkismál Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur skilgreindur sem framvarðarstöð B-2 til sprengjuárása Tvær af þremur B-2 Spirit sprengjuþotum bandaríska flughersins, sem staðsettar eru á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir, æfðu með norska flughernum yfir Norðursjó í vikunni. Samkvæmt frétt norska hersins fóru æfingarnar fram á mánudag og miðvikudag með þátttöku F-35 orustuþotna Norðmanna sem komu frá Evenes-flugvellinum í Norður Noregi. 12. september 2021 13:40 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur skilgreindur sem framvarðarstöð B-2 til sprengjuárása Tvær af þremur B-2 Spirit sprengjuþotum bandaríska flughersins, sem staðsettar eru á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir, æfðu með norska flughernum yfir Norðursjó í vikunni. Samkvæmt frétt norska hersins fóru æfingarnar fram á mánudag og miðvikudag með þátttöku F-35 orustuþotna Norðmanna sem komu frá Evenes-flugvellinum í Norður Noregi. 12. september 2021 13:40