Kynbundinn launamunur kom framkvæmdastjóranum á óvart Árni Sæberg skrifar 11. ágúst 2023 14:01 Kristín S. Hjálmtýsdóttir er framkvæmdastjóri Rauða krossins. Vísir/Baldur Kærunefnd jafnréttismála komst nýverið að þeirri niðurstöðu að Rauði krossinn hefði gerst sekur um kynbundinn launamun gagnvart konu sem starfaði sem talsmaður hælisleitenda. Heimildir herma að það hafi gerst í fleiri tilvikum. Kristín S. Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Rauða Krossins, segir að úrskurður kærunefndarinnar hafi komið sér á óvart. Samtökin hafi lagt sig í líma til að tryggja jöfn laun kynjanna lengi. „Á þessum tíma árið 2011 þegar við vorum að innleiða jafnlaunavottun, þá er niðurstaða fyrstu vottunarinnar að óútskýrður launamunur kynjanna hjá Rauða krossinum var þrjú prósent, sem er langt undir landsmeðaltali á þessum tíma, og nú höfum við farið í gegnum vottunina þrisvar án athugasemda. Þannig að auðvitað kom þetta okkur á óvart þessi úrskurður,“ segir hún. Ætlar að hafa samband við hinar tvær Heimildir fréttastofu herma að tvær aðrar konur í sömu deild hafi einnig orðið fyrir barðinu á kynbundnum launamun í störfum sínum fyrir rauða krossinn. „Við erum náttúrlega að skoða þetta mál núna og það sem ég mun gera eftir helgi er að hafa samband við þessa starfsmenn, fara yfir málin með þeim. Komast að því hvað það er sem út af stendur eftir þeirra starfsfólk. Við erum bara að skoða þetta núna af því að, í rauninni, það séu fleiri sem eru ósáttir við starfslok hjá Rauða krossinum, fyrir að verða tveimur árum, það kom mér töluvert á óvart.“ segir Kristín. Sambandið hafi alltaf verið gott Þá herma heimildir að konurnar tvær hafi ekki treyst sér til þess að fara með málið til kærunefndar jafnréttismála og þær hafi hvorki fengið afturvirka leiðréttingu né afsökunarbeiðni. Kristín segist ekki geta rætt mál einstakra starfsmanna „Samband okkar við starfsfólkið var alltaf mjög gott, við kvöddumst í gleði þegar samningnum lauk við dómsmálaráðuneytið. Þess vegna hættu fimmtán manns úr þessum talsmannahópi.“ Dr. Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins, baðst undan viðtali vegna málsins. Jafnréttismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Kristín S. Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Rauða Krossins, segir að úrskurður kærunefndarinnar hafi komið sér á óvart. Samtökin hafi lagt sig í líma til að tryggja jöfn laun kynjanna lengi. „Á þessum tíma árið 2011 þegar við vorum að innleiða jafnlaunavottun, þá er niðurstaða fyrstu vottunarinnar að óútskýrður launamunur kynjanna hjá Rauða krossinum var þrjú prósent, sem er langt undir landsmeðaltali á þessum tíma, og nú höfum við farið í gegnum vottunina þrisvar án athugasemda. Þannig að auðvitað kom þetta okkur á óvart þessi úrskurður,“ segir hún. Ætlar að hafa samband við hinar tvær Heimildir fréttastofu herma að tvær aðrar konur í sömu deild hafi einnig orðið fyrir barðinu á kynbundnum launamun í störfum sínum fyrir rauða krossinn. „Við erum náttúrlega að skoða þetta mál núna og það sem ég mun gera eftir helgi er að hafa samband við þessa starfsmenn, fara yfir málin með þeim. Komast að því hvað það er sem út af stendur eftir þeirra starfsfólk. Við erum bara að skoða þetta núna af því að, í rauninni, það séu fleiri sem eru ósáttir við starfslok hjá Rauða krossinum, fyrir að verða tveimur árum, það kom mér töluvert á óvart.“ segir Kristín. Sambandið hafi alltaf verið gott Þá herma heimildir að konurnar tvær hafi ekki treyst sér til þess að fara með málið til kærunefndar jafnréttismála og þær hafi hvorki fengið afturvirka leiðréttingu né afsökunarbeiðni. Kristín segist ekki geta rætt mál einstakra starfsmanna „Samband okkar við starfsfólkið var alltaf mjög gott, við kvöddumst í gleði þegar samningnum lauk við dómsmálaráðuneytið. Þess vegna hættu fimmtán manns úr þessum talsmannahópi.“ Dr. Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins, baðst undan viðtali vegna málsins.
Jafnréttismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira