Um tilefnislausa von Oddur Sturluson skrifar 11. ágúst 2023 16:30 Lífsbaráttan hefur aldrei verið auðveld en þótt mörg þeirra vandamála sem við stöndum frammi fyrir í dag séu fordæmalaus er sá árangur sem hefur þó áunnist slíkur að fæstir myndu óska sér af alvöru að hafa fæðst á öðrum tíma í mannkynssögunni. Hvert einasta skref sem hefur verið tekið í átt að nútímanum hefur kostað blóð, svita, tár en umfram allt byggst á von. Von, sem oft getur virst tilefnislaus, um að hlutirnir gætu breyst og orðið betri. Við byggjum okkar samfélag á grunni sem vongóðir frumkvöðlar á öllum sviðum samfélagsins hafa steypt. Í opinberri umræðu um nýsköpun er oft lögð áhersla á nýsköpun sem virðisaukandi og atvinnuskapandi framtak. Vissulega eru þetta verðmætar afurðir nýsköpunar. Við megum þó ekki gleyma því að nýsköpun sem passar ekki inn í dæmigert fyrirkomulag þar sem aðalmarkmiðið er að hámarka gróða hluthafa, verður að eiga sér stað. Samfélagsleg nýsköpun er lykilþáttur í að bregðast við þeim áskorunum sem ráðandi hagnaðardrifin kerfi geta ekki tekist á við.Áskoranirnar eru miklar og geta virst yfirþyrmandi en þær eru svo sannarlega til staðar og munu ekki vera leystar án fyrirhafnar. Valið er einfalt. Við getum gefist upp og beðið eftir því að verstu spár rætist. Eða við getum unnið saman að því að byggja framtíð þar sem enginn mun óska þess að hafa frekar fæðst á öðrum tímapunkti í mannkynssögunni. Á þriðjudaginn næstkomandi, 15. ágúst frá kl. 12:00-13:00 í Grósku verður opinn umræðufundur þar sem sérfræðingar og frumkvöðlar munu fjalla um samfélagslega nýsköpun og hvernig vaxtarrýmið Snjallræði er hannað til að styðja við samfélagslega frumkvöðla. Ég hvet alla áhugasama til að mæta og kynna sér málið. Höfundur er verkefnisstjóri Snjallræðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Lífsbaráttan hefur aldrei verið auðveld en þótt mörg þeirra vandamála sem við stöndum frammi fyrir í dag séu fordæmalaus er sá árangur sem hefur þó áunnist slíkur að fæstir myndu óska sér af alvöru að hafa fæðst á öðrum tíma í mannkynssögunni. Hvert einasta skref sem hefur verið tekið í átt að nútímanum hefur kostað blóð, svita, tár en umfram allt byggst á von. Von, sem oft getur virst tilefnislaus, um að hlutirnir gætu breyst og orðið betri. Við byggjum okkar samfélag á grunni sem vongóðir frumkvöðlar á öllum sviðum samfélagsins hafa steypt. Í opinberri umræðu um nýsköpun er oft lögð áhersla á nýsköpun sem virðisaukandi og atvinnuskapandi framtak. Vissulega eru þetta verðmætar afurðir nýsköpunar. Við megum þó ekki gleyma því að nýsköpun sem passar ekki inn í dæmigert fyrirkomulag þar sem aðalmarkmiðið er að hámarka gróða hluthafa, verður að eiga sér stað. Samfélagsleg nýsköpun er lykilþáttur í að bregðast við þeim áskorunum sem ráðandi hagnaðardrifin kerfi geta ekki tekist á við.Áskoranirnar eru miklar og geta virst yfirþyrmandi en þær eru svo sannarlega til staðar og munu ekki vera leystar án fyrirhafnar. Valið er einfalt. Við getum gefist upp og beðið eftir því að verstu spár rætist. Eða við getum unnið saman að því að byggja framtíð þar sem enginn mun óska þess að hafa frekar fæðst á öðrum tímapunkti í mannkynssögunni. Á þriðjudaginn næstkomandi, 15. ágúst frá kl. 12:00-13:00 í Grósku verður opinn umræðufundur þar sem sérfræðingar og frumkvöðlar munu fjalla um samfélagslega nýsköpun og hvernig vaxtarrýmið Snjallræði er hannað til að styðja við samfélagslega frumkvöðla. Ég hvet alla áhugasama til að mæta og kynna sér málið. Höfundur er verkefnisstjóri Snjallræðis.
Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun